Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 28

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Blaðsíða 28
ötum gengið hve mikil fækkun hefur orðið í röðum okkar Sinawik- kvenna í áranna rás. Sá áhugi og eldmóður sem ein- kenndi stofnun klúbbanna fyrir þetta tveimur til þremur áratugum virðist hafa gufað upp í neysluþjóðfélagi nútímans. Fyrir nokkrum árum voru Sinawikklúbbar landsins orðnir yfir 20 talsins, en nú er talan komin nið- urí 14. Árið 1991 var félagafjöldinn hvað mestur eða 531, en er nú kom- inn niður í 385. Vitanlega helst þessi fækkun að einhverju leyti í hendur við fækkun Kiwanisfélaga á landinu en fækkun klúbba er þó meiri í Sina- wik en í Kiwanis. Vissulega hefur sú breyting orðið á að næstum hver einasta kona vinnur nú utan heimilis og gefur auga leið að ekki hafa allar tíma né orku til að rækja félagslíf auk starfanna sem bíða heimafyrir. En þetta er áreiðanlega ekki eina ástæðan. í þjóðfélaginu er krafan um alþreyingu orðin svo yfirþyrm- andi, áreitið er orðið svo gríðarlegt að þögnin er orðin óvinur sem um- fram allt þarf að forðast. Jafnvel í strætó er ekki lengur friður fyrir sí- byljunni. Mötunin gengur svo langt að frumkvæði til mannlegra sam- skipta er á hröðu undanhaldi og fólk gefur sér vart tíma til að tala saman. Daglegt sjónvarpsgláp er orðið jafn sjálfsagt og hlustun á útvarpssöguna var á árum áður og margar fjöl- skyldur hittast ekki lengur við mat- borðið, heldur aðeins fyrir framan skjáinn. En hvað kemur þetta Sina- wik við? Eg veit raunverulega ekki hvort það gerir það, en þó segir mér svo hugur um að þarna gæti verið að finna eina skýringu á félagafækkun- inni. Hvernig er það, er ekkert hægt að hlæja í Sinawik? Og ef ekki, hvers vegna? Eða er mötunin ekki nægileg í Sinawik, þarf eitthvað að vera að hugsa þar? Er ekki nógu mikið fjör? Fjölmargar spurningar leita á hugann en færra er um svör. Það er athyglisvert að sú breyt- ing hefur orðið á að Sinawikkonur eru í auknum mæli farnar að taka þátt í uppbyggingu Kiwanishúsa um landið. Sums staðar hafa þær lagt fé af mörkum í byggingu húsnæðisins, keypt húsgögn og gluggatjöld, tæki og áhöld. Þá eru dæmi um að þær hafi tekið að sér að sjá um mat eða ræstingu á staðnum. Ég efast ekki um að þetta er vel séð og þakkað af viðkomandi Kiwanismönnum, en ég velti fyrir mér hvort þetta sé Sina- wik starfinu til hagsbóta. Vissulega er eitt af markmiðum Sinawik að styðja við bakið á Kiwanismönnum, en það er ekki meginmarkmiðið og ég held jafnvel að orka kvennanna fari öll í þetta í stað þess að stuðla fyrst og fremst að eigin uppbygg- ingu. Mér finnst eiginlega að með þessu séu Sinawikkonur að fram- lengja eiginkonu- og húsmóðurstarf sitt í stað þess að efla sinn eigin fé- lagsskap, sér til þroska og yndis- auka. Og er þessi uppbygging Kiw- anishúsa ekki verkefni Kiwanis- manna? Kiwanishreyfingin er þjón- ustuhreyfing, Sinawik er það ekki. Eru konur að letja menn sína til framkvæmda með því að taka yfir verk þeirra? Ég tek það skýrt fram að það er fjarri mér að gera lítið úr starfi Sina- wikkvenna að málum Kiwanis- manna, heldur er markmið mitt að vekja þær til umhugsunar um hvern- ig þær vilja þróa sinn eigin félags- skap. Ég tel þannig hið besta mál þegar þær geta „selt“ þessa vinnu sína við Kiwanishúsin og síðan t.d. notað ágóðann til að fjármagna Sinawikferð til útlanda, sem dæmi eru einmitt um. Það sem ég geri aft- ur á móti spurningarmerki við er að Kiwanismenn taki að sér verkefni sem augljóslega verður ekki klárað nema með hjálp Sinawikkvenna og þá ef til vill að þeim forspurðum. Og þá er mér spurn, hvetja Kiw- anismenn konur sínar til þátttöku í Sinawik? Og ef ekki, þá hvers vegna? Hvar eru t.d. konur nýju Kiwanisfélaganna? Þær raddir hafa óneitanlega heyrst að margir Kiwanismenn leggi lítið upp úr þátttöku kvenna sinna í Sinawik, þeir vilji langtum heldur að þær vinni með sér í Kiwanisstarfinu. En er þá ekki bara miklu eðlilegra að konurnar gerist Kiwanismenn? Á 20 ára afmæli Landssambands Sinawik fyrir tæpu ári síðan, sem haldið var upp á með pontpi og pragt, kom verulega á óvart hve fáir Kiwanisklúbbar sáu ástæðu til að láta í ljós með t.d. heillaóskum eða kveðjum, að til væri nokkuð sem héti Landssamband Sinawik og að það fyrirbrigði ætti merkisafmæli. Og það þrátt fyrir að konur þessara sömu Kiwanisfélaga væru í Sina- wikklúbbum innan þessa sambands. Satt að segja skýtur það nokkuð skökku við að á sama tíma og Sina- wikkonur eru óðum að ganga í störf Kiwanismanna sinna, þá láta þeir eins og landssamtök Sinawik séu ekki til eða ekki kveðju virði á af- mælum. En okkur þótti samtökum okkar lítill sómi sýndur af Kiwanis- mönnum við fyrrnefnt tækifæri, ef undan eru skilin umdæmisstjórn og klúbbar eiginmanna sumra okkar stjórnarkvenna Landssambandsins. Ágætu Sinawikkonur, vissulega þarf hláturinn að hljóma í Sinawik, en ef við viljum spanna allt litróf lífsins verðum við líka að leyfa grát- inum að komast að, því hann er bara andhverfa hlátursins og til að njóta gleðinnar þarf að þekkja alvöruna. Gefum okkur því tíma til að velta Sinawik starfinu fyrir okkur og skoðum huga okkar hvort við viljum hafa okkar eigin, óháða félagsskap, þar sem megináherslan er lögð á að rækta samvinnu og vináttu okkar á milli, þar sem það að hittast veitir okkur gleði og samkennd og þar sem skemmtunin er fólgin í því að gefa af okkur sjálfum, að vera virkur félagi. I mínum huga er enginn vafi á að þannig styðjum við best við bakið á mönnum okkar og í raun og veru getum við á þann hátt haft úrslita- vald um hvort þeir starfi innan Kiw- anishreyfingarinnar. Hanna Bachmann formaður Landssambands Sinawik 28 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.