Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 3
KIWANISIríttlr 26. árgangur 3. tbl. ágúst 1997 Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar Ábyrgðarmaður: Örnólfur Þorleifsson, umdæmisstjóri Ritnefnd: Hermann Þórðarson, ritstjóri, Eldborg Ásgeir B. Guðlaugsson, Heklu Bjarni Guðmundsson, Eldey Prentvinnsla: Steindósprent Gutenberg ehf. Horfum tíl j-YdmtíðilY Agœtu Kiwanisfélagar Fræðsla fyrir forseta og ritara fór fram í Reykjavík og á Akureyri seinni hluta aprílmánaðar. Það var gaman að sjá og verða vitni að þeim mikla áhuga sem er á starfi innan hreyfingarinnar. Margir kjörforsetar voru þegar byrjaðir að undirbúa sitt starfsár, með því að huga að nefndarskipunum og með gerð starfsáætlun- ar. Eitt af meginmarkmiðum með fræðslunni og því sem boðið verður upp á við fræðsluna fyrir þingið í sumar, er eimitt það að embættismenn undirbúi sig vel og tímanlega fyrir starfið sem er framundan. Ef vel á að takast til þá er nauðsyn- legt að setja sér markmið, markmið sem síðan er unnið eftir. Við erum nú að stefna inn í nýja öld. Við þurfum að taka upp nýja hætti í starfi okkar, bæði í klúbbum og í umdæminu sjálfu. Markmiðasetning verður að vera skýr til að allir viti hvert stefna skal og til hvers er ætlast af þeim. Markmiðin þurfa að ná til félagafjölgunar, um nefnarskipanir og störf þeirra, styrktarverkefni og allt annað sem starf klúbbsins nær til. Varðandi styrktar- verkefni þarf að vera skýr stefna í gangi, og við höfum fyrirmyndina. Kiwanis starfar undir kjörorðin „Börnin fyrst og fremst“. Markmiðin er líka nauðsynleg fyrir nýja félaga og þá sem eru að hugsa um inngöngu í klúbbana, þeir þurfa að vita um hvað starfið fjallar og hvað það er sem verið er að vinna að. Umdæmið þarf að setja sér markmið eins og klúbbarnir. Þau þurfa að fela í sér ákvarðanir um alla helstu þætti starfsins, skrifstofuna, skipulag fræðslu og heimsóknir í klúbba svo eitthvað sé nefnt. Einnig um samskipti klúbba og um- dæmis. Það verða allir að gera sér það ljóst, að þeir sem taka að sér að starfa í hreyfingunni eru sjálfboðaliðar, og það þarf að taka tillti til þess varðandi skýrslugerð og annað sem vinna þarf. Þessu þarf að halda í lágmarki; Starfið í klúbbunum, vinna við verkefnin, að hjálpa þeim sem þess þurfa það er aðalatr- iðið. Við þurfum einnig að huga að fjölgun félaga, starfið verður svo miklu auð- veldara þegar fleiri hendur vinna verkin. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að það virðist ekki vera vandamála að ná í nýja félaga. Nú á þessu ári hafa um eitthundrað gengið til liðs við okkur. A síðasta ári um eitthundrað tuttugu og fimm. Vandamálið er að halda í þá sem eru félgar. Hér verður hver að líta í eigin barm, en með því að gera starfið skemmtilegt og áhugavert, gera fundina þannig að félagamir hafi áhuga á því að mæta, þá verður eftirleikurinn auðveldur. Á næsta starfsári vona ég að allir taki til við að setja kúbbum sínum mark- mið, og gera staifið þar með auðveldara og skemmtilegra. Með þetta hvoru- tveggja í huga er víst að Kiwanishreyfingin á Islandi og í Færeyjum á eftir að dafna fyrir þá mörgu einstaklinga, samtök og stofnanir sem þurfa svo mikið á okkar starfi að halda. Höldum áfram að hugsa um þeirra hag. Björn Agúst Sigurjónsson, kjörumdœmisstjóri Umdæmisstjóri 1997-98 ........4 Kjörumdæmisstjóri 1997-98 ... .4 Lagakrókurinn ................5 Vísnahornið...................5 Eldey 25 ára..................6 Kiwanishús Eldcyjar...........8 Kiwanishúsið í Vestmannaeyjum .9 Úr heimahögunum .............10 Sjávarréttadagur Eldborgar ... .15 Nes 25 ára ..................16 Heimsforseti sækir heim......18 Af heimskringlunni...........20 Evrópuþingið í Befgen........21 Ferð á Heimsþingið í Nasville . .22 Fræðsluhornið ...............24 Erlendir gestir .............25 Dagskrá umdæmisþings ........26 Frambjóðendur á umdæmisþingi 27 Sinawik .....................28 Fjárhagsáætlun 1997-98 ......29 Markmið .....................30 Forsíðumynd: Teigar og tún, - vettvangur 27. umdæmisþingsins í Reykjavík. Innskotsmyndir: Kiwanishúsið og Háteigskirkja. Ljósmyndir: Ásgeir B. Guðlaugsson Ársþing Landssambands Sinawik Ársþing Landssambands Sinawik verður haldið laugardaginn 23. ágúst 1997. Fundarstaður er Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Þingfundur hefst klukkan 9 árdegis og stendur til klukkan 11.30, en þá verður snæddur há- degisverður. Klukkan 13.00 er farið í kynnisferð í stórfyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur og að henni lokinni er boðið upp á kaffi og meðlæti. Áformað er að heim- sókninni ljúki klukkan 15.00. KIWANISFRÉTTIR 3

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.