Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 25

Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Blaðsíða 25
MS félag íslands leitar tíl þín um stuðning MS félag íslands (Multiple Sclerosis) leitar til ykkar eftir aðstoð. Multiple Sclerosis er algengasti sjúkdómur í miðtaugakerfi í ungu fólki og herjar aðallega á fólk sem er í blóma lífsins, þ.e.a.s. frá 15-^15 ára. Á þessu aldursskeiði er fólk yfirleitt að vinna sig upp í störf, er í námi, að stofna heimili og ekki síst að eignast börn. ísland er hátíðnisvæði fyrir þennan sjúkdóm. Á íslandi eru um 200 manns haldnir þessum ólæknandi sjúkdómi og mætti einnig nefna, að á Bretlandi eru um 50.000 með MS og í Bandaríkjunum um 250.000. Áhrif á fjárhag landsmanna er miklu meiri en fjöldi sjúklinga gefur til kynna. Sjúkdómurinn lýsir sér m.a. með lömun og stjórnleysi í útlimum, skynjunartruflunum, blindu og tvísýni, erfiðleikum við gang og jafnvægisleysi. Margir eru bundnir hækjum, hjólastól eða eru rúmfastir. Þrátt fyrir þessu alvarlegu einkenni geta sumir unnið allt að því fullt starf, með aðstoð og hjálpartækjum á vinnustað og heimilum, með ferðaþjónustu og þjálfun. Til þess að koma til móts við þessa þörf vantar allverulega aðstöðu til vistunar sem býður upp á iðju/sjúkraþjálfun og aðhlynn- ingu fyrir MS fólk. Þörf er fyrir langlegusjúklinga og þá sem eru í slæmu kasti, en eiga eftir að lagast með hjúkrun og þjálfun. Einstaklingsíbúðir sér- hannaðar fyrir fatlað fólk og ekki síst dag- deild, sem léttir á heimilum og gerir aðstand- endum kleift að komast til vinnu, þar yrði sjúklingum boðið upp á þjálfun og félagslega aðstoð. Dagdeild er miðpunktur í þessari áætlun og væri hagstæðast að sameina alla þessa starf- semi á einn stað. Þarna myndu sparast veru- lega fjárhæðir ef miðað er við kostnað á spítalarúm sem virkilega eru af skornum skammti fyrir slíka starfsemi. Við leitum eftir aðstoð til ykkar. Stefnan er: sjálfstæður rekstur af meðlimum MS félagsins og með þeirri félags og fjárhags- aðstoð sem íslenskt Tryggingarkerfi býður uppá. Við höfum kynnt okkur starfsemi MS félaga víða erlendis, t.d. í Kanada, Swiss og í Bretlandi. Multiple Sclerosis er ein stærsta ráðgáta læknisfræðinnar, þrátt fyrir að milljörðum dollara sé varið til rannsókna, er ráðgátan enn hulin, sam er ótrúlega margt virtað um sjúkdóminn. Krabbameinsfélag íslands hefur veitt okkur aðstöðu til skrifstofu og fundarhalda. Hvað kemur MS þér við? MS er ekki einkamál fárra. MS kemur öllum við. MS er algengasti sjúkdómurinn í miðtauga- kerfi hjá ungu fólki. Enginn veit hver fær hann eða hvers vegna. Það eina sem er nokkurn veginn öruggt er að hann herjar á fólk á aldrinum 15-45 ára. Tíðnin er há á vissum svæðum heims. ísland tilheyrir slíku svæði. MS er læknisfræðileg ráðgáta. MS félög víða um heim stuðla að auknum rannsóknum til þess að leysa gátuna um orsök og lækningu. En meðan leitað er að lausninni, berst hópur fólks við margbreytileg, oft mjög erfið og alvarleg einkenni, sem geta valdið varanlegri fötlun. MS félag íslands er félag þessa fólks hér og þeirra sem standa með þeim. Það vill stuðla að aukinni samstöðu, fræðslu og söfnun upplýs- inga, auknum rannsóknum, betri meðferð og þjónustu. Hið brýnasta á dagskrá nú, er að félagið eignist aðstöðu fyrir starfsemi sína og fjár- magn til að geta veitt MS fólki þá þjónustu sem það telur þörf á. Vilt þú styðja við bakið á þessum hópi? Félagið mun senda þeim sem styrkja það, upplýsingar um starfsemi sína. MS félag íslands Pósthólf 1043 121 REYKJAVÍK K-FRÉTTIR 25

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.