Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 12

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 12
réttaskot úr Ágætu lesendur. Starfið í svæðinu hefur gengið vel það sem af er starf- sári. Klúbbarnir eru að vinna rnark- visst að sínum málum jafnt í fjáröfl- unum sem í styrkveitingum. Klúbb- arnir hafa lagt áherslu á félagafjölgun. Sú vinna hefur borið nokkurn árangur því 15 nýir félagar hafa komið til star- fa. Því miður hafa á sama tíma 4 féla- gar verið strikaðir út. Raunfjölgun í svæðinu er því 11 félagar. I Eddu- svæði eru nú 226 félagar. Fyrir svæðisstjóra er það alltaf jafn ánægju- legt og uppörfandi að fara í heim- sóknir til klúbbanna og finna þá starfsgleði og þá sterku hugsjón sem ríkir hjá félögunum. í starfi mínu hef ég fengið að sjá og kynnast ótrúlegum afrekum sem margir klúbbanna hafa unnið í nútíð og fortíð. Það er þessi vitneskja sem styrkir okkur og eflir til að vinna sem best að málefnum hreyf- ingarinnar. Fyrir mörgum er það sam- viskuspurning hversu mikið vig eig- um að auglýsa og tala um störf okkar í Kiwanis, því margir kjósa að vinna starf sitt í kyrrþey. Það er virðingar- vert sjónarmið og einvörðungu af því góða. En við megum þó ekki gleynta því að allar upplýsingar (um góðverk- in) eru til þess fallnar að greiða götu þeirrar hugsjónar sem Kiwanis stend- ur fyrir, sem er að þjóna og hjálpa þeim sem minna mega sín. Með þá staðreynd í huga eigum við að vera dugleg við að upplýsa hvert annað innan hreyfingarinnar og þjóðina alla, um það sem við erum að gera hverju sinnu. Ein leið til þess að mæta þess- ari skyldu okkar er að klúbbarnir séu duglegir við að senda frá sér upplýs- ingar um störf sín. Vettvangur þeirra upplýsinga eru mánaðarskýrslur klúb- banna, Kiwanisfréttir og aðrir fjöl- miðlar. Að þessu sinni hafa klúbbarnir í Eddusvæði tekið höndum saman og sent Kiwanisfréttum ágrip af störfum sínum. Við köllum þetta „Fréttaskot úr Eddusvæði." Því miður barst ekki fréttagrein frá Korra í Ólafsvík, en ég get upplýst lesendur blaðsins um það að starfið hjá þeim Korrafélögum er með hefðbundnunt hætti. Þeir starfa vel að sínum fjáröflunum og styrktar- verkefnum. Sérstaka athygli vakti framganga þeirra í okkar sameigin- lega styrktarverkefni fyrir bágstadda í Vilníus í Lítháen. Þar unnu Korrafé- lagar mikið starf sem ber að þakka sérstaklega. Til upplýsinga fyrir les- endur Kiwanisfrétta þá vil ég geta þess að Eddusvæðið stóð fyrir sam- eiginlegri fatasöfnun fyrir bágstadda í Vilníus. I desember s.l. sendum við 20 feta gám fullan af fatnaði til Kiwanis- félaga okkar í Vilníus. Þessir félagar okkar sáum um dreyfingu á fatnaðin- um. Af öllum þeim þakkarbréfum sem borist hafa er auðséð að sendingin kom sér mjög vel, enda er fátækt ntjög almenn í Lítháen. Þetta átak sýnir hvers við eru megnug þegar samtaka- mátturinn fær notið sín. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka klúbb- unum í Eddusvæði fyrir þetta myndar- lega átak. Ágætu Kiwanisfélagar! Við í Eddusvæði sendum okkar bestu Kiwaniskveðjur. Venim jákvœð! - Verum vinir! Gísli H. Arnason svœðisstjóri Eddusvæðis. Kiwanisklúbburinn Þyrill Akranesi Heilir og sœlir! Af Þyrilsfélögum er allt gott að frétta, þakka ykkur fyrir, og hefur vetr- arstarfið verið gott. Hin árlega flug- eldasala sem er aðalfjáröflun klúbbs- ins fór fram í kringum áramót og þrett- ánda og var rjúkandi sala sem endra- nær. Á síðasta degi Jólahátíðarinnar stjórnuðu Kiwanismenn flugeldasýn- ingu á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökk- um, en þar fór í kjölfarið fram þrett- ándabrenna. Bæjarbúar fjölmenntu í skíðagöllum, börnin með litríka hatta yfir lopahúfunum og var almenn ánægja með flugeldaveisluna. Af svölum íþróttamiðstöðvarinnar var svo kunn- gjört kjör Iþróttamanns Akranes 1996 og voru margir þar til kallaðir. Hlut- skarpastur varð hinn efnilegi golfari Birgir Leifur Hafþórsson og kom val- ið fáum á óvart. Til hamingju Birgir. Jólafundur Þyrils var haldinn 14. desember og þar var tekinn inn nýr félagi, Georg Þorvaldsson, sem boð- inn var velkominn í hópinn. Því mið- ur hefur verið fækkun í Þyrli síðast- liðin þrjú ár og verður að snúa þeirri þróun við ef ekki á illa að fara. Hver klúbbur þarf að bregðast við fækkun eða stöðnun til þess að tryggja vöxt og viðgang hreyfingarinnar á næstu ár- um, þar er samtakamátturinn helsta vopnið. Jólatrésskemmtunin fór að vanda fram í Kiwanishúsinu við Vesturgötu á milli Jóla og nýárs. Þar mættu fé- lagar með börn og barnabörn og slógu á létta strengi með öðrum Jólasvein- um, þ.e.a.s. bræðrunum rauðklæddu úr Akrafjalli. Eins og fram kom í síðasta blaði Kiwanisfrétta tók Þyrill þátt í sameig- inlegu verkefni Eddusvæðis, fatasöfn- un í þágu bágstaddra í Lítháen. Skaga- menn gáfu alls 400 kíló af fatnaði sem vonandi kemur í góðar þarfir hjá þeim sem illa standa. Er félagar voru á kafi í flugeldasölu í desember barst boð frá verktökum í Hvalfjarðargöngunum um að koma og skoða framkvæmdirn- ar. Áður höfðu Þyrilsfélagar hætt við ferð í göngin þar sem mikil umferð fólks í skoðunarleiðöngrum hafði leitt til lokunar svæðisins. Sextán félagar nýttu sér tækifærið og þekktust boð verktakanna. Fannst þeim stórkostlegt að kynnast þessum umfangsmikla gangnagreftri og ekki er vafi á að þar er um mikla samgöngubót að ræða fyrir alla landsmenn. Þorrafundur var haldinn 14. febr- úar s.l. og heimsóttu okkur þá vinir okkar úr Kiwanisklúbbnum Jöklum. Ræðumaður var Stefán Hjálmarsson kennari. Þann 29. janúar mætti í pontu hjá okkur Þyrilsfélögum Jón Sveinsson stjórnarformaður íslenska Járnblendi- félagsins og ræddi um hið væntanlega 12 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.