Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 18

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 18
Elín Guðmundsdóttir: Kvennaframboðið er jafnréttismál Það er mikið af hæfileikum og reynslu kvenna sem þarf að kom- ast til skila á opinberum vett- vangi. Þrátt fyrir það að konur hafa skipað sæti á listum flokk- anna hefir það jafnan verið svo, þegar til kastana kom, að áhrifa þcirra gætti minna en skyldi, sak- ir þess að karlmenn voru í meiri- hluta og neyttu aðstöðu sinnar til þess að skipa flestar áhrifastöð- ur, sem þeir höfðu áhuga á. Þá skortir oftast skilning á þvi að það nái fram að ganga, sem konan telur mikilvægt. Þessvegna er Kvennaframboðið nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til þess að koma i framkvæmd mörgum þeim málum sem konur hafa næmari skilning á, sakir stöðu sinnar og reynslu i mannlegu samféiagi. Flokkarnir hafa greinilega hrokkið við þegar Kvennafram- boðið birtist, farið að róta i spjaldskrám sinum til þess að geta dregiö fram andlit fleiri kvenna en fyrr á listana til borg- arstjórnaricosninga. Það er ekkert nema gott um þessi viðbrögð að segja, en þau gefa skýra vísbendingu um ótta hjá forystuliði flokkanna. Gallinn við þessa hugarfarsbreytingu er bara sá, að allt of fáar konur skipa þau sæti, sem likleg eru til þess að ná kjöri og að hinu leytinu er vald flokkanna yfirleitt svo sterkt, að þess eru mörg dæmi að yfirgangur einstakra flokkshópa hafi bókstaflega bugað einstak- linga, sem ekki áttu hugsjónaeld og hörku Brfetar eða slikra bar- áttukvenna. Þá munu ýmsir spyrja: En hvernig getur Kvennaframboðið brotiö þetta vald á bak aftur og ráðið úrslitum mála samkvæmt vilja sinum ogstefnuskrá? í fyrsta lagi er Kvennafram- boðið óháð,og þar meðóháð þeim kliku- og hagsmunasjónarmiðum sem i flokkunum ráða. 1 öðru lagi eru miklar likur til þess að Kvennaframboðið komi það mik-gum konum i borgar- stjórn að þær ráði úrslitum f fjöl- mörgum málum og verði þar með það vogarafl, sem ráðið getur valdahlutfóUum borgarstjórnar næstu 4 árin. Kvennaframboðið hefir það að stefnumiði ,,að hafa forystu um samstöðu kvenna i borgarstjórn i sem allra flestum málum”. Kvennaframboðið eitt getur sett fram slikt sjónarmið, vegna þess að það er óháð. Og það ætti að verða öðrum konum, sem taka munu sæti í næstu borgarstjórn styrkur að hafa slikt afl, sem hef- irþað markmið að sameina innan borgarstjórnar. Þaðhefir heyrst frá flokkunum að þeim þætti ekki stefnuskrá Kvennaframboðsins nægilega sterk og afgerandi. Það er rétt að hún er hvorki stdrorð né flúruð, en þeir sem lesa hana og heyra túlkun hennar, munu komast að raun um að hún býr yfir öllu þvi sem mikilvægast er og varðar okkur öll. Hún er byggð á jafn- réttis- og mannúðarsjónarmið- um. Elin Guðmundsdóttir Fjölsótt rádstefna um konur og fjölmiðla: Hlutur kvenna ryr Kvenréttindafélag Islands, ||| | BlaÖamannafélag tslands og Samband Islenskra auglýsinga- stofa gengust fyrir ráöstefnu á Hótel Esju sl. laugardag, þar sem fjallaö var um hlut kvenna f fjöl- j miölum ” .................... Verum á verði - veljum VI

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.