Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 23

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 23
í íbúðunum þarf að greiða aukalega fyrir hreinsun að lokinni dvöl og rafmagn og sængurföt. (rafmagn DM 9, á dag pr. íbúð og sængurföt DM 15,- á viku pr. mann). Gisting í Zurick í 1 nótt (aðfaranótt sunnudags) áður en farið er heim kr. 950,pr. mann í tvíbýlisherbergi. Einnig má taka hér þann kostinn fyrir þá sem ekki vilja gista í Basel á meðan þingið stendur, að taka Flug og bíl um Luxembourg (verð frá kr. 13.500,-) og leigja íbúðirnar í Todtmooser- hof (sjá verðið hér að framan pr. viku), því að eins og áður er sagt er aðeins um 2 klst. akstur frá Todtmooser til Basel og því kjörið fyrir þá sem aðeins vildu taka þátt í kosningu þingsins á laugardeginum (8. júní). Þá yrðu þeir að fara utan annað hvort á fimmtudegi 30. maí eða sunnudegi 2. júní. Athuga ber að íbúðirnar í Svartaskógi eru einungis leigðar út frá laugardegi til laugardags. í þessu ferðatilboði verður hver og einn að reikna út fyrir sig eftir því hve margir eru saman í bíl eða íbúð og hvaða bíll er tekinn o.s.frv. Aukatilboð III kr. 21.600,- kr. 4.900,- kr. 2.850,- kr. 1.400,- kr. 30.750,- Hótel það sem notað verður í Basel heitir Hótel Alexander við Riehenringstrasse, ná- lægt ráðstefnuhöllinni. Einnig er nú bókað fyrir hluta hópsins á Hótel Spalengrunne, Schutzenmattstrasse, nálægt háskólanum og kostar það aukalega kr. 1.500,- en stefnt er að því að allur hópurinn gisti á Hótel Alexander. I Basel er aðeins pláss fyrir 50 manns. Öll verð eru pr. gengi 28. febrúar. Basel dvölin eins og hér að framan Sigling niður Rín frá Basel 12/6 og komið til Amsterdam 14/6, verð frá DM 318,- til DM 398,- Meðalverð ca. Aukadagar í Basel 9/6-12/6 Gisting í 1 nótt í Amsterdam 14/6-15/6 Frá golfnefnd Sumarið 1983 gekkst þáverandi umdæmis- stjóri Hörður Helgason fyrir því að komið yrði á fót golfmóti Kiwanismanna og var fyrsta mótið haldið á Hellu það sumar og var í umsjá Dimons, tókst mót þetta mjög vel og óhætt er að segja að slík mót eru góður vettvangur til samstarfs meðal Kiwanis- manna. Sumarið 1984 var mótið síðan haldið í Hafnarfirði en var í umsjá Vífils einnig þetta mót tókst mjög vel. Þátttakendur í þessum mótum hafa verið milli 20 og 30 í hvort skipti. Nú hefur Ævar Breiðfjörð umdæmisstjóri skipað golfnefnd og formaður Arnar Sigur- þórsson Boða Grindavík. Akveðið hefur verið að mótið fari fram laugardaginn 1. júní á golfvellinum í Grindavík. Golfvöllur þessi er mjög skemmtilegur 9 holu völlur og aðstaða að komast í mjög gott horf þar sem félagar í Golfklúbbi Grindavíkur hafa unnið gott starf við að koma upp góðu klúbbhúsi. I maí mun öllum klúbbum verða sent bréf vegna mótsins og um nánara fyrirkomulag. Verðlaun verða að venju glæsileg og eru gefin af fyrirtækjum í Grindavík. Nú er bara að taka fram kylfurnar og fara að æfa fyrir mótið en sigurvegari hlýtur titilinn Golfmeistari Kiwanis. Það skal tekið fram að þetta er mjög gott tækifæri fyrir alla Kiwanismenn sem eiga heimangengt að vera með og jafnvel þótt menn hafi ekki stundað golf fram að þessu er þarna möguleiki að komast í kynni við góða og holla íþrótt um leið og ný skemmtileg kynni takast ávallt í svona leik og það er kannski aðaltilgangurinn. Með Kiwansikveðju Arnar Sigurþórsson Boða Grindavík K-FRETTIR 23

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.