Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 20

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 20
Umdæmisstjóri Ævar Breiðfjörð og svæðisstjóri Ægis Ástbjörn Egilsson á góðri stund. Eldborg-Hafharfirði 15 ára Um þessar mundir eru 15 ár frá stofnun Kiwnisklúbbsins Eldborgar-Hafnarfirði en klúbburinn var vígður 25. mars 1970. Fundir hafa ætíð verið haldnir á Skiphól fram á þetta ár en nú eru fundir haldnir í leiguhúsnæði í Dalshrauni 1 sem félagar hafa innréttað sjálfir. Fundir eru orðnir á 6. hundrað og félagar í dag eru rúmlega 40. Einsdæmi mun vera að allir forsetar frá byrjun 15 að tölu eru enn virkir félagar og hafa ætíð myndað kjarnann í klúbbnum. Fyrstu starfsárin voru fjáraflanir í hefð- bundnum stíl en undanfarin 6 ár hefur aðalfjáröflun verið byggð á svo kölluðum Sjávarréttardegi sem er nokkurskonar upp- skeruhátíð sjávarrétta með skemmtiatriðum og listaverkauppboði alltaf undir stjórn heiðursforseta klúbbsins Sveins Guðbjarts- sonar. Styrktarverkefni klúbbsins hafa frá upp- hafi verið að mestu bundin við eldri kynslóðina og hefur verið góð samvinna við Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfirði t.d. við Opið hús eða Vorferðir með aldraða oftast með 100-150 þátttakendur. Magnús Snorrason forscti Eldborgar og kona hans Sylvia Arnardóttir. 20 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.