Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 14
'/Ctnnt innan /Oh4hís\ Að loknu þingi okkar langar mig til að deila með ykkur félagar, stöðu kvenna innan hreyfingarinnar hér á landi. Það er dapurt til þess að hugsa að félagi okkar þurfi að koma í pontu og tjá okkur um þá tilfinningu sína að um mótbyr sé að ræða innan hreyfingar- innar vegna kynferðis viðkomandi. Ef við lítum aðeins til baka og reynum að glöggva okkur á hver staða konunnar í hreyfingunni hefur verið og hvað hugsanlega liggur til grund- vallar þessari tilfinningu, þá verðum við að fara aftur til þess tíma er Allen Browne, stofnandi Kiwanis, taldi að hverskonar bræðraklúbbur hentaði kaupsýslumönnum. Hverjir voru kaupsýslumenn? Það voru karlar því konan var heima að hugsa um bónda sinn og börn. Þær betur efnaðari höfðu að sjálfsögðu þjónustufólk, en þær minna efnuðu þurftu að vinna úti og þá í verksmiðjum sem öllu áttu að breyta í hinum vestrænu þjóðfélögum þess tíma. Það gefur því auga leið að ekki var verið árin 1914-15, að skipu- leggja samtök þar sem konur hefðu rétt til þátttöku til jafns við karla. Tökum ummæli sem viðhöfð voru í amerískum Kiwanisklúbbi árið 1974 um að sérstakt fyrirbæri vofði yfir. Frjálshyggjukonan sem átti að vera : „ákveðin, frek, herská, ögrandi, men- ntuð, sjálfstæð og merkilegt nokkuð, hún var talin hæf. Á hinn bógin var hún talin dragbítur á Kiwanishreyf- inguna. Það var enginn vafi á hvert kynferði meðlimanna átti að vera. Fé- lög eins og Kiwanisklúbbarnir voru hefðbundin karlasamfélög þar sem markmið voru sérhönnuð fyrir karla af körlum. Látum þessar staðreyndir áfram vera sögulegar staðreyndir, en nú er öldin önnur og konur eru virkir þátttakendur í viðskiptum. Þær eru forstjórar, framkvæmdastjórar, eig- endur fyrirtækja og stjórnendur á ýmsum sviðum. Með öðrum orðum þær eru ekki lengur bara heima. Hvað með aðild kvenna að rót- grónum klúbbum? Persónulega tel ég heillavænlegra að breyta ekki stærstu klúbbunum hér með því að gera þá að blönduðum klúbbum. Alls ekki í stærstu bæjunum. Málið snýst þó ekki Þórhildur Svanbergsdóttir um þá tilfinningu að verið sé að troða einhverjum um tær. Miklu frekar um samvinnu og að flýta sér hægt í þess- um málum. Þetta er skoðun mín eftir heimsóknir í hefðbundna karlaklúbba hér á landi en ég nýti mér lærdóms- ríkar og ánægjulegar móttökur þar til að byggja á í framtíðinni. Síðan eru hins vegar félagar innan hreyfingarinnar sem líta á aðild óháða kynferði. Það þótti þó ástæða til að taka það fram á Heimsþingi 1987, að gera ráð fyrir sömu skilyrðum fyrir aðild að öllum Kiwanisklúbbum inn- an Alþjóðasambandsins og að hver klúbbur hefði vald til að ákveða hverj- ir fengju aðild. Hvað lesl þú út úr þessu og því sem á eftir kom: „að þessu væri á engan hátt beint gegn að- ild kvenna að Kiwanisklúbbum“? Var ástæða til að taka þetta sérstaklega fram? Líttu síðan á bæklingin sem Um- dæmið Ísland-Færeyjar hefur gefið út, „Hvað er Kiwanis“? Þar stendur að Kiwanis sé alþjóðleg þjónustuhreyf- ing aðila sem hafa áhuga á því að taka virkan þátt í að bæta samfélagið. Það er heldur ekki tíundað sérstaklega um kvennaklúbba í kaflanum um hreyf- inguna í nútíð og fortíð. Þetta líst mér ljómandi vel á. Hins vegar er það hlutverk og skylda allra Kiwanis- félaga að fjölga í hreyfingunni og leita að konum og körlum sem vilja starfa með okkur að útbreiðslu þess sem Kiwanishreyfingin stendur fyrir: „Að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess en verðmæti af verald- legum toga spunnin.“ Snýst ekki málið um það? Kona snúðu vörn í sókn. Nýttu þér heimspeki Allen Brownes: „ÁRÆÐI GEFUR ÁRANGUR“ fyrir þig og gerðu hana að heimspeki manngildis. Gerðu þig sýnilega. Bjóddu þig fram til æðri embætta ef þú æskir þess. Hættu að væla! Farðu að vinna og skapaðu grundvöll fyrir frekari samvinnu. Sýndu fordæmi fyrir því hvernig hægt er að ná betri árangri með samvinnu. Láttu verkin tala! Engin getur gert það fyrir þig. Enda getur það ekki verið ósk þín að aðrir vinni að því fyrir þig að þínar eigin óskir og væntingar gangi eftir. Farðu að starfa innan hreyfingarinnar af því að þú ert fyrst og fremst einstaklingur sem hefur valið þér að starfa innan Kiwanis, vegna þeirra markmiða sem hreyfingin hefur sett sér og þeirra hæfi- leika og mannkosta sem þú ræður yfir. Kiwanishreyfingin leggur áherslu á manngildi og eflingu samfélags- kenndar meðal félaganna. Eg get ekki lesið út úr þessu að það eigi eingöngu við um annað kynið. Komdu fram sem Kiwanisfélagi. Kynntu þig sem Kiwanisfélaga. Hættu að tala um það að þú sért kona, það sjá það allir. Hvenær heyrir þú karl innan hreyfin- garinnar benda öðrum félögum á það að hann sé karl? Hitt er ljóst að það er munur á okkur, bæði líffræðilegur og hins vegar hvernig við vinnum og hvaða tíma við höfum til þess að vinna þau störf sem okkur eru ætluð sem virkum félögum. Mér finnast orð Jóns Sig- urðssonar höfða til okkar er hann sagði: „Sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum við.“ Þannig náum við árangri. Látum aðra menn- ingarheima líta til okkar og segja: „Svona viljum við félagar í Kiwanis vinna saman, konur og karlar.“ Til félaga minna af sama kyni legg ég til: Förum fram völlin sem Kiwanis- félagar, konur erum við. Sjáumst í staifi og leik, allirfélagar Þórhildur Svanbergsdóttir Kiwanisklúbbnum, Emblu, Akureyri 14 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.