Kvennaframboðið - 01.05.1982, Síða 20

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Síða 20
- Á undanf'örnum árum hafa fjölmiðlar af og til fjallaö um ofbeldi i fjölskyldum hér á landi, sér- lega um ofbeldi karla gagnvart eiginkonum og sambýliskonum. Opinberir aðilar sem spurðir hafa verið um umfang þessa oíbeldis hafa verið langt frá þvi að vera á einu máli um hve algengt það sé. Litil viöbrögð hafa komiö frá almenningi i framhaldi af þessari umfjöllun. Viðbrögð yfir- valda og almennings eru I samræmi við það sem gerðist i fyrstu i öðrum löndum, þegar farið var að ræöa um hve mikiö pg alvarlegt ofbeldi hlyti að vera innan fjölskyidna þar. Þetta er við- kvæmnismál og margir gera sér ekki Ijóst hve al- varlegar barsmiðar og ofbeldi af öðru tagi á sér stað i skjóli friöhelgi einkalifsins. Konur sem beittar eru ofbeldi af mönnum sinum eru oft ein- angraðar og þora ekki að leita aðstoðar eða ræða við aðra um eríiðleika sina vegna niðurlægingar og af ótía við refsingu mannsins ef upp kemst. Ofbeldið alls staðar 1 Brétlandi, Bandarikjunum og i flestum löndum Vestur- Evrópu hefur ofbeldi i fjölskyld- um veriö mikið til umræðu siðan i kringum 1970. Sérlega á þetta við um ofbeldi karla gagnvart fjölskyldum sinum, konum og börnum. Kvennahreyfingar i þessum löndum hafa komið konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi til að- stoðar á margvislegan hátt. Þær hafa barist fyrir réttlátari meðferð yfirvalda á kærum og aðstoðarbeiðnum frá konum og aðstoðað konur við málsókn. Konur hafa einnig komið á fót eigin ráðgjafarstöðvum fyrir konur sem orðið hafa fyrir nauðgunum og barsmiðum og opnað hús þar sem konur geta leitaðskjólsmeðbörnsin, þegar þær neyðast til að flýja heimili sin undan ofbeldi eiginmanna og Takmarkið er: Hjálp vegna sinnuleysis yfirvalda þegar þær kæra eða leita aðstoðar. Þessi hús eru nú köll- uð kvennaathvörf og skipta þau hundruðum i nágrannalöndum okkar. 1979 voru kvennaathvörf i Bretlandi, Hollandi, Vestur- Þýskalandi, Sviss, Noregi Finnlandi, áelgiu, Ka’nada, Frakklandi, Ástraliu, Nýja-Sjá- landi og Bretlandi. 1981 voru at- hvörfin a.m.k. 100 i Kanada, 250 i Bandarikjunum og 200 i Bretlandi. Danmörk hefur nú bæst i hópinn, en þareru athvörf a.m.k. i Kaupmannahöfn og Es- bjerg. Alls staðar endurtekur sama sagan sig. Þegar opnaður er neyðarsimi fyrir konur sem verða fyrir öfbeldi eða athvarf tekur til starfa kemur i ljós gifurleg þörf fyrir aðstoð, at- hvörfin yfirfyllast og mönnum verður ljóst að barsmiðar og annað ofbeldi innan veggja heimilanna er ótrúlega útbreitt. Með þvi að konur hafa tekið að berjast gegn ofbeldi i fjöl- skyldum hefur hulu verið svipt af þessu máli og nú er löngu ljóst að hér er um mjög um- fangsmikið og alvarlegt mál að ræða. Eftir Guðrúnu Kristinsdóttur

x

Kvennaframboðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.