Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 6
E.K. Shriver, Olympia Dukakis., Barbara Mandrell, The Oak Ridge Boys. Spennandi pró- gram í Nashville, Tennessee í júní Það verður mikið um að vera í „Kántríborginni“ Nashville, Tennes- see, þegar heimsþing Kiwanis verð- ur haldið þar í júnímánuði n.k. Að sjálfsögðu verða listamenn úr sveita- tónlistargeiranum þar áberandi. Þeirra á meðal verða söngkonan Barbara Mandrell og söngsveitin „The Oak Ridge Boys“ og fjöldi annarra lista- manna. Meðal ræðumanna sem koma fram á þinginu eru Eunice Kennedy Shriver, systir John F. Kennedys, Bandaríkjaforseta og ein af níu systkynum í hinni frægu Kennedyfjölskyldu. Eunice Kenn- edy Shriver er framkvæmdastjóri Joseph P. Kennedy, Jr. stofnunarinn- ar sem veitir fé til margs konar líkn- ar og menningarmála og heiðursfor- seti Olympíunefndar fatlaðra. Önnur þekkt kona í hópi ræðumanna er leikkonan Olympia Dukakis. Eyjólfur og Sjöfn hjá Bandaríkjaforseta Eyjólfur Sigurðsson fráfarandi Heimsforseti Kiwanis og Sjöfn Ólafsdóttir hittu Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Hvíta Húsinu í Washington D.C., hinn 20. desember s.l. Fundurinn fór frarn í skrifstofu forsetans, “Oval Office,” en tilgangurinn var að kynna fyrir Bandaríkjaforseta starfsemi Kiwanis Internat- ional og gang mála í Joðverkefninu. Bill Clinton var félagi Lykilklúbbi (Key Club)) á námsárum sínum í menntaskólanum Hope High School í Arkansas. Náið ykkur í mætingu á heimsþinginu Þátttaka í Heimsþingi veitir Kiwan- isfélögum tækifæri til þess að ná sér í mætingarviðurkenningar. Samkvæmt lögum umdæmisins okkar gefur þátttaka í Heimsþinginu tvær mæt- ingar. Þar að auki er hægt að ná í mætingu fyrir að taka þátt í annað hvort morgunverðar trúmálafundi „Interfaith Fellowship Breakfast,“ sunnudagsmorguninn 29. júní kl 7 f.h., eða í hádegisverðarfundi sem haldinn er til heiðurs félögum í „25 ára klúbbnum“ „Legion of Honor,“ mánu- daginn 30. júní kl. 12.30. Hægterað panta miða á þessa fundi á eyðublöð- um sem fylgja „Heimsþingspakkanum.“ Ertu safnari og ætlarðu á heimsþing? Ef þú ert safnari og safnar t.d. prjón- mekjum og ætlar á heimsþingið í Nashville, þá geturðu hugsað gott til glóðarinnar. Laugardaginn 28. júní kl. 9. f.h. verður hægt að skiptast á eða kaupa merki í herbergi sem merktur verður „Pin Trading Room.“ Útbreiðsla í Austur-Evrópu Kiwanishreyfingin breiðist hægt út í Austur-Evrópu, en þar starfa nú 35 klúbbar. Flestir klúbbanna eru karla- klúbbar en nokkrir eru blandaðir. Mikil þörf er á fræðslu fyrir þessa nýju klúbba en það kostar mikla peninga. Það er m.a. ein af ástæðun- um fyrir hækkun erlendu gjaldanna. Nú eru starfandi tveir klúbbar í Eistlandi, einn í Lettlandi, átta í Rússlandi (þar af 5 í St. Pétursborg), einn í Kasakstan, sex í Póllandi, þrír í Tékklandi, tveir í Slóvakíu, sex í Ungverjalandi, tveir í Rúmeníu, einn í Slóveníu, einn í Króatíu, einn í Serbíu, og einn í Makedóníu. Þess- ir klúbbar eru margir mjög einan- graðir og hafa óskað eftir sambandi við klúbba í Evrópu og Anteríku. Auk þessarar klúbba eru þrír í Finn- landi, í Helsinki, Lahti og Turku, fimm í Portúgal, einn á Spáni, í Barcelona, þrír í Tyrklandi og fjórir í Bretlandi. Ef íslenskir eða fær- eyskir klúbbar hafa áhuga á sam- bandi við þessa klúbba, t.d. vilja skrifa þeim og skiptast á fréttum, þá geta þeir sett sig í samband við Herman Verhaest, Sledderlo, 54A, B-3600 Genk, Belgíu. Fax: 089 611 6 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.