Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 24

Kiwanisfréttir - 01.04.1985, Blaðsíða 24
Færeyjaferð Um morguninn þann 6. október sl. mættu 8 Kiwanisfélagar á afgreiðslu flugskóla Helga Jónssonar ákveðnir í því að komast til Færeyja þrátt fyrir verkfall flugumferðastjóra og tollvarða. En ákveðið var að efna til Kiwanisfræðslu og skipta um stjórn í Tórshavn klúbbnum. í ferðina fóru Ævar Breiðfjörð umdæmis- stjóri, Þór Ingólfsson kjörumdæmisstjóri, Hermann Þórðarson umdæmisritari, Tómas Jónsson frá K-dags nefnd, Arnljótur Guð- mundsson, svæðisstjóri, Bragi Stefánsson birgðavörður og tveir félagar frá Kötlu Einar Högnason og Hilmar Svavarsson. í loft var haldið um 10 leytið og komið til Færeyja um hádegi, en á flugvellinum beið Samal Bláhamar væntanlegur forseti auk tveggja félaga sinna með rútu alla skreytta Kiwanis- fánum og merkjum að utan sem innan, svo ekki fór á milli hverjir þarna voru á ferð. Aður en haldið skyldi til Þórshafnar buðu þeir félagar upp á „smá“ snarl á flugvallarhótel- inu. En er til Þórshafnar var komið um kl. 15,30var ákveðið aðfræðslanskyldi hefjast kl. 16,30 á hótel Hafnía. Tafðist það aðeins vegna mikillar sölumennsku birgðavarðar sem létti all verulega á tösku sinni þarna. Fræðslan hófst síðan með því að Ævar skipti Færey- ingum og Islendingunum í hópa, virðist sem þessi fræðsla hafi komist all vel til skila. Kl. 20 hófst svo stjónarskiptafundur er sest var að veisluborði á hótel Hafnía. Stjórnar- skipti fóru síðan fram með hefðbundum hætti undir stjórn Arnljóts. En á fundinum stjórnaði umdæmisstjóri inntöku tveggja nýrra félaga og var þeim vel fagnað. Er fundi lauk var boðið upp á ljúfar veigar eins og hver gat í sig látið. Er menn höfðu notið veitinganna um stund, kvaddi nýi forsetinn sér hljóðs og bauð öllum viðstöddum til fram- haldsfagnaðar á heimili sínu. Var því barinn borinn út í strætó er beið fyrir utan hótelið til þess að aka hópnum. Var síðan fagnaðinum haldið áfram fram eftir nóttu á heimili forseta. En kl. 10,30næstamorgunsafnaðisthópur- inn saman til þess að halda á stað út á flugvöll. A leiðinni með ferjunni frá Vestmann yfir sundið kom í ljós að ekki höfðu allir fengið tækifæri til þess að stíga færeyskan dans, var því ákveðið að bæta úr því og settur upp danshringur á bílaþilfarinu og dansað undir söng dansaranna, gerði þetta mikla lukku meðal annara farþega sem sýnilega langaði til að vera með i hringnum, þótti ferðin yfir sundið taka alltof skamman tíma. En er út á flugvöll var komið, náði Ævar að snúa á gest- gjafa okkar með því að verða á undan að bjóða til hádegisverðar á flugvallarhótelinu, en fram að þessu höfðum við ekki fengið að borga neitt fyrir þær veitingar sem við höfðum fengið. I loftið var síðan haldið að loknum málsverði og kveðjum og lent í Reykjavík um fimmleitið. Það voru því ánægðir og þreyttir félagar sem héldu til síns heima eftir ánægjulega ferð. Eftirmáli og Færeyjarfréttir. Svo virðist að þessi ferð okkar svo og dvöl 2ja fulltrúa þeirra á umdæmisþingu í Reykjavík sl. sumar hafi gefið arð. Því líf virðist vera að færast aftur í klúbbinn undir skeleggri forustu Samals Blahmars. Félögum fjölgar og telst klúbburinn nú vera með 18 félaga og fleiri á leiðinni. Nú eftir áramótin hafa þeir félagar vakið athygli á Kiwanis og starFi sínu með söfnun gos- og ölflaskna í Þórshöfn og nágrenni fyrstu þrjá laugardagana á árinu. Hefur þetta framtak gefið þeim í styrktarsjóð ca. 45 þúsund færeyskar krónur sem er jafnvirði íkr. 162 þúsund. í fyrstu söfnunina gekk erfiðlega að fá félaga til starfa, leitaði forseti þá eftir aðstoð barna úr sunnudagsskólum í Þórshöfn, Kollafirði, Kvívík og Vestmann. Fengust 50 börn og 7 fullorðnir til starfsins en safnað var fyrst í Vogi og nágrenni flugvallar- ins. Varð þetta til þess að söfnunin fékk meðbyr næstu laugardaga á eftir. Og alltaf fjölgaði félögum og voru þeir laugardaginn 26. janúar sl. 12 talsins og töldu menn að nú fyrst findu menn að það væri annað og meira Kiwanis en að bera merkið bara í barminum. Söfnunarfénu hefur þegar verið ráðstafað, ákveðið er að kaupa telex eða telefax tæki handa heyrnleysingjafélaginu og afgangurinn skal renna til byggingasjóðs blindrafélagsins. Er það því álit mitt að skriður sé kominn á starf Kiwanismanna í Færeyjum. Hilmar Svavarsson Kötlu 24 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.