Víkurfréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 12
MENNTUN
REYKJANESBÆR
MYLLUBAKKASKOLI
LAUSSTÖRF
Myllubakkaskóli auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar:
Leiðbeinandi í Frístundaskóla - 50% staða
Afleysingakennsla -100% staða
Frístundaskólinn býður samfellda dagskrá fyrir börn í 1.-4. bekk I beinu
framhaldi af því að hefðbundnum skóladegi lýkur. Starfið er mjög
fjölbreytt þar sem fléttað er saman íþróttaæfingum, listum, tómstundastarfi
og fræðsluverkefnum ásamt næringu, heimanámi og hvíld.
Æskilegt er að viðkomendur hafi áður starfað með börnum, hafi góða
skipulagshæfileika og hugmyndaauðgi. Umsækjendur þurfa að geta hafið
störf sem fyrst eða fyrir 10. mars. Staða afleysingakennara er auglýst
í 4 vikur.
Umsóknir skulu berast starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu
12, 230 Reykjanesbæ fyrir 10. mars n.k.
Frekari upplýsingar veita Brynja Árnadóttir skólastjóri 420 1450 og Helga
Jóhanna Oddsdóttir starfsþróunarstjóri 421 6700.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og STFS.
Starfsþróunarstjóri.
Fræðslusvið
. reykjanesbaer.is
Mikið samstarf hefur verið á milli Miðstöðvar símennt-
unar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og
nágrennis undanfarin ár. Til að fræðast örlítið meira
um samstarfið var rætt við Guðjónínu Sæmundsdóttur, forstöðu-
mann Miðstöðvar símenntunar, og Kolbrúnu Stefánsdóttur, for-
stöðumann Starfsafls.
Hvað hefur samstarf
ykkar staðið lengi?
Samstarfið milli MSS og
Starfsafls hefur verið frá stofnun
Starfsafls sem var árið 2000
og hefur verið mjög gott.
Eru einhver spennandi verkefni
ígangi hjá ykkurþessa dagana?
Meðal verkefna sem eru á dag-
skrá eru Landnemaskólinn,
Grunnmenntaskólinn, grein-
ingar fyrir þá sem telja sig vera
með lesblindu og námskeið
fyrir þá sem eiga við lestrarerfið-
leika að stríða. Þeir sem vilja fá
rneiri upplýsingar geta haft sam-
band við Miðstöð símenntunar.
Hvað er Starfsafl?
Starfsafl er fræðslusjóður
samtaka atvinnulífsins og Flóa-
félaganna (Eflingar, Hlífar og
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis). Sjóð-
urinn var stofnaður í kjarasamn-
ingunum árið 2000 og er hlut-
verk hans að efla starfsmenntun
félagsmanna Flóans og stuðla
að nýjungum í námsefnisgerð
og nýsköpun í námsframboði.
Starfsafl hefur veitt fyrirtækjum
fjárstyrki til námskeiðahalds
sem þau óska sjálf eftir að halda
fyrir sitt fólk. Þar má t.d. nefna
starfstengda íslensku, þjón-
ustunámskeið, samskiptanám-
skeið, fjölmenningarnámskeið,
efnismeðferð og efnanotkun,
skyndihjálp og eldvarnarnám-
skeið svo eitthvað sé nefnt. Þau
fyrirtæki sem aðild eiga að SA
hafa fengið uppí allt að 75%
námskeiðskostnaðar greiddan,
en önnur minna sagði Kolbrún.
Eiga fyrirtœkin þá að sjá
um að menntafólk?
Stjórnendur fyrirtækja gera
sér flestir grein fyrir því að
til að uppiylla sívaxandi
kröfur atvinnulífsins þarf
starfsfólkið að sækja sér
nýja þekkingu og stundum
bara viðhorfsbreytingu.
Við leggjum samt áherslu á að
hver og einn einstaklingur beri
ábyrgð á sinni færni og ætti að
huga að henni til að styrkja sig
á vinnumarkaði í síbreytilegu
starfsumhverfi. Einstaklingar
geta sótt um styrk allt að kr.
44.000.- á ári. Hins vegar er
veittur hærri styrkur vegna auk-
inna ökuréttinda og nemur sú
fjárhæð kr. 100.000,- Nýlega
samþykkti stjórn Starfsafls að
bæta við þeim valkosti að ef
fólk fer í starfstengt nám t.d.
aukin ökuréttindi og hefur
ekki nýtt sér styrk síðustu
3 árin getur það sótt um kr.
132.000,- Þessir styrkir eru allir
að hámarki 75 % af reikningi.
Lífsleikninámskeið eru
styrkt að kr. 15.000.- þó ekki
hærri en 50% af reikningi.
Vert er að benda á að náms-
fólk sem vinnur með skóla
getur átt réttindi í hlutfalli
við stéttarfélagsgjald en fullt
gjald er kr. 13.300.- á ári.
SamstarfMSS og Starfsafls
hvernig hefurþað verið?
Samstafið hefur gengið mjög
vel undanfarin ár. MSS hefur
lagt metnað sinn í að bjóða upp
námskeið við sem flestra hæfi,
auk þess aðstoðað fyrirtæki við
að skipuleggja og halda nám-
skeið og sækja í sjóðinn. Mörg
námskeið hafa verið haldin hér
á Suðurnesjum fyrir tilstuðlan
MSS og Starfsafls í þágu fyrir-
tækja og starfsmanna. Kostn-
aður fyrirtækjanna hefur verið
mjög lítill vegna myndarlegs
stuðnings fræðslusjóðsins.
Stefniðþið á að gera alla liá-
skólamenntaða hér á svœðinu?
Nei, nei. Starfsafl styrkir sína
félagsmenn sem eru í háskóla-
námi, framhaldsskólanámi og
iðnnámi en er þó kannski mest
að byggja upp grunnmenntun
sagði Kolbrún. Sem dæmi má
nefna færni í tölvunotkun,
íslensku, tungumálum, fjár-
málum, tómstundanámskeið,
sjálfsstyrkingarnámskeið,
starfstengd námskeið, bæta
lestur og skriftarkunnáttu. Að
mennta sig er að tileinka sér
þekkingu. Hver og einn velur
síðan hvað hann fer langt í því.
Markmið Miðstöðvar símennt-
unar á Suðurnesjum m.a. að
efla endur- og símenntun
Suðurnesjamanna og samstarf
atvinnulífs og skóla. Samstarfið
við Starfsafl er til þess fallið að
stuðla að þessurn markmiðum
og er það vel sagði Guðjónína.
Hefur sjóðurinn verið
kynntur á Suðurnesjum?
I Viku símenntunar 2005
heimsóttum við fiskvinnslu-
fyrirtækin þar sem Starfsafl
var kynnt fyrir starfmönnum.
Fyrir 2 árum var sjóðurinn
kynntur sérstaklega fyrir
forsvarsmönnum fyrirtækja.
Árið þar á undan var farið í 30
fyrirtæki hér á Suðurnesjum
í sama tilgangi. Eflaust má
þó gera betur og aldrei að
vita nema farið verði í aðra
kynningarherferð sögðu Guð-
jónína og Kolbrún að lokum.
12 | VÍKURFRÉTTIR : 10. TÖLUBLAÐ l 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is * IESTU NÝJUSTU FRÉtTIR DAGLEGA!