Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 18
Ferð á Evrópuþing Kiwanismanna til Basel Ellefu daga draumaferð, sem geymd er en ekki gleymd, þeirra sem fóru sína fyrstu Evrópuþingsferð, sem var ógleymanleg ferð, með fararstjóra á heimsmælikvarða. En þeir voru Ævar Breiðfjörð og Bjarni Magnússon. 1. júní 1985 kl. 3.30 að morgni laugardags, mættu kíwanisfélagar til brottfarar frá Kíwan- ishúsinu á leið til Evrópuþings Kiwanis í Basel. Eftir ánægjulegt flug til Lúxenburgar beið okkar sól og blíða, bíll og bílstjóri, tilbúinn að vera okkur til þjónustu, næstu níu daga. Rene bílstjórinn okkar átti eftir að reynast okkur vel, og væri hann búsettur á íslandi myndum við einfaldlega skreyta hann merki Kíwanis, svo vel féll hann inn í hópinn. Frammundan var löng keyrsla til Todtmoos lítils bæjar í Svarta-skógi, sem ber nafn með réttu. Eftir 14 stunda ferð frá Kíwanishúsinu, komum við að Todtmooser Hof, staðnum sem við áttum eftir að gista næstu sex daga. Löng ferð á enda, öll hálf þvæld eftir langa setu í rútunni. Ekki gerðum við okkur háar hug- myndir um þau húsakynni sem við áttum eftir að gista í, en þegar við opnuðum dyrnar á vistaverum okkar hugsa ég að fleiri hafi gert það sem við gerðum, við lokuðum aftur, fullviss að við værum að taka feil. Svo glæsileg voru þau húsnæði sem við áttum eftir að gista í næstu sex daga. Ekki reyndust orð umdæmisstjóra rétt, er hann lýsti húsakynnum fyrir ferðina nema hvað helst sánunni, rétt var að þær þýsku fara allar naktar í hana.. Það var ánægður hópur, sem mætti í kaffi kl. 11 næsta morgunn, sólin skein á himni og allir geisluðu af ánægju með staðinn og tilveruna, og hitinn um 23 gráður í forsælunni. Todtmoos er lítið bæjarfélag sem við kíwanisfélagar næstum yfirtókum svo margir vorum við, miðað við fólksfjölda. Þaðan fórum við svo stuttar dagsferðir um nágrennið. Einn dag fórum við til Titisee þar er mikið og fallegt vatn, sem við gátum fengið okkur vélbát og dólað um vatnið. Dag einn gekk ég undirritaður ásamt Kötlufélaga Þresti Jóns- syni og syni hans 7 kílómetra leið um Svarta- skóg, í sól og myrkva skógarins, ánægjuleg gönguferð sem ég hef ekki viljað missa af. Deginum eftir sátum við níuhundraðasta fund Heklu þar sem við nutum gestrisni þeirra Heklufélaga. Um kvöldið höfðu fararstjórar okkar fengið leyfi bæjarstjóra til að gera undanþágu með dansleik í einu samkomuhúsinu að mat loknum. Var það haft í flimtingum að Bjarni M. hafi kynnt bæjarstjóra fyrir umdæmisstjóra Kíwanis á íslandi og bæjarstjórinn hefði verið svo upp með sér að vera kynntur fyrir svo háum embættismönnum að eftir það hefði allt verið leikur einn. Lokadagur okkar í Todtmooser endaði með hvítvínsveislu, sem þeir félagar Ævar og Bjarni M. buðu til, veislu sem verður í minnum höfð. Að henni lokinni færðu gest- gjafar öllum gjöf til mynningar um dvöl okkar í ferðinni, vasabók með gylltu letri, sem á stóð: Ferð Kíwanismanna á Evrópuþingið í Basel. Að því loknu skáluð allir fyrir gest- gjöfunum og ekki síst umboðsmanni Anhaus- er á íslandi Sigurði Tómassyni, fyrir þessa höfðinglegu sendingu, sex kassa af Anhauser. Því næst var haldið á útisvæði hótelsins þar sem haldin var mikil grill- og grísaveisla. Fararstjórar okkar fóru þar á kostum eins og þeim einum var lagið. Síðan var dansað til morguns við dynjandi glaum og gleði. Föstudagurinn 7. júní rann upp með grenj- andi rigningu svo vart var fært rnilli húsa. Todtmooser Hof var hvatt með söknuði, og við aftur á ný á leið til nýrra ævintýra, nú á leið til Basel á Evrópuþing Kíwanismanna, þar sem við buðum fram okkar mann í Alheimsstjórn Kíwanis. Hótel okkar í Basel Hótel Evrópa var aðeins fimmínútna gangur frá þingstað, þar sem við sóttum gögn okkar og því næst vorum við viðstaddir setningu 18 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.