Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 4
Næsti Björn Ágúst Sigur- jónsson er fæddur í Reykavík 4. febrúar 1956. Foreldrar hans eru Sigur- jón Jónsson fæddur 7 maí 1911 í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu, hann dó 18 júní 1990 og Guðlaug Jónsdóttir fædd 19 desember 1926 á Djúpavogi. Hann er yngst- ur 3 systkyna. Að loknu grunnskólanámi fór hann í Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi í rafvirkjun 1978. Fór þá að vinna að byggingu Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga, var síðan að mestu leiti hjá fyritækinu Rafver frá 1981 til 1987. Síðan verið starfsmaður Ríkisspítala á rafmagns- verkstæði Landspítalans. Hann hefur verið í stjórn Félags ísl. rafvirkja frá 1987 og starfað mikið innan Rafiðnaðarsambands íslands. Kona hans er Vilborg Anna Jóhannesdóttir frá Furubrekku í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Foreldarar hennar eru Jóhannes M. Guðjónsson fæddur 14 júli 1929, á Gaul í Staðar- sveit og Ásgerður Hall- dórsdóttir fædd 31. janúar 1935 í Reykjavík. Anna er menntaður húsgagna- bólstrari en vinnur nú í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum í Laugardal. Þau eiga tvo syni, Sigur- jón fæddur 26 september 1981 og Ásgeir fæddur 6 maí 1988. Björn Ágúst gekk í Kiwanisklúbbinn Viðey 1986 rétt eftir stofnun hans, var ritari 1989-1990, forseti 1990-1991. Um- dæmisféhirðir 1992-1993, í viðveru- og útbreiðslu- nefnd 1993-1994. Formaður umdæmisþingnefndar 1994-1995. Hann er nú félagi í Heklu eftir að Viðey og Hekla sameinuðust haustið 1996. Georg Þór Kristjánsson Næsti r æ Georg Þór Kristjánsson, Kiwanisklúbbnum Helgafelli, Vestmannaeyjum, er verðandi kjörumdæmisstjóri fyrir starfsárið 1997-98. Kjör hans verður staðfest á umdæmisþinginu í ágúst. Georg Þór er fæddur 25. mars árið 1950. Kona hans er Kristrún Harpa Rútsdóttir frá Hafnarfirði og eiga þau fjögur börn. Georg Þór starfar sem verslunar- stjóri í Skeljungsbúðinni í Vest- mannaeyjum. Georg Þór gekk í Kiwanis- klúbbinn Helgafell árið 1978. Hann var ritari klúbbsins starfs- árin 1980-81 og 1986-87. Georg gengdi embætti forseta starfárið 1988-89 og var svæðisstjóri Sögusvæðis, 1994-1995. 4 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.