Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 14

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 14
Kiwanisklúbburinn Jörfi Reykjavík Ágæti lesandi. Starfið í Jörfa hefur verið með hefðbundnum hætti það sem af er starfsárinu. Klúbbfélagarnir eru sem fyrr að vinna vel í fjáröflunar- og styrktarmálum klúbbsins. I nóvem- ber var samþykkt að taka þátt í sameiginlegi styrktarverkefni klúbb- anna í Eddusvæði fyrir bágstadda í Líháen. Þá hafa klúbbfélagar ákveðið að taka tvö börn í þróunarlöndunum í fóstur. Þetta er heillandi verkefni þar sem við munum með fjárframlögum sjá til þess að þessi börn fái eðlilegt uppeldi og trygga skólagöngu. Fyrir síðustu áramót var einnig ákveðið að styrkja mjög fatlað barn til kaupa á sérútbúnum stól. Þess má geta að að barnið er barnabarn eins klúbb- félagans. Fyrir Jólin afhenti klúbbur- inn matarkörfur til bágstaddra fyrir 100.000 krónur.Þetta er styrktar- verkefni sem klúbburinn hefur unnið að um margra ára skeið. Þann 19. mars kom svæðistjóri Eddusvæðis á fund til okkar og fór yfir stöðu mála í svæðinu. Á þessum fundi var Valdi- mar Jörgenson félagi í Jörfa tilnefndur sem kjörsvæðisstjóri Eddusvæðis fyrir starfsárið 1997-98. Við Jörfa- félagar óskum öllum Kiwanisfélögum nær og fjær velfarnaðar í starfi. Sigurjón Pálsson ritari. Kiwanisklúbburinn Kirkjufell, Grundarfirði Kirkjufellsfélagar eru 11 talsins í dag og má segja að þetta fólk hafi haft ærinn starfa það sem af er starfsárinu. Það byrjaði að sjálfsögðu með því að við sendum tvo af félögum okkar á umdæmisþingið í ágúst s.l. Almennir fundir hófust í september og þá var verið að ganga frá síðasta starfsári og undirbúa sig fyrir veturinn. Stjórna- skipti l'óru fram í samvinnu við Korra- félaga og tóku nokkrir félagar þátt í þeim fundi en ekki áttu allir hinna nýju stjórnarmanna heimangengt. Þess vegna var svæðistjóri kvaddur á fund okkar síðar. Á þeim fundi var ákveðið að taka þátt í fatasöfnun Eddusvæðis. Leitað var til Grund- firðinga um aðstoð og voru þeir dug- legir við að koma með fatnað til okkar. í nóvember var svo farið að huga að okkar árlegu jólapappírssölu. Okkur tókst að finna mjög fallegan pappír sem pakkað var og seldur í lok mánaðarins og gekk salan mjög vel. Höfðum við heitið félagskap hér í Grundarfirði hluta af ágóðanum en félag þetta hefur að leiðarljósi að efla vitund unglinganna okkar og kenna þeim að að hugsa sjálfstætt. Félagið heitir Tilvera og fékk það 50% af ágóða jólapappírssölunnar. Á Jóla- föstunni seldum við alíslensk útikerti úr hamsatólg og má segja að næstum hvert heimili hafi að meðaltali keypt eitt kerti en þetta er í fyrsta skiptið sem við seljum þau. Ætlunin er að þetta verði árvisst. Við gáfum svo öllum sex ára bömum í plássinu öryg- gishjálma í jólagjöf og var gaman að fara í bekkina í skólanum og afhenda pakkana, því börnin voru svo hrifinn af að fá svona stóra pakka. Eftir áramót er frekar rólegt svona til að byrja með, en leikskólinn okkar varð 20. ára í janúar og gáfum við honum af því tilefni peninga til kaupa á þroskaleikföngum fyrir unga Grund- firðinga, sem afhentir voru í afmælis- veislunni sem haldin var í leik- skólanum með pomp og prakt. Hinn 22. janúar héldum við kynningarfund og var hann haldinn í veitingastaðnum Krákunni. Þangað komu hátt í 30 manns og hlýddu á fyrirlestur um jarðhitaboranir á Snæfellsnesi. Einnig fengum við til okkar Kiwanisfélaga úr Reykjavík til þess að segja frá hreyfingunni okkar. Er það von okkar að við fáum einhverja nýja félaga til liðs við okkur í beinu framhaldi af þessum fundi, því nokkrir sýndu því áhuga. í marsmánuði höldum við Góugleði og þar er jafnan glatt á hjalla eins og á öllum okkar skemmt- unum. Svo er bara að sjá hvort okkur dettur ekki eitthvert snjallræði í hug til að framkvæma fyrir sumarið því sannast hefur að ekkert er of stórt fyrir það stórhuga fólk sem er í Kiwanis- klúbbnum Kirkjufelli. Bestu Kiwaniskveðjur Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir blaðafulltrúi. Kiwanisklúbburinn Korpa, Reykjavík Meginmarkmið Korpu þessa dagana er að tjölga í klúbbnum. Við ákváðum að útbúa létta skemmtilega bæklinga sem við töldum að næðu til kvenna á öllum aldri. Þetta var framkvæmt og síðan var þeim dreift í 800 eintökum bæði í hús og í versluninni Hagkaup- um. í kjölfarið var haldinn kynningar- fundur sem miklar vonir voru bundnar við. Ekki er hægt að segja að við höfum uppskorið eins og til var sáð. Við fengum samt fimm konur á fund til okkar og þær ætla að koma aftur. Þrátt fyrir þessi vonbrigði vildu konur ekki gefast upp svo við ætlum að halda áfram á þessari braut næstu mánuði. Þetta þýðir að við getum ekki á meðan einbeitt okkur að mark- miðurn hreyfingarinnar, en úr því verður bætt sem fyrst. Farið var í heimsókn til Kiwanisklúbbsins Jörfa og einnig er ætlunin að fjölmenna á Sólborgarsælu. Með bestu kveðjum og baráttuhug! Katrín Björk Eyjólfsdóttir forseti. 14 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.