Víkurfréttir - 09.03.2006, Blaðsíða 43
nýjustu fréttir
bt.t.R PAGR AVT.IS
VF-sport
molar
Aðalfundur sunddeildar
UMFN
AÐALFUNDUR sunddeildar
UMFN fer fram í íþróttamið-
stöðinni í Njarðvík mánudag-
inn 13 mars. kl. 20.00. Venju-
leg aðalfundarstörf.
Keflavík tapaði fyrir KR
KVENNALIÐ Keflavíkur í
knattspyrnu tapaði s.l. sunnu-
dag gegn KR í deildarbik-
arnum 5 - 2 en það voru þær
Nína Ósk Kristinsdóttir og
Helena Rós Þorvaldsdóttir
sem gerðu mörk Keflavíkur
í leiknum. Þá lék hin 13
ára gamla Guðrún Ólöf Ol-
sen með Keflavíkurliðinu í
leiknum.
Njarðvík 6-3 Haukar
NJARÐVlK burstaði Hauka
6 - 3 á dögunum í æfinga-
leik liðanna í Reykjaneshöll.
Eyþór Guðnason fór á
kostum í leiknum og gerði
þrennu en hin mörk Njarð-
víkur gerðu þeir Guðni Er-
lendsson 2 mörk, og Gunnar
Sveinsson gerði sjötta og
síðasta rnarkið í leiknum.
Allir varamenn Njarðvíkur-
liðsins fengu að spreyta sig í
leiknum.
Vinningshafar í bikar-
getraun Landsbankans
ÞÆR Telma Sif Reynis-
dóttir, 11 ára, og Emilía L.
Magnúsdóttir, 12 ára, voru
vinningshafar í getraunaleik
sem Landsbankinn stóð að í
tengslum við bikarúrslitaleik
Grindavíkur og Keflavíkur
í körfknattleik. Vinnings-
hafarnir fengu hvor um sig
15.000 króna inneign á Fram-
tíðargrunni hjá Landsbank-
Þrír frá UMFG í U 19
GRIND VÍKING ARNIR
Alexander Veigar Þórarins-
son, Bogi Rafn Einarsson og
Jósef Kristinn Jósefsson æfðu
með U 19 ára landsliðinu í
knattspyrnu um síðustu helgi.
Æfingarnar fóru fram undir
stjórn Guðna Kjartanssonar
landsliðsþjálfar.
Deildarbikarinn í
Reykjaneshöll
KEFLAVÍK og Grindavík
leika í deildarbikarnum í
knattspyrnu um helgina.
Grindavík mætir Fylki á
laugardag kl. 13 og kl. 15
sama dag tekur Keflavík á
móti KR.
Ungmark
Styrktar- og minningar-
sjóðurinn Ungmark var
stofnaður um síðustu
helgi en hann er til minningar
um knattspyrnuþjálfaranna
Krsta Kristinn Stanojev, betur
þekktur sem Mile.
Stofnfundurinn fór fram í fund-
araðstöðu Ungmennafélags
Njarðvíkur í íþróttamiðstöðinni.
Markmið sjóðsins er að efla ung-
lingastarf knattspyrnudeildar
UMFN þar sem megináhersla
er lögð á að efla félagsþroska,
siðgæðisvitund og samkennd
barna og unglinga sem stunda
knattspyrnu á vegum félagsins.
Sérstök áhersla verður lögð á
forvarnarstarf gegn notkun
ungmenna á hverskonar vímu-
efnum. Stofnendur sjóðsins eru
þeir sem æfðu og iéku undir
stjórn Mile hjá knattspyrnudeild
UMFN og lögðu þeir sjóðnum
til stofnfé. A fundinum var
kosið í stjórn sjóðsins en hana
skipa þeir Þórður Karlsson, Guð-
rnundur Sighvatsson, Sævar Júl-
íusson, Gunnar Þórarinsson og
Oddgeir Karlsson.
Sigfríður Vilhjálmsdóttir, ekkja
Míle, og dóttir þeirra, Sóley,
afhjúpuðu mynd af Mile en
myndin var gjöf sjóðsins til
knattspyrnudeildar UMFN og
verður hún til varðveislu í félags-
aðstöðu deildarinnar. Tekið er á
móti frjálsum framlögum í sjóð-
inn inn á reikning 0542 - 14 -
1016, kennitala: 710192 - 2359.
FK sigursæl á Islandsmótinu
Fimleikadeild Keflavíkur
átti góðu gengi að fagna
á íslandsmótinu í al-
mennum fimleikum sem fram
fór í Ásgarði í Garðabæ fyrir
skemmstu. Keppt var í 2. - 6.
þrepi stúlkna og 1. - 4. þrepi
pilta. Keppendur á mótinu
voru um 220 frá 11 félögum og
þar af 40 strákar og hafa þeir
aldrei verið fleiri á þessu móti.
Fimleikadeild Keflavíkur sendi
17 stúlkur á mótið úr tveimur
elstu tromphópunum. Stelp-
urnar voru á aldrinum 13-17
ára. Stúlkurnar náðu frábærum
árangri og fóru oft á verðlauna-
pall. Þá komust 7 stúlkur frá
Keflavík inn á Meistaramótið
sem haldið var á sunnudeg-
inum.
77 stig í tveimur leikjum
Logi Gunnarsson, leik-
maður Bayreuth í Þýska-
landi, gerir það ekki
endasleppt þessa dagana en s.l.
laugardag setti hann niður 34
stig þegar Bayreuth burstaði
Coocoon Baskets Weiden 106 -
71 í suðurriðli þýsku 2. deildar
í körfuknattleik.
Logi hefur því gert 77 stig í
tveimur leikjum en hann gerði
43 stig gegn TSV Tröster í síð-
ustu viku og þar af voru 40 stig
sem komu hjá kappanum í síð-
ari hálfleik. Logi er níundi stiga-
hæsti leikmaður deildarinnar í
meðalskorinu og gerir 19,3 stig
að meðaltali í leik en hann er
sjötti stigahæsti leikmaður deild-
arinnar í heildarskori.
Hafsteinn Iþróttamaður
Sandgerðisbæjar 2005
Knattspyrnumaðurinn
Hafsteinn Þór Friðriks-
son var á sunnudag
útnefndur íþróttamaður Sand-
gerðisbæjar 2005 við hátíðlega
athöfn í Samkomuhúsinu í
Sandgerði.
Þá fengu Karl Grétar Karlsson
og Heiðar Sigurjónsson, Islands-
meistarar í sveitakeppni í bridge,
sérstaka viðurkenningu fyrir
árangur sinn í íþróttinni. Þrír
einstaklingar voru tilnefndir
til íþróttamanns ársins í Sand-
gerði en þau voru fyrrgreindur
Hafsteinn Þór Friðriksson,
knattspyrnumaður, Bragi Jóns-
son, körfuknattleiksmaður og
Nína Ósk Kristinsdóttir, knatt-
spyrnukona. Hafsteinn Þór var
burðarás í liði Reynis s.l. sumar
er liðið varð íslandsmeistari í
3. deild og tryggði sér þar með
sæti í 2. deild á komandi leiktíð.
Fiskréttir í sósu
50% afsláttur
verð aðeins
690,- kr/kg
Tilboðin gilda fimmtudag og föstudag
o mm Vík
Hringbraut 92 • Sími 421 4747
lceland Express
»deildin
íþróttahúsið við Sunnubraut
Fimmtudaginn 9. mars. 2006
kl. 19.15
Keflavík - Njarðvík
Áfram Keflavík
í JVesprýði jm Langbesti^Z) u
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉJTA ERU í BOÐILANDSBAWKANS