Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 6
í Heklu sem verður við þessa sam- einingu annar stærsti klúbburinn í umdæminu með 56 félaga á eftir Helgafelli í Vestmannaeyjum sem telur 71 félaga. Fleiri sameiningar á döfinni? Kiwanisfréttir hafa hlerað það að fleiri sameiningarhugmyndir hafi verið reifaðar en ekkert er ákveðið í þeim efnum enn sem komið er. Þó að flestum sé sárt um það að sjá klúbbinn sinn hverfa af kortinu þá er það þó betra að hann sameinist öðrum klúbbi en að félagarnir hætti í Kiwanis. Með þessu vinnst tvennt, félagar tapast ekki úr hreyfingunni og eftir stendur einn öflugur klúbbur sem getur tekist á við verkefni sem smærri klúbbar ráða ekki við. Hætt við stofnun Hvamms í Reykjavík Nýklúbbanefnd gerði nokkrar heið- arlegar tilraunir til að koma á lagg- irnir hádegisverðarklúbbi og var kominn klúbbur í aðlögun með nafninu Hvammur sem hélt fundi í Kiwanishúsinu í Reykjavík. Það tókst þó aldrei að fá nægilega marga félaga til þess að ákveða þátttöku svo að ekkert varð úr framhaldinu. Nokkrir félaganna hafa gengið til liðs við aðra klúbba í Reykjavík. Bestir í Þórssvæðinu A svæðisráðstefnu Þórssvæðisins 30. nóvember síðast liðinn tilkynnti Soffía Jacobsen fráfarandi svæðis- stjóri að Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ hefði verið valinn besti klúbburinn í svæðinu starfsárið 1995-96. Björn Ingi Rafnsson for- seti Geysis var valinn besti forsetinn og Þorsteinn Sigurðsson ritari Heklu, var valinn besti ritarinn í svæðinu. Lagakróku Ný lög samþykkt á Umdæmisþinginu Á umdæmisþinginu í Kópavogi í ágústmánuði s.l. voru samþykkt ný lög umdæmisins og ný lög Kiwanis- klúbba. Þetta var löngu orðið tíma- bært þar sem lögin hafa ekki verið samræmd stöðluðum lögum Al- þjóðasambands Kiwanis í áratugi. Eldri lög voru byggð á útgáfu frá KIE (Evrópusambandinu) en það hefur nú sjálft fengið nýtt nafn, KI- EF, ný lög og nýtt hlutverk. Hin nýju lög eru efnismeiri og ítarlegri en hin gömlu og því ætti að vera auðveldara að starfa eftir þeim. Þingfulltrúar voru þó ekki sáttir við málfarið í nýju lögunum og fóru fram á það að það yrði lagfært. Laganefndin bar því upp tillögu um að íslenskufræðingur yrði látin yfir- fara textann áður en hann yrði prentaður, án þess að gera á þeim efnislegar breytingar. Að þessu skil- yrði fullnægðu samþykkti þingið lögin, en áður höfðu verið gerðar á þeim nokkrar lagfæringar. Islensku- fræðingurinn Þorleifur Hauksson tók að sér að lagfæra textann og hafa lögin nú verið prentuð í „Félagatali og Lögum“ umdæmisins og send út til allra Kiwanisfélaga. Klúbbfor- setar eru beðnir um að fjarlægja handrit af fyrri útgáfu laganna úr handbók fræðslunefndar. Þeir klúbbar sem þess óska geta fengið send hin nýju lög í A4 stærð til þess að setja inn í fræðsluhandbókina. Þetta verkefni laganefndar er búið að taka þrjú ár. í laganefnd þeirri sem þýddi og undirbjó útgáfu hinna nýju laga voru Arnór Pálsson, Eldey Kópavogi, Hermann Þórðarson, Eldborg Hafnarfirði og Ingvar Magnússon, Eldey Kópavogi. Stofnun klúbba Sp. Hver er munurinn á full- gildingu og vígslu annars vegar og „í aðlögun “ og klúbbstofnun hins vegar og hvað réttindi veita þessi stig nýjum klúbbi? Sv. Það eru þrjú stig í stofhun nýrra klúbba og miðast öll við fé- lagafjölda. Fyrsta stigið er klúbbur í aðlögun (in formation) eins og við köllum það, en þýðir í raun í mótun og hefst þegar hópurinn hefur náð tölunni fimmtán (15). Þá er afhent skjal um klúbb í aðlögun ((Certifi- cate for a club in formation). Gert er ráð fyrir því að þetta skírteini gildi í sex mánuði. Þessu stigi fylgja engin sérstök réttindi. Slíkur hópur má ekki kalla sig Kiwanisklúbb. Þá hefst undirbúningurinn að sjálfri klúbbstofnuninni (organization) en það gerist þegar félagarnir eru orðn- ir tuttugu (20). Þá er afhent stofn- skjal (Certificate of Organization). Starfsreglur Kiwanis kveða á um að slíkur klúbbur hafi sex mánuði til að fjölga félögum í tuttugu og fimm (25), en það er sú tala sem þarf til þess að klúbbur fái fullgildingu (charter) í Evrópu. Bandarfkjamenn hafa þetta öðruvísi. Alþjóðasam- bandið lítur svo á að þegar búið er að stofna klúbbinn með tuttugu (20) félögum sé hann orðinn fullgildur klúbbur. Vígsluhátíðin (Charter Night) er í þeirra augum aðeins formsatriði. ítarlegar upplýsingar um þetta eru í handbók fræðslu- nefndar sem allir Kiwanisklúbbar í umdæminu eiga í sínum fórum. En því miður hafa hugtökin ruglast í íslensku þýðingunni sem stuðst er við í þeirri bók. Sú alvarlegasta er að „organization," klúbbstofnun, er þar kölluð fullgilding. Fullgildingin er það sem við höfum kallað vígslu, sem er vafasöm þýðing á orðinu „charter“ sem þýðir í reynd að lög- gilda. íslenska orðið vígsla er það sem á ensku er kallað „dedication“ eða „consecration“ sem myndi m.a. þýða helgun á okkar máli sbr. hjóna- vígsla eða vígsla kirkju. Þegar talað er um fullgilda klúbba, sem eru klúbbar með öll réttindi Kiwanis- klúbba, í enskri útgáfu umdæmis- laganna, þá eru þeir ætið nefndir „chartered clubs.“ Svona orðabrengl rugla menn sjálfsagt í rýminu og vonandi verður úr þessu bætt í næstu útgáfu. 6 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.