Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 22

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Blaðsíða 22
inn að bikarnum enda var honum af- hentur hann sérstaklega eftir að Brynjar Halldórsson forseti hafði tekið við honum úr hendi svæðis- stjóra og var Doddi greinilega stolt- ur mjög og mátti líka vera það. Verður því að kaupa nýjan bikar fyrir næstu sumarhátíð og er eins gott að það gleymist ekki. Sleit svo Sveinbjörn hátíðinni og þakkaði öllum kærlega fyrir komuna. Var svo pakkað saman og hélt hver til síns heima eða jafnvel eitthvert allt annað áður. Þetta var frábær sumar- hátíð og öllum sem að henni stóðu til sóma og ekki til annars en að hvetja alla til þess að koma aftur næst og taka bara með sér fleiri. Að lokum vil ég þakka Svein- birni Arnasyni á Kálfsá fráfarandi svæðisstjóra Óðinssvæðis fyrir öll hans frábæru störf í þágu Kiwanis- hreyfingarinnar sem eru ómetanleg enda var hann með miklum ljóma kjörinn besli svæðisstjórinn á síð- asta ári og náði bæði „lyklinum“ og „bikarnum“ í sitt svæði að auki og hefur að mér skilst varla tyllt tánum á túnið heima hjá sér síðan enda þetta þrennt ekki áður lent í sama svæði samtímis. Kæru vinir og félagar, bestu þakkir fyrir skemmtunina og sjá- umst næsta sumar, með Kiwaniskveðjum, Finnur Baldursson blaðafulltrúi ogféhirðir Kiwanisklúbbsins Herðubreiðar Óttar Viðar, Skjálfanda og Sœmundur Ólafsson, Súlum gœða sér á grillmatnum og í baksyn er hluti tjalda og tjaldvagna liátíðargesta. Pórður Asgeirsson tekur við sumarhátíðarbikarnum frœga ár hendi Sveinbjarnar Arnasonar svœðisstjóra og fylgist Brynjar Halldórsson forseti Skjálfanda grannt með og lysir atburðinum. Fréttir úr norðrí um starfíð í Óðinssvæði Hér hefur ríkt góður andi í klúbb- starfi og hafa félagar verið fullir áhuga um að vinna að góðum hlut- um. Haldinn var svæðisráðsfundur í Grímsey í september 1996 og voru þar margir góðir gestur úr öllum klúbbunum níu. Samtals voru þarna samankomin um 40 manns þegar Grímsfélagar eru taldir með. Margar góðar tillögur komu fram á fund- inum, en mikilvægasta ákvörðunin sem tekin var þar, var að Kiwanis- félagar styddu enn einu sinni við geðverndarmál á íslandi. Samþykkt var að hver klúbbur legði fram 25.000.00 krónur til kaupa á sjón- varps- og hljómflutningstækjum af bestu gerð til handa nýstofnaðri dagdeild geðdeildar á Akureyri. Þessa sameiginlegu gjöf afhenti ég síðan með pomp og prakt við hátíð- legt tækifæri hinn 29. nóvember 1996. Forstöðukonan Dr. Björg Bjarnadóttir veitti gjöfinni viðtöku og sagði við það tækifæri að þetta væri ómetanlegt fyrir starfsemi deil- darinnar. 1 haust heinmsótti ég alla klúbbana í svæðinu og komst þá að því og sá með eigin augum að mjög gott og blómlegt starf á sér þar stað þótt æskilegt væri að félagatalan væri hærri sumsstaðar. Þegar allt er saman tekið get ég ekki annað en « verið ánægður með starfið. í sam- bandi við svæðisráðsfund á Akur- eyri 1. mars s.l var haldin sameigin- leg árshátíð klúbbanna í svæðinu en slæmt veður setti strik í reikninginn og var þátttaka ekki eins góð og vænst hafði verið. Með Kiwaniskveðju ársins - verum jákvæð - verum vinir! Hafliði Guðmundsson svæðisstjóri Oðinssvæðis. 22 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.