Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 20

Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 20
Þorbjörn Karlsson Kiwanis International Er hreyfingin í raun alþjóðleg eða erum við bara í þykjustuleik? Á þessu ári voru liðin 70 ár frá stofnun Kiwanishreyfingarinnar. Það var hinn 21. janúar 1915, sem fyrsti Kiwanisklúbburinn var formlega stofnaður í Detroitborg í Michig- anríki í bandaríkjunum, og er sá dagur síðan talinn afmælisdagur hreyfingarinnar. Nú þykja 70 ár ekki sérlega hár aldur í sögu eins félagsskapar, og sjálfsagt eru mörg þau félög og stofnanir, sem státað geta bæði af hærri aldri og meiri og lengri afrekaskrá en við Kiwanisfélagar. En tímamót eru það engu að síður og full ástæða til að staldra við, horfa yfir farinn veg og reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig til hefur tekist. Kiwanishreyfingin var í upphafi takmörkuð við Norður-Ámeríku, þ.e. Bandaríkin og Kanada. Fyrsti klúbburinn í Kanada var stofnaður í Hamiltonborg í Ontariofylki í nóvember 1916. Hreyfingin hefur því verið „international" í þeirri merkingu, sem lögð er í það orð í enskri tungu. Nafnið Kiwanis International var hins vegar ekki tekið upp fyrr en á ársþingi hreyfingarinnar í Denver í Kólóradoríki árið 1924. Enn var útbreiðsla hreyfingarinnar þó einskorðuð við þessi tvö lönd, Bandaríkin og Kanada, um margra ára skeið. Það var svo ekki fyrr en á ársþinginu í Toronto 1961, að samþykkt var að gera hreyfinguna í raun alþjóðlega, en hér á landi var fyrsti klúbburinn stofnaður í janúar 1964. Það var Kiwanisklúbburinn Hekla, og átti hreyfingin því 20 ára afmæli hér á landi á síðasta ári. Kiwanishreyfingin hefur sem sé um það bil þriðjung ævinnar haft á stefnuskrá sinni alþjóðlega útbreiðslu. Mér finnst þó alltaf, þegar ég sé tölurnar um dreifingu félaga um hina ýmsu heimshluta, að það sé meira í orði en á borði, að hreyfingin geti með sanni kallast alþjóðleg. Yfir 90% af félögunum eru búsettir í Bandaríkjunum og Kanada, í Evrópu er tæp 6% félaganna, rúm 2% í Asíu og síðan er um 1,5% dreift um Ástralíu, Suður- og Mið-Ameríku og Afríku. Það er því ansi langt frá því, að jafnvægi sé um byggðir heimsins að því er varðar útbreiðslu Kiwanis. Það er kannski óraunhæft að bera saman Norður-Ameríku og aðra hluta heimsins eins og hér hefur verið gert. Og þó - í Evrópu ættu skilyrðin að vera ekki svo mjög ólík því sem er í Ameríku. Enda er það svo, að þar er yfir helmingur af Kiwanismönnum utan heima- slóðanna í Bandaríkjunum og Kanada. En ef þess er gætt, að í Vestur-Evrópu búa tvöfalt fleiri en í Norður Ameríku, sjáum við, að hlutfallslega er í Evrópu aðeins einn Kiwanis- maður á móti hverjum 35 í Ameríku. Það er aðeins á íslandi, sem við stöndum okkur vel að þessu leyti í samanburði við Bandaríkin. Við erum hér um 1250-1300 Kiwanismenn, í Bandaríkjunum um 260-270 þúsund. Með tilliti til þess, að í Bandaríkjun- um er íbúafjöldinn um 1000-faldur íbúafjöld- inn á íslandi, má segja, að Kiwanishreyfingin á íslandi sé fimmfalt sterkari en Kiwanis í Bandaríkjunum. Og ef við lítum til Evrópu eru tölurnar okkur enn hagstæðari: við erum næstum 200 sinnum fleiri Kiwanismenn á íslandi en að meðaltali í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Þetta er að sjálfsögðu leikur með tölur og kanski ekki mikið mark á honum takandi. En tölurnar tala þó sínu máli, og ef við skyggn- umst örlítið dýpra kemur í ljós, að e.t.v. er ekki allt sem skyldi. í grein, sem Eyjólfur Sigurðsson fyrrverandi Evrópuforseti og ný- kjörinn fulltrúi Evrópu í heimsstjórn Kiwan- is, skrifaði í 15 ára afmælisblað Kiwanis- klúbbsins Esju, sem hann nefnir “Þarf að breyta skipulagi og vinnubrögðum í hreyfing- unni“, nefnir hann, að þegar hann kom í hreyfinguna sem stofnfélagi í Kiwanisklúbbn- um Heklu í ársbyrjun 1964, voru Kiwanisfé- lagar í alheimssamtökunum taldir um 300 þúsund talsins. Og ég minnist þess, þegar ég var umdæmisstjóri starfsárið 1978 - 1979, að við fengum senda upplýsingabæklinga frá heimsskrifstofunni, þar sem skýrt var frá því með stríðsletri, að félagar í Kiwanis væru nú orðnir 300.000. Nýjustu opinberar tölur um 20 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.