Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 20

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 20
Frá rítara Óðinssvæðis starfsárið 1995/96 Frá vinstri: SveinbjÖrn Arnason svœðisstjóri 1995-96, Torfhildur S. Þorgeirs- dóttir, Hafliði Guðmundsson svœðisstjóri 96-97 og Halldór Guðmundsson forseti Súlna, Olafsfirði. Kæru Kiwanisfélagar! Starfsárið 1995/96 var mjög skemmtilegt fyrir mig þar sem ég var ritari Óðinssvæðis og fór því meira um en ella. Nú langar mig að geta þess helsta sem gert var í okkar svæði þetta starfsár. Fyrsta verkefni Sveinbjörns Arnasonar svæðisstjóra var að skipuleggja tvo fundi með Eyjólfi Sigurðssyni heimsforseta. Voru fundirnir haldnir á Hótel KEA 14. september og Hótel Reynihlíð 15. september og tókust með ágætum þó fleiri gestir hefðu mátt mæta á þessa fundi. Þrír svæðisráðsfundir voru haldnir á starfsárinu, sá fyrsti að Kirkjumiðstöðinni Vestmannsvatni þar sem Kiwanisfélagar úr Óðins- svæði hafa ákveðið að aðstoða við uppbyggingu staðarins, næsti á Ak- ureyri í tengslum við árshátíð svæð- isins og sá þriðji á Ólafsfirði sem haldin var í tengslum við 20. ára afmæli Súlna. Einnig sátum við svæðisráðsfund í Grímsey þar sem stjórnarskipti fóru fram. Vel var mætt á alla fundina og voru þeir lfflegir og skemmtilegir. Ákveðið var að halda árshátíð fyrir félaga svæðisins 2. mars 1996 og voru Emblufélagar beðnir um að sjá um þessa fyrstu hátíð sem hepp- naðist mjög vel og trúi ég að margir hafi verið sárfættir daginn eftir. Fjórir klúbbar sáu um skemmtiatriði og tókst þetta það vel að víst er að áframhald verður á þessari skemm- tun. Heyrst hel'ur að þeir sem ekki komu á þessa árshátíð sjái mjög eftir því og mæta því áreiðanlega næst. Fjölskylduhátíð Óðinssvæðis var haldin að Hringveri í Ólafsfirði 21.- 23. júní og var vel sótt. Þá tóku félagar svæðisins þátt í K-lyklasölu og gaman var að geta styrkt Plastiðjuna Bjarg á Akureyri með 650.000 kr. styrk úr þeirri söfn- un. Styrkurinn verður notaður til endurnýjunar á tækjum og búnaði á vinnustaðnum en þar fer m.a. fram endurhæfing geðfatlaðra. Umdæmisstjórn veitti svæðinu allar þrjár viðurkenningar sínar í haust. Kiwanisklúbburinn Hrólfur Dalvík fékk viðurkenningu fyrir at- hyglisverðasta verkefnið. Hann leigði rafmagnsbíla frá húsdýra- garðinum í Reykjavík og var með umferðafræðslu fyrir börn á Dalvík. Kiwanisklúbburinn Herðubreið fékk fjölmiðlaviðurkenningu vegna út- gáfu Skútufrétta sem þeir hafa séð um í 7 ár. Þá fékk Sveinbjörn Árna- son viðurkenningu sem besti svæð- isstjóri umdæmisins enda stóð hann sig mjög vel og var í góðu sambandi við félaga svæðisins. Á síðasta svæðisráðsfundi veitti svæðisstjóri viðurkenningar fyrir besta klúbbinn, besta forsetann og besta ritarann. Viðurkenningar þess- ar hlutu: Besti klúbburinn: Skjálfandi Húsavík. Forseti var Brynjar Hall- dórsson. Besti forsetinn: Guðmundur G.G. Arnarsson, Grími, Grímsey Besti ritarinn: Jóhannes Stein- grímsson, Herðubreið, Mývatns- sveit Þá var ákveðið að stofna til vina- tengsla milli tveggja klúbba innan svæðisins, öðrum af Eyjafjarðar- svæðinu og hinum af svæðinu aust- an til. Var dregið um þetta á síðasta svæðisráðsfundi og vonum við að betri kynni myndist á milli klúbba svæðisins með þessu móti. Klúbb- arnir ráða sjálfir hvernig þeir haga þessum tengslum og það fer því eftir félögum klúbbanna hvernig og hvort þetta takist. Ég vil að lokum þakka sam- starfsmönnum mínum í svæðisstjórn þeim Sveinbirni Árnasyni, Kristni Erni Jónssyni, Guðmundi Þór Guð- jónssyni og Hafliða Guðmundssyni fyrir skemmtilegt samstarf. Toifhildur S. Þorgeirsdóttir Emblu Næsta blað Kiwanisfrétta kemur út í ágústmánuði 1997. Efni sem birtast á í blaðinu þarf að hafa borist ritstjórn ekki síðar en 15. júli n.k. 20 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.