Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 14

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 14
14. SIÐA Mai 1982 Guðmundur Árni og Einar Karl. Konur og fjölmiðlar: KagnheiOur Valdimarsdóttir og Magdalena Schram. Spegill, spegill herm þú mér af hverju eru engar konur hér? liver er hlutur kvenna innan fjölmiðla? Hvernig er sú mynd sem birtist af konum i fjölmiðl- um? Hverjir ákveða hvað sé frétt og hvernig er fréttamat fjöl- miðla? Eru konur i einhverjum áhrifastöðum innan fjölmiðl- anna? Um þetta var rætt á ráðstefnu sem K.R.F.Í., starfshópur innan Blaðamannafélags islands og S.i.A. (samtök islenskra auglýs- ingastofa), héldu á Hótel Esju laugardaginn 17. april sl. Frummælendur voru 7 talsins, frá sjónvarpi, útvarpi og dagblöð- unum og greindu þau frá ýmsum athugunum sem gerðar höfðu verið um hlut kvenna I fjöl- miðlum. Nafnlausar konur______ Magdalena Schram var frummælandi frá dagblaðahópi sem gert hafði könnun á dag- blöðum vikuna 18.—24. okt. sl. Niðurstaða könnunarinnar kom fundargestum ekkert á óvart. Hún renndi einmitt stoðum undir þann grun sem flestir höfðu, að konur koma yfirleitt ekki fyrir i fjölmiðlum sem ábyrgir aðilar i starfi, heldur fremur til skrauts og augnayndis, eða ónafn- greindar konur mestanpart. Þegjandi konur.... 1 auglýsingum er konan vinsæl- asta skrautið. Eða hver kannast ekki við ungar, fallegar, þegjandi stúlkur á sólarströnd, eða létt- fættu stúlkuna með ryksuguna? Það er lika athugunarvert að það erufleirikarlmenn sem tala inn á auglýsingar en konur. Þær eru látnar auglýsa munaðarvörur, s.s. Frónkex, eða hnetur en traustvekjandi karlmannsröddin segir okkur frá þvi hvernig hún Alda sem þvoði með gamla laginu breyttist i nýtisku þvottavél með innbyggðum þurrkara. Þetta kom fram hjá Ragnheiði Valdimars- dóttur sem vinnur hjá auglýs- ingadeild sjónvarpsins. Fundar- gestum bar saman um það að þetta væri lýsandi dæmi um rikj- andi viðhorf til kynjanna. Karl- maðurinn er sterkur og traustur Bessl Jóhannsdóttir og Erna Indriðadóttir, Konur fjölmenntu á ráðstefnuna með valdið i sinum höndum. Honum er treystandi til að dæma um hvað sé best, en konunni ein- ungis treystandi til að auglýsa heimilisvörur, s.s. mat. Samviskusamar konur... Marianna Friðjónsdóttir sem vinnur hjá sjónvarpinu sagði m .a. að hjá sjónvarpinu væru 129 starfsmenn, þar af 35 konur. Flestar vinna við skrifstofu sjón- varpsins, nokkrar eru dagskrár- þulir. Þær eru ekki við myndavél- ina og sjá sjaldnast um skemmti- þætti, eða segja brandara, þvi brandararnir eru oftast á kostnað þeirra sjálfra. Þær koma sjaldnast eða aldrei fram i fréttum eða fréttatengdum þáttum. Eí þær þá birtast á skjánum er það oftast i sambandi við félags- og uppeldismál sem talin eru vera týpísk kvennamál. Er þetta ekki bara spegilmynd af þjóðfélaginu? Konurnar eru ekki þar sem valdið er, en fjölmiðl- arnir dragast að valdinu, eins og flugur að ljósi, eins og Einar Karl Haraldsson ritstjóri Þjóðviljans benti réttilega á. Konur eru lika óframfærnari, þær eru feimnari við fjölmiðla, oft samviskusam- ari en karlar og láta ekkert frá sér fara, nema að það sé pottþétt. (Eiginleiki sem karlar mættu læra af). 1 sama streng tók Erna Indriðadóttir fréttamaður hjá út- varpinu. Konur hjá útvarpinu vinna i meiri hluta á skrifstofum, þær eru ekki tæknimenn, en sjá um barnatima og óskalagaþætt- ina. Það þarf varla að taka það fram að bæði hjá útvarpi og sjón- varpi eru þær oftast i láglauna- stöðum. Konur! Breytum... Að loknum hádegisverði hófust almennar umræður. Voru margir sem letu orð i belg og voru allir á einu máli um það að ráðstefnan væri þarft og gott framtak. Fjöl- miðlar eru spegilmynd þjóð- félagsins. Konur ráða ekki neinu innan fjölmiðlanna eða utan. Ef við viljum breyta fjölmiðlunum, verðum við fyrst að breyta þjóð- félaginu og það gerir enginn nema við konur sjálfar. e 0g j

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.