Víkurfréttir - 05.10.2006, Blaðsíða 19
Jóhann frá út tímabilið
GAIS og Kalmar skildu
jöfn 2-2 í sænsku úrvals-
deildinni fyrir stuttu
en GAIS léku án Jóhanns B.
Guðmundssonar sem meiddist
nokkuð illa á æfingu á föstu-
dag í síðustu viku.
Talið er að liðband í öðru
hnéi Jóhanns hafi slitnað eða
tognað illa en hann fór í mynda-
töku vegna þessa á mánudag.
I myndatökunni kom í ljós að
ekkert er brotið hjá Jóhanni en
hann á eftir að undirgangast
sneiðmyndatöku síðar. Aðeins
sex leikir eru eftir í sænsku deild-
inni og því er líklegt að Jóhann
missi af þeim öllum.
Bikarstund í Laugardalshöll
Körfuknattleikslið Kefla-
víkur og Njarðvíkur
tryggðu sér um helgina
sæti í undanúrslitum Powerade
bikarkeppninnar. Keflvíkingar
burstuðu Tindastól 100-62 og
Njarðvíkingar Iögðu Hamar/
Selfoss 99-79.
Undanúrslitin verða leikin í
Laugardalshöll í kvöld þegar
Keflavík mætir Skallagrím kl.
19:00 og kl. 21:00 mætast Njarð-
víkingar og KR en þessi tvö lið
léku til úrslita í fyrra þar sem
Njarðvíkingar höfðu betur
og urðu fyrstir liða Powerade
meistarar. I kvennaflokki mæt-
ast Keflavík og Grindavík í und-
anúrslitum kl. 21 á föstudag en
í hinum undanúrslitaleiknum
mætast Haukar og ÍS kl. 19.
Gunnar til liðs við KR
Gunnar Stefánsson hefur ákveðið að leika með KR-ingum
í vetur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik, en
Gunnar er margfaldur íslands- og bikarmeistari með Keflvík-
ingum og hefur leikið með Keflavík frá blautu barnsbeini.
Gunnar er 27 ára skotbakvörður og hóf að leika með Keflavíkur
16 ára gamall og á því að baki um tíu ár í efstu deild.
Við hvetjum alla félagsmenn í VSFK til að nýta vel þetta
frábæra tækifæri til bættrar heilsu og betra lífs.
Verkalýðs- og
sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
k ‘ 1 1 i 4
LEL^Li^K
■
^"ylfingurinn Heiða Guðna-
dóttir úr Golfklúbbi Suð-
urnesja hafnaði í 11. sæti á
alþjóðlega gríska áhugamannamót-
inu í golfi sem lauk fyrir skemmstu.
Heiða lék fjóra hringi í mótinu á 304
höggum (76, 77, 76, 75).
Heiða stundar nám í fþrótb ’
unni í Reykjanesbæ og ætlar : _
veturinn vel til æfinga. „Ég er að
í sveiflunni minni og þarf að
járnahöggin mín því þau ert]
nægilega bein hjá mér,“ sagði .
sem er að verða 17 ára eftir nokkra
daga. Heiða ætlar að nota veturinn vel
til æfinga og stefnir á verðlaunasæti
í þeim mótum sem hún mun taka
þátt í næsta sumar. Atvinnumennskan
heillar einnig hjá Heiðu og því ætlar ,
hún að eyða góðum tíma í æfingar íl
Akademíunni, úti í Leiru og í gamla
HF þar sem GS hefur aðstöðu. Efni-
legur kylfingur á ferð sem á næsta víst !
eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.
_
,
Fábært tækifæri til bættrar
20% afsláttur af líkamsrækt
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Perlan hafa gert
með sér eftirfarandi samkomulag sem felur í sér afslátt og
tilboð til félagsmanna VSFK.
1. Félagsmenn VSFK og nágrennis fá 20% afslátt af árskorti í
líkamsrækt gegn staðgreiðslu.
2. Félagsmenn geta keypt 3 mánaða kort og fengið fjórða
mánuðinn frían.
3. Perlan býður félagsmönnum uppá fitumælingu og
matarráðgjöf að kostnaðarlausu.
IÞRÓTTASÍÐUR VfKURFRÉTTA ERU i BOÐ! LANDSBANKANS
VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÖTTASÍÐUR
19