Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 10

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 10
Fræðsluhorn Ágætu Kiwanisfélagar Nú er nýtt starfsár hafið og nýir em- bættismenn hafa tekið formlega við embættum sínum og þá er tilvalið að rifja upp ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Við í fræðslunefndinni höfum í samráði við umdæmisstjóra ákveðið að leggja aðalmarkmið okkar á nefnd- arstörf. Eigi Kiwanisklúbbur að geta náð árangri í starfi er nauðsynlegt að nefndir starfi vel og til þess að svo geti orðið þurfa nefndirnar að vera skipaðar félögum sem geta hugsað sér að vinna saman að hlutverki viðkom- andi nefndar og þar með starfsemi Kiwanisklúbbsins og að halda fundi reglulega og skrá fundargerðir um fundi nefndanna og gefa skýrslu á almenn- um fundum klúbbsins sé þess krafist. Styrktarnefnd er ein af þeim nefndum sem oft mæðir mikið á. Nefndin vinnur úr tillögum sem henni berast, hvort heldur þær koma frá fundum eða frá félögum. Einnig kann- ar hún sjálfstætt verðugt styrktarverk- efni. Inn í þessa mynd bætast svo styrktarþegar og leiðir til fjárölfunar. Sé starfandi fjáröflunarnefnd í klúbbnum myndi hún sjá um fjárhags- hlið málsins í samráði og samstarfi við styrktarnefnd. Að öðru leyti sér nefndin um framkvæmd og afgreiðslu þess styrktarverkefnis. Öll styrktarverkefni hversu lítil sem þau eru eiga að fara til lokaaf- greiðslu á klúbbfundi. Dagskrárnefnd. Nefndin útbýr dagsskrá fyrir tímabilið 1. október til 30. september eða eitt starfsár klúbbs- ins. Undanskildir eru sumarmánuð- urnir júní, júlí og ágúst. Þar sem veitingar eru í góðu lagi ætti nefndin að sýna þá háttvísi að senda veitingarfólki stutt þakkarbréf eða á annan hátt koma þökkum á fram- færi. Slíkt er klúbbnum og reyndar hreyfingunni ótrúlega til framdráttar. Að öðru jöfnu er það dagskrár- nefnd sem sér um fyrirlesara en nefndin ætti að sjá um að minnsta kosti einn fund á vetri og fá þá fyrir- lesara til að tjalla um málefni hreyf- ingarinnar. Sömuleiðis ætti hér að gera ráð fyrir að minnsta kosti einum fundi sem styrktamefnd sæi um, í tengsl- um við fyrirhuguð styrktarverkefni. Gæta verður þess að móttökunefnd sé ávallt með fyrirvara kunnugt um fyrirlesara hverju sinni. Hér hefur verið aðeins minnst á tvær nefndir af mörgum. Embættis- menn klúbbana svo og allir klúbb- félagar hafa aðgang að fræðsluhand- bók sem öllum forsetum hefur verið afhent og hægt er þar að fá meiri upp- lýsingar en hérna hefur verið minnst á um nefndir og nefndarstörf. Fræðslunefnd er tilbúin hvenær sem er að koma á fundi svo og svæð- Kiwanisklúbburinn The Kiwanis Club llwl Mánuður MÁNAÐARSKÝRSI A Svæð' Month Official Monthly Report Division 1 Félagatal: Membership record ilaga:(New) Fólagat. i byrjun mánaðar: Beg. of m. Fjöldi: eleted) Félagata. I enda mánaðar: End of m. Fjöldi: Félagar í leyfi leave of absence Fjöldi: Breytingar í mánaðarskýrslu Nýr texti er kominn í þriðju línu í katlanum: Félagatal: Membership record. Þar stendur nú : Félagar í leyfi : Leave of absence, en þetta vantaði tilfinnanlega í skýrsluna. Þarna stóð áður :Senda með nöfn nýrra félaga og þeirra sem hætta. Þessi setning á ekki lengur heima þarna, því þessar upplýsingar á að skrá á þar til gerð eyðublöð (sjá Kiwanisfréttir 3tbl. ágúst 1996, bls. 18.) isráðsfundi. Við í nefndinni förum þess á leit við þá sem hafa áhuga á að fá fræðslunefnd láti okkur vita með fyrirvara, svo og að forsetar eða svæðisstjórar sjái til þess að mætt sé á þessa fræðslufundi. Einnig erum við tilbúin að vera með námskeið í ræðu- mennsku og fundarsköpum ef ein- hverjir klúbbar hafa áhuga á. Þá vil ég minna á að öll gögn sem senda á til umdæmisins séu merkt Umdæminu Ísland-Færeyjar svo að þau komist til skila. Þá viljum við ítreka að handbækur fræðslunefndar eru fyrir alla félaga sem vilja afla sér fróðleiks um Kiwanishreyfinguna en ekki bara fyrir forseta og embættismenn klúbbana. Einnig viljum við minna þá klúbba á sem enn hafa ekki skilað inn gömlum fræðsluhandbókum að gera það sem allra fyrst. Að lokum viljum við í fræðslu- nefndinni óska öllum Kiwanisfélög- um og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs. f. h. frœðslunefndar Þyrí Marta Baldursdóttir, formaður frœðslunefndar 1996-1997 ■jKj'tlfdni&v-'ikíln í JANÚAR 1997 Að venju heldur Alþjóðasamband Kiwanis upp á afmæli Kiwanis- hreyfingarinnar með því að halda Kiwanisviku í þeirri viku janúar- mánaðar sem afmælisdaginnl9. janúar, ber upp á, þannig að Kiw- anisvikan í ár er 19. - 25. janúar 1997. Umdæmisstjórn mun fara þess á leit við klúbbana að þeir helgi þessa viku Kiwanishreyf- ingunni og málefnum hennar og velji ræðumenn á fundum með tilliti til þess. Umdæmisstjórn hefur farið þess á leit við EIN- HERJA, félag fyrrverandi um- dæmisstjóra, að það skipuleggi og standi að ráðstefnu um Kiwanismál í Kiwanishúsinu að Engjateigi 11 í Reykjavík, laugardaginn 25. janúar 1997, í samvinnu við umdæmis- stjórn. Sérstök áhersla verður lögð á Joðverkefnið og eru nýir félagar hvattir til að mæta á ráðstefnuna, en aðgangur að henni verður ókeypis. Dagskráin verður auglýst síðar. Þessir sömu aðilar stóðu að slíkri ráðstefnu hinn 13. janúar s.l. og var almenn ánægja með hana. 10 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.