Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 5

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 5
y{ / heimskringlunni Eyjólfur Sigurðsson Heimsforseti 1995-96 og Jerry Christiano, Heimsforseti 1996- 97, taka við viður- kenningu UNICEF, Distinguished Service Award, frá Gwendolyn Calvert Baker, forseta bandarísku UNICEF nefndarinnar. Kiwanis fær virðurkenningu fyrir joðverkefnið Viðurkenningin var afhent við mótt- töku í Washington D.C. í september s.l. þegar Kiwanis International og bandaríska UNICEF nefndin komu saman í þinghúsinu í boði „Capitol District“ (Höfuðborgarumdæmis- ins) í Bandaríkjunum. Nokkrir þing- menn voru við athöfnina m.a. Öld- ungadeildarþingmennirnir, Richard Lugar, Clayborn Pell og Strom Thurmond. Frú Calvert Baker fór miklum viðurkenningarorðum um Eyjólf fyrir forusthlutverk hans í Joðverkefninu og kvaðst ekki efast um að Kiwanis næði takmarki sínu um leið og hún óskaði honum og Kiwanis velfarnaðar í starfi sínu í framtíðinni. Eyjólfur Sigurðsson ávarpar allherjarþing sameinuðu þjóðanna Eyjólfur Sigurðsson í rœðustóli lijá SÞ. Hinn 11. desember s.l fögnuðu Sam- einuðu Þjóðirnar hálfrar aldar afmæli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. Meðal þeirra sem boðið var að ávarpa allsherjarþingið af þessu tilefni, var Eyjólfur Sigurðsson, fráfarandi Heimsforseti Kiwanis. Eyjólfur talaði um barnaverkefni Kiwanis, Börnin. Fyrst og Fremst og Joðverkefnið. Aðrir ræðumenn voru Boutros Boutros Ghali, þáverandi aðalritari SÞ, forseti allsherj- arþingsins, Razali Ismail frá Mala- ísíu, Roger Moore, farandsendiherra UNICEF o.fl. Eyjólfur átti af þessu tilefni viðræður við ráðamenn SÞ um barnaverkefni Kiwanis og samstarf Kiwanis og UNICEF í Joð- verkefninu. Þetta er ekki í fyrsta skip- tið sem Eyjólfur kemst í snertingu við Allsherjarþing SÞ, því hann var einn af fulltrúum Islands á þinginu árið 1979. Eyjólfur sagði mikla ánægju ríkja með samstarfið við UNICEF og taldi að Joðverkefnið hefði ekki getað orðið að veruleika án þess. Fjörutíu ríki hafa fengið aðstoð Kiwanis vegna IDD Frá febrúar s.l. hefur Kiwanis varið 6 miljónum Bandaríkjadala til verk- efna í fjörutíu ríkjum til þess að út- rýma joðskorti í heiminum. Þessi ríki eru: Albanía, Angóla, Belize, Bólivía, Botswana, Brasilía, Dji- bouti, Filippseyjar, Ghana, Gínea, Gínea-Bissau, Jemen, Kambódía, Kolombía, Kosta Ríka, Kirgísistan, Kína, Lesótó, Madagaskar, Malí, Mexíkó, Miðafríkulýðveldið, Nepal, Pakistan, Palestína, Panama, Parag- væ, Senegal, Suður Afríka, Sri Lanka, Tsjad, Tæland, Tyrkland, Túrkmenistan, Úkraína, Víetnam, Zaire, Zambía og Zimbabwe. Eyjólfttr Sigttrðsson með Tim Sliriver tv. og Sargent Shriver t.h. rœða sam- starfið í Kína. Samstarf vegna IDD í Kína Hundruð þúsunda barna í norð-vest- urhéruðum Kína, Sinkiang, þjást af sjúkdómum af völdum joðskorts. Ekki er hægt að beita sömu aðferð- um þarna, að joðbæta salt, vegna þess að á þessu landssvæði notar fólk ekki salt. Lausnin felst í því að bæta joði í áveituvatn þannig að joð- ið berst á þann hátt inn í fæðukeðj- una. Joðskorturinn veldur einnig áföllum í bústofni bænda á svæðinu. Nú hefur Kiwanis tekið höndum saman við hjálparstofnun sem kennd er við Joseph P. Kennedy Jr.og Thrasher rannsóknarstofnunina í Bandaríkjunum, til þess að vinna bug á þessum vanda. Kiwanis hefur veitt 100.000. Bandaríkjadölum til verkefnisins og þar af eru 10.000 frá Kennedystofnuninni. KIWANISFRÉTTIR 5

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.