Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 9
Skýrsla umdæmisritara til umdæmisþings á Akureyri 16.-18. ágúst 1985 Auk hefðbundinna starfa umdæmisritara hefur starfið það sem af er þessu starfsári verið að miklu leiti fólgið í upplýsingamiðlum og að nokkru leiti fræðslu einkum fyrir klúbbritar- ana. Pví miður virðist sem sú fræðsla sem umdæmið lætur í té, komist ekki nógu vel til skila. Pað þarf að finna þessari fræðslu nýtt form, finna nýjar leiðir sem henta betur. Peir sem taka að sér embættisstörf innan Kiwanis- hreyfingarinnar, ekki síst í klúbbstjórnunum, verða að gera sér Ijóst mikilvægi þeirra, og gera sér far um að afla sér allrar nauðsynlegrar fræðslu sem í boði er. Ennfremur er nauðsyn- legt að embættismenn geri sér grein fyrir því, að ef starf þeirra á að koma að fullum notum, verða þeir að virða starfsreglur hreyfingarinn- ar, - eftir höfðinu dansa limirnir. Viðurkenningar. Það er allt of algent að ritarar færi ekki inn á mánaðarskýrslur fjölda viðurkenninga fyrir mætingar í öðrum klúbbum, eða öðrum fundum sem gefa mætingarétt. Reyndar eru þær í sumum tilfellum taldar með mætingum í eigin klúbbi, en það er auðvitað rangt og gefur villandi upplýsingar. Mánaðarskýrslur. Færsla mánaðarskýrslna er ákaflega misjöfn eftir klúbbum. Sumir ritarar gera mjög vand- aðar skýrslur, aðrar eru fábrotnar og gefa litlar upplýsingar. Algengt er að sjá rangar færslur í mánaðar- skýrslum. Nú er skýrsluformið sjálft ekki flókið og ætti að vera öllum auðskilið. Ég verð því að álíta að þegar þessu er þannig varið, sé annað hvort um að kenna fræðsluskorti eða áhugaleysi. Sumir rugla saman þjónustustörfum og fjáröfl- un til líknar- og styrktarmálefna, og fjáröflun eða vinnu í þágu eigins klúbbs. Allt of litlar upplýsingar koma um styrktarverkefni, fjár- öflun og þjónustustörf, hjá sumum klúbbum. Vert er að minna á að skýrslu á að gera fyrir alla mánuði ársins, einnig þá mánuði þegar reglulegir klúbbfundir eru ekki haldnir. Hermann Þórðarson Umdæmisrítari Þjónustustörf, fjáröflun, styrktarverkefni. Fjáröflun og styrktarverkefni eru mjög fjölbreytileg, en misjafnlega stór í sniðum, enda aðstaða og félagafjöldi misjafn eftir klúbbum. Ekki skal dómur lagður á það hverjir standa sig best í þessum efnum, en ljóst er að örfáir klúbbar eru þar stórtækastir, ef dæma á eftir þeim upplýsingum sem borist hafa. Ekki má þó gleyma því að margir klúbbar inna af hendi verðug verkefni sem ekki verða metin til fjár. Sjá töflu I. Félagafjöldi. Félagafjöldi í umdæminu hefur staðið nokk- urn veginn í stað undanfarin ár, þrátt fyrir fjölgun klúbba. Gegnumstreymi er mikið í hreyfingunni og hefur umdæmið sett á laggirn- ar sérstaka nefnd, viðverunefnd, sem fjalla á um þetta vandamál. Það er skoðun mín að meðal ástæðnanna fyrir því hve sumum klúbb- um helst ílla á meðlimum sínum, sé sú, að stundum hafi verið staðið að stofnun nýrra klúbba meira af kappi en forsjá. Margt bendir einnig til þess að nýjum félögum sé ekki kynnt nógu vel markmið og tilgangur Kiwanishreyf- inarinnar. K-FRÉTTIR 9

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.