Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 22

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 22
SVEINN HALLGRÍMSSON Ferðir á Evrópuþing í Basel, Sviss Evrópuþing Kiwanismanna verður haldið í Basel í Sviss, 7.-9. júní 1985. Undanfarin ár hafa félagar í Kiwanishreyf- ingunni átt þess kost, að sækja Evrópuþingin. Á þingum þessum hittast félagar alls staðar að úr Evrópu skiptast á skoðunum og auka kynni og samskipti einstaklinga. Þau sam- skipti leiða til aukinna samskipta milli þjóða, sem vonandi leiðir til friðar og heilla fyrir alla. En Evrópuþingin eru einnig vettvangur umræðna um Kiwanishreyfinguna og al- þjóðasamstarf það sem hún stendur fyrir. Þeir eru margir sem hugsa Evrópuþingið sem áfanga í lengri sumarleyfisferð, dvöl á friðsælu sumarhóteli, dvöl á baðströnd, ferðalag á bíl um sögufræg héruð Evrópu eða bara áframhaldandi dvöl í því fagra fjalla- landi Sviss. Að þessu sinni verður Evrópuþingið mjög þýðingarmikið fyrir íslenska Kiwanismenn. Svo er mál með vexti að ákveðið er að Eyjólfur Sigurðsson, fyrrverandi umdæmisstjóri og Evrópuforseti verður í framboði sem meðstjórnandi í alheimsstjórninni. Er það mál manna að Eyjólfur eigi möguleika á að ná kosningu einkum ef íslendingar fjölmenna á þingið, en eins og allir vita hefur hver klúbbur rétt á að senda 3 atkvæðisbæra menn. Með þetta í huga verður boðið upp á ýmsa ferðamöguleika svo að sem flestir fulltrúar komist á þingið. Hér á eftir verður greint frá samkomulagi, sem gert hefur verið við ferðaskrifstofuna „Úrval“ um ferðamöguleika til Sviss og möguleika á viðbótarferðum. Þeir sem hafa hug á að nota möguleikana hafi beint samband við ferðaskrifstofuna Úrval (Ingu Engilbertsd.). Tekið skal fram að afsláttur verður veittur á ferðum til Reykja- víkur og heim aftur í tengslum við ferð á Evrópuþingið. Grunntilboð Flug Keflavík - Amsterdam - Zurick 4. júní. Akstur frá Zurickflugvelli að hóteli í Basel, dvalið þar 4.-9. júní. Akstur aftur til Zurick og flug heim, (ekki vitað í dag hvort það verður beint frá Zurick eða gegnum Amsterdam eins og á útleið). KR. 21.600,- Aukadagar í Amsterdam 9.-13. júní og að sjálfsögðu flug þaðan heim. KR. 5.660,- (hér er líka hægt að vera bara 2 daga 9.11. júní KR. 2.800,-) Aukatilboð I Basel dvölin eins og hér að ofan. KR. 21.600,- Rúta til Nissa, gisting 1 nótt á leiðinni. Gisting í 10 nætur í Nissa á góðu íbúðarhóteli (íbúðir fyrir 2-4) síðan rúta til baka til Zurick og gisting í 2 nætur á leiðinni til baka, gisting í Zurick í 1 nótt. Farið verður 9. júní frá Basel og flogið heim frá Zurick 23. júní. Ath. Lágmarksfjöldi hér eru 20 manns til að þessi ferð verði farin. KR. 12.100,- Aukatilboð II Basel dvölin eins og hér að framan. KR. 21.600,- Dvalið í glæsilegu íbúðarhóteli í Svartaskógi, Hótel Todtmooser Hof í bænum Todtmoos- er, um 2 tíma akstur frá Basel, dvalið 9/6-15/6. Ibúð fyrir 2-4 kostar þessa daga KR. 5.700,- íbúð fyrir 4-6 kostar þessa daga KR. 9.000,- Bílaleigubílar fyrir þessa daga kosta: Fiat Panda kr. 9.600,- Opel Corsa kr. 10.600,- Ford Escort kr. 13.400,- Opel Ascona kr. 14.400,- Innifalið í þeim er ótakmarkaður akstur, söluskattur og ábyrgðartrygging (PAI) og kaskótrygging (CDW). 22 K-FRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.