Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 9
Heimsforseti oninberrí heímsókn Anita og Jerry Christiano. Gerald P. „Jerry“ Christiano, Heimsforseti Kiwanis og Anita kona hans, koma í opinbera heim- sókn til íslands, 2.-4. maí 1997. Jerry Christiano er af ítölskum ættum. Afi hans og amma fluttust til Bandaríkjanna árið 1894 og set- tust að í Niagara Falls í New York ríki, en fjölskyldan fluttist síðar til Leicester þar sem hún hefur búið síðan. Jerry er af bændafólki kom- inn I fyrstu stundaði fjölskyldan almennan búskap en aðallega mjólkurbúskap, en síðar færðu þau út kvíarnar og auk búskapa- rins reka þau nú verksmiðju sem framleiðir fóðurvörur, „Christiano Alfalfa Milling Company” og „A.R. Christiano Farms Inc.“ Jerry stundaði nám í búvísindum við Cornell háskólann í New York ríki og lauk þaðan BA prófi árið 1957. Anita kona hans er einnig af ítölskum ættum og er fjölskylda hennar í veitingahúsabransanum. Þau Jerry og Anita eiga fjögur börn, dóttur og þrjá syni og fjögur barnabörn. Jerry Christiano hefur verið meðlimur í Kiwanisklúbbn- um York-Leicester í New York umdæmi síðan 1968. Hann varð forseti klúbbsins ári síðar og svæðisstjóri 1971-72. Hann var umdæmisstjóri New York um- dæmis starfsárið 1978-79. Hann starfaði síðan í ýmsum alþjóða- nefndum innan Kiwanis og var kosinn fulltrúi í heimsstjórn árið 1990. Jerry Christiano er ævifél- agi í Kiwanis og meðlimur í Hix- on-félagsskapnum. Joðverkefnið bjargar milljónum barna Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna,UNICEF, hefur reiknað út þann fjölda barna sem Joðverkefnið hefur nú þegar bjargað frá því að verða andlega fötluð. I mars 1997 hafa 45 þjóðir fengið aðstoð frá Kiwanis vegna sjúkdóma af völdum joðskorts. Miðað við 17. mars s.l. hefur UNICEF reiknað út að Joð- verkefni Kiwanis hafa bjargað 2,5 milljónum barna frá því að verða andlega fötluð vegna sjúkdóma af völdum joðskorts. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að verkefnið sé í raun og veru nýlega farið af stað og við ekki eini sinni hálfnuð með það. En það þarf ekki mikla fjármuni til að bjarga hópi barna frá því að verða þessum örlögum að bráð. Fyrir aðeins 1500 krónur er hægt að bjarga 20 börnum! Hafið þið séð kvikmyndina Hollands Opus? Ef svarið er já, tókuð þið þá eftir því hver af aðal persónunum bar Kiwanismerki? í klúbblaði Kiwanisklúbbsins í Dundee, Omaha, Nebraska í Bandaríkj- unum mátti lesa þessa frétt: „Rógburður um Kiwanis!“ „Tókuð þið eftir því að aðeins vondi karlinn í kvikmyndinni Mr. Hollands Opus, aðstoðar- skólastjórinn/skólastjórin, bar Kiwanismerki?” spyr ritstjóri blaðsins, Vince Pille. “Það sem verra er, er að í lok myndarinnar sem spannar þrjátíu ár þá ber hann merki fyrrverandi forseta.” Þrátt fyrir þetta mælir ritstjórinn með myndinni! KIWANISFRÉTTIR 9

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.