Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 24

Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 24
3.5. Kjör fulltrúa í heimsstjóm Kiwanis Þá var komið að þeim dagskrárlið, sem íslensku fulltrúarnir biðu eftir með mestri eftirvæntingu. Eins og fram hefur komið voru frambjóðendur þrír, þ.e. Eyjólfur Sigurðsson frá íslandi, Emile Blaimont frá Belgíu og Roger Luccioni frá Frakklandi. Mótframbjóð- endur Eyjólfs vour því báðir frá sama umdæm- inu, Benelux-Frakklandi-Mónakó. Eins og við var búist dreifðust atkvæðin frá þessu stærsta umdæmi Evrópu á milli frambjóðend- anna tveggja, þó að sennilega hafi einhverjir frá umdæminu kosið Eyjólf. Alla vega var það ekki nóg til þess, að úrslit fengjust í fyrstu umferð. Atkvæðatölur urðu þessar: Fyrri Síðari umferð umferð EmileBlaimont 78 - Roger Luccioni 129 157 Eyjólfur Sigurðsson 175 223 Auðir/ógildir 3 2 Atkvæði samtals 385 382 Eyjólfur var þannig kjörinn með glæsibrag og veit ég, að hann á eftir að vera skeleggur fulltrúi Evrópu á vettvangi heimsstjórnar Kiwanis í Indianapolis. 3.6. Tillögur um lagabreytingar Að venju bárust nokkrar tillögur um breyt- ingar á stofnskrá og lögum Evrópuhreyfingar- innar fyrir þetta þing. Áður er getið um tillögu Evrópustjórnar um hækkun gjalda og hverja afgreiðslu hún hlaut, en auk hennar bárust 5 tillögur frá einstökum klúbbum í Evrópu. Allar þessar tillögur voru sendar til klúbbanna í mars/apríl sl. í samræmi við lög Evrópusam- bands Kiwanis, og því er ekki ástæða til að fara nánar út í efni þeirra hér. En í ljósi þess, hverja afgreiðslu tillaga stjórnarinnar um hækkun gjaldanna hafði hlotið, ákvað Ev- rópuforseti, Olav Sunde, að gera könnun á meðal þingfulltrúa á því, hve margir þeirra hefðu komið til þings búnir undir það að fjalla um þessa tillögu. Kom þá í ljós, eins og verið hafði með hækkunartillöguna, að mikill meiri- hluti fulltrúanna hafði ekki fengið neinar upplýsingar um tillögurnar, áður en þeir héldu til þings. Að fengnum þessum upplýsingum taldi Olav Sunde tilgangslaust að fjalla frekar um þessar tillögur og tók málið út af dagskrá án frekari afgreiðslu. Létu þingfulltrúar það gott heita og var engum mótmælum hreyft vegna þessarar ákvörðunar. 3.7. Önnur mál Að loknum hefðbundnum þingstörfum flutti verðandi Evrópuforseti, Ulrich Zim- mermann, sína stefnuræðu og lýsti fyrirhug- uðu starfi á næsta starfsári. Þar á eftir var boðið til næsta Evrópuþings, sem haldið verður í Bergen í Noregi. Var í því sambandi sýnd kvikmynd frá Bergen. Þingstörfum var síðan slitið um kl. 13.00. 4. Eftirmáli Að loknum hinum hefðbundu þingstörfum buðu tvö af Evrópsku umdæmunum til opins húss, en þau voru Norden og ísland. Þeir norsku voru á undan og var þar mikið fjör og gleðiskapur og ánægjulegt að sjá, að þeir samglöddust okkur innilega með það, að Eyjólfur Sigurðsson skyldi hafa náð kjöri sem fulltrúi Evrópu í heimsstjórninni. Frá Norden veislunni var haldið til íslands- veislunnar, sem haldin var úti í garði við Hotel Europe, sem íslendingarnir bjuggu á. Þarna var á boðstólum íslenskur matur og drykkur, hangikjöt, hákarl og brennivín, og þar að auki bjór og hvítvín fyrir þá sem með þurftu til að renna hinu niður. Þessi veisla hafði greinilega verið vandlega undirbúin og var hún að öllu leyti íslenska umdæminu til sóma. Jafnvel veðurguðirnir voru samvinnuþýðir og settu á svið dæmigert íslenskt veður með hæfilegum vindgusti og hita, sem engan þjakaði. Á laugardgskvöldið var svo haldið hið hefðbundna Evrópuball, “galaballið“, svona til staðfestingar á því, að nú væru öllu lokið að þessu sinni. Ballið var haldið í ráðstefnu- höllinni, en þar var hátt til lofts og vítt til veggja. Fór þessi samkoma vel fram, og var ekki annað að heyra en allir hefðu skemmt sér hið besta. Flestir íslensku fulltrúarnir, sem þingið sóttu, ferðuðust saman í rútubíl frá Luxem- burg í gegnum Svartaskóg í Þýskalandi til Basel. A leiðinni dvaldist hópurinn í nokkra daga á sumarhóteli í Svartaskógi, og var það mál þeirra, sem tóku þátt í þeirri för, að hún hefði tekist frábærlega vel. Sá sem þessar línur ritar átti þess ekki kost að slást í för með þessum hópi, en vonandi verður einhver þátttakendanna til þess að skrá ferðasöguna annars staðar í þessu blaði. Um þetta Evrópuþing hef ég ekki miklu við að bæta að sinni. Við Islendingar megum vel við una, að okkar fulltrúi náði kosningu til æðsta embættis, sem evrópskum Kiwanis- mönnum stendur til boða innan heimshreyf- ingarinnar. Um aðrar málalyktir ýmsar er kannski tilefni til einhverra hugleiðinga, sem vera má að ég reyni að gera frekari skil síðar. 24 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.