Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 7

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 7
Veislugestir á Afmœlishátíð. Aðalfundur Eldeyjar lialdinn í Gaujulundi í hrauninu í Vestmannaeyjum. ina 23.-25. maí. Tóku Helgafellsfé- lagar á móti okkur í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum með veglegri skemmtun og veislumat. Einnig fóru Eldeyjarfélagar í kynnisferð um Heimaey undir stórskemmtilegri kynningu rútujöfursins og forseta Helgafells, Gísla Magnússonar. Síðan var farið í bátsferðir út í nær- liggjandi eyjar, siglt inn í hella og margt fleira skemmtilegt gert. í tilefni af 25 ára afmælinu var gefið út afmælisblað til að kynna starfsemi klúbbsins og í ijáröflunar- skini. Eins og áður er sagt er öllum ágóða af afmælisblaðinu varið til styrktar Endurhæfingarstöðinni að Reykjalundi í Mosfellsbæ. Einnig var haldin afmælishátíð í Kiwanis- húsinu að Engjateigi 11, Reykjavík. Á annað hundrað félaga og gesta sóttu hátíðina. Margar góðar ræður og árnaðaróskir voru fluttar, m.a. af bæjarstjóra Kópavogs, Sigurði Geir- dal, fulltrúum Kiwanisklúbba og mörgum öðrum. Klúbbnum bárust góðar gjafir t.d. 150.000 krónur til píanókaupa frá Eldeyjarkonum og örbylgjuofn frá umdæminu og margar aðrar gjafir frá Kiwanis- klúbbum. Annál Eldeyjar flutti Ingvar Magnússon eins og honum einum er lagið. Tvær ungar söng- konur skemmtu gestum með söngv- um úr kvikmyndum, revíum o.fl. við mikinn fögnuð veislugesta. Að lok- um var stiginn dans fram eftir nóttu, við undirleik hljómsveitar hússins. Veislustjóri var Arnór L. Pálsson og söngstjóri Jóhann Baldurs. Fréttatilkynning frá Eldey KIWANISFRÉTTIR 7

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.