Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 6
Eyjólfur Sigurðsson, fyrrv. Evrópuforseti: Hvers vegna í alheimsstjórn? Ritstjóri Kiwanisfrétta bað mig að setja niður á blað, stutta frásögn af starfssviði stjórnar Kiwanis International. Beiðni hans byggist á því að ég mun taka við stjórnarstörfum 1. október 1986 eða 1. október 1988. Skýringin á þessum tveim dagsetningum er, að fulltrúi KIE í alheimsstjórn er kosinn til tveggja ára í senn. Sá er nú situr í stjórninni fyrir Evrópu, Kurt Huber frá Sviss, tók við embætti 1. október 1985, og lýkur því sínu fyrsta starfsári 30. sept. í haust. Hans tímabili lýkur því 30. sept. 1986. Stjórn KIE getur síðan framlengt tímabil hans um tvö ár til viðbótar ef hann gefur kost á sér. Þessi regla kallar á það, að kjósa þarf þann er við tekur með alllöngum fyrirvara. í lögum um alheimsstjórn segir að enginn geti verið meðstjornandi nema mest fjögur ár, ef einhver vill gefa kost á sér til lengri setu í stjórninni verður hann að ná kosningu til æðra embættis, sem eru annað hvort embætti vara- forseta eða gjaldkera. Kosning til þeirra embætta fer fram á alheimsþingum og gildir sama um fulltrúa KIE eins og aðra, hann verður að ná kosningu til æðra embættis á alheimsþingi, Evrópuþing hefur ekkert með það að gera. Að þessum formála loknum er þá spurning- in, eftir hverju er að sækjast? Um það geta víst verið margar skoðanir, vafalaust jafn- margar og þeir eru sem í komast eða vilja komast. Ef litið er til kosningar minnar þá er skýring mín á því að ég gaf kost á mér þessi: 1) Allmargir vinir og samstarfsmenn innan- lands og utan hvöttu ntig til framboðs og töldu að ég ætti erindi. 2) Aðstæður voru þannig í Evrópu í vetur að ég taldi að það væri lag fyrir íslending að ná kosningu, sem byggðist á því að ljóst var að þeir tveir frambjóðendur aðrir er fram komu voru frá sama umdæmi og urn þá var þá nokkur deila innan þess umdæmis. Sú sundr- ung var ekki traustvekjandi fyrir fulltrúa frá öðrum umdæmum. 3) Og síðast en ekki síst, þá hef ég áhuga á því að beita mer á alþjóðavettvangi fyrir því að þjóðir utan Bandaríkjanna og Kanada verði áhrifameiri um stjórn hreyfingarinnar, og við náum því markmiði að Kiwanishreyf- ingin verði virkilega alþjóðleg eins og henni ber að vera, en er því miður ekki í dag. Ég er í sjálfu sér ekki að gagnrýna þá er setið hafa í alheimsstjórn á undanförnum árum, þetta tekur vafalaust langan tíma, enda starfaði hreyfingin aðeins í Bandaríkjunum og Kanada í tæplega hálfa öld, en Kiwanis- menn utan Bandaríkjanna og Kanada hafa verið allt og hógværir í því að berjast fyrir breyttum hugsanagangi og viðhorfum til breyttrar hreyfingar. Evrópulöndin eru þau einu sem hafa þau réttindi að hafa með sér sérstök samtök Kiwanis International Europe með sérstakri stjórn og þó nokkrum völdum. Asía, Suður- 6 K-FRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.