Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Blaðsíða 16
Kiwanisdúkkuna vildi ég sjá á öllum sjúkrahúsum sem hafa börn til meðferðar. Ég kynntist henni á Evrópuþing- inu í Sviss síðastliðið vor. Norðmenn voru að kynna hana þar. Þessi litla einkenna- lausa tuskudúkka hefur hjálp- að mörgu barninu að takast á við þá erfiðleika sem mæta því í framandi umhverfi sem sjúkrahús er þeim yfirleitt. Þegar barnið leggst inn á sjúkrahús taka Kiwanisdúkkan og hjúkrunarfræðingurinn á móti því. Barnið fær dúkk- una og í gegnum hana nálgast hjúkrunarfræðingurinn það. Hann sýnir því dúkkuna, hvað er í vændum og lætur svo barnið teikna andlit, hár o.fl. á hana. Á meðan á sjúkrahúsvistinni stendur gengur dúkkan í gegnum það sama og barnið og fylgir því allt sem það fer, á röntgen, skurðstofur o.fl. Dúkkan fær e.t.v. sprautu, saum eða plástur eftir atvikum og barnið hjálpar til. Við heimferð er dúkkan útskrifuð með barninu, því hún er gjöf frá Kiwanis- klúbbnum í byggðarlaginu. Að eiga þjáningarbróður og vin breytir miklu. Og þegar vinirnir koma heim getur barnið kynnt dúkkuna fyrir fólkinu sínu, sem skilur betur allar kringumstæður. Kiwanisdúkkan leit fyrst dagsins Ijós í Ástralíu. Ástralskir Kiwanis- félagar fengu þessa frábæru hug- inynd. Frá þeim er hún að breiðast út um heimsbyggðina á vegum Kiwanis. Ymsar leiðir eru farnar við fram- leiðslu dúkkunnar. Léreftið og tróðið fengið frá framleiðendum í saumaið- naðinum á hagstæðu verði. Ýmsir hafa tekið að sér saumaskapinn, fé- lagarnir sjálfir, vistmenn á dval- arheimilum og fangar, svo eitthvað sé nefnt. Kiwanisdúkkan hefur nú numið land á íslandi. í tilefni af 25 ára afmæli Sinawiksklúbbs- ins á Akranesi, ákváðum við að gefa 10 dúkkur á Sjúkrahús Akraness. Undirrituð kynnti dúkkuna á sjúkrahúsinu, en það er mjög mikilvægt að hjúkrunar- fræðingar og læknar séu vel meðvituð um hvernig á að nota hana og það gagn sem hún gerir. Kiwanisdúkkunni var vel tekið og þessar 10 voru fljótar að finna sér félaga. Það spyr líklega einhver að því hvað Sinawik sé að vilja með Kiwanisdúkkuna. Sinawik hefur sérstöðu því við erum aðeins til á íslandi og var hreyfingin stofnuð með því markmiði að efla kynni meðal eiginkvenna Kiwanismanna og að vera Kiwanis innan handar í ýmsum málum. Að mínu mati er þetta mjög gott verkefni sem klúbb- arnir geta sameinast um. Sameiginlegur sjóður verður stofnaður hjá Sinawik og Kiwanis á Akranesi, sem á að standa undir framleiðslu dúkkunnar. Samið hefur verið um hagstæð kaup á efni, tróði og saumaskap. Ég hef farið þess á leit við umdæmisstjórnina að hún láti búa til merkibönd sem sauma á í sauminn á hlið dúkkunnar. Á bandininu stendur Kiwanis-Kiwanis-Kiwanis. Klúbb- arnir ættu þá allir aðgang að því að kaupa merkin á sama stað í metratali. Vegna aðstöðu minnar sem hjúkr- unarfræðingur á Sjúkrahúsi Akraness mun ég sjá um að fylgja notkun dúkkunnar eftir og sjá um það að alltaf verði til dúkkur. Það er nauðsynlegt að einhver tengi- liður sé á milli klúbbanna og viðkomandi sjúkrahúss til þess að notkun dúkkunnar detti ekki niður. Eftir að hafa kynnt þetta verkefni og unnið að því hef ég á tilfinningunni að fá verkefni kynni Kiwanis- hreyfinguna betur. Það hafa allir fagnað þessum „skrýtna fugli,“ eins og Norðmenn kalla Kiwanisdúkk- una sína, - heilbrigðisstarfsmenn, foreldrar og ekki síst börnin á Sjúkrahúsi Akraness. Brynja Einarsdóttir. Brynja Einarsdóttir Þan meiddu sig bœði. 16 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.