Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 4

Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 4
KRINGLUNNI 2. HÆÐ - HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SKÓLAGLERAUGU Umgjörð og gler með glampa,- rispu og mó ðuvörn á aðeins: 14.900 kr. Samfélag  Niðurstöður rannsókna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gefa til kynna að neysla óþvegins salats sé orsök matarsýkingar sem varð þess valdandi að fjöldi kennara við Hvassaleitishluta Háaleitisskóla fékk magapest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landlækni. Þar segir að salat úr sömu framleiðslulotu hafi líka verið borið fram um svipað leyti í Hörðuvalla­ skóla. Rannsóknir á óþvegnu salati frá sama framleiðanda og það sem boðið var upp á í báðum skólunum hafa leitt í ljós hugsanlegan sýk­ ingarvald, bakteríuna Aeromonas hydrophila sem vitað er að getur valdið veikindum eins og um ræðir. Fresta þurfti skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla í síðustu viku vegna þess að meiri­ hluti starfsfólks skólans veiktist af magapest, en alls veiktust 26 af 36 starfsmönnum skólans. Einkenni magapestarinnar voru magaóþæg­ indi og niðurgangur sem varir í nokkra daga. Í tilkynningunni segir að veikum starfsmönnum sé ráðlagt að halda sig heima meðan niðurgangurinn gengur yfir og að auki í einn dag til viðbótar. Ef einkenni vara lengur en viku eða alvarleg veikindi koma upp getur verið ástæða til að jafnvel ann­ ars hraustir einstaklingar fái með­ ferð. – tpt Óþvegið salat olli niðurgangi kennara Samfélag Ungir íslenskir frum­ kvöðlar stefna að því að framleiða Anitar örmerkjalesara til að einfalda alla vinnu við skráningu og utanum­ hald dýra. Stofnendur Anitar telja núverandi ferli óskilvirk og tímafrek. Þurfa þeir að selja 250 eintök af örmerkjalesaranum í forsölu til þess að geta sett framleiðsluna í gang. For­ salan fer fram í gegnum Kickstarter og vonast teymið á bak við lesarann til að safna 40 þúsund dollurum, eða 4,2 milljónum svo hægt verði að hefja framleiðslu. „Ég var úti í haga að sækja hest sem ég á og varð þá vitni að mönnum í erfiðleikum með að finna réttan hest. Það tók þá nokkurn tíma að finna þann rétta. Mér þótti fyndið að fylgjast með þessu en karma bítur mann yfirleitt í bakið og ég rölti í burtu með vitlausan hest þennan sama dag,“ segir Karl Már Lárusson, stofnandi Anitar.  „Í ljósi þessarar reynslu ákvað ég að setja saman hóp fólks og reyna að Vilja nútímavæða skráningu hesta Nokkur heilræði frá MAST við salatgerð n Þvoið hendur ávallt vandlega áður en farið er að vinna með matvæli. Illa þvegnar hendur geta borið með sér alls konar örverur, Ef sár eru á höndum ætti að nota hanska. n Veljið ferskt hráefni sem ekki er farið að skemmast. n Hreinsið allt græn- meti vandlega. n Skolið allt græn- meti vandlega. Mælt er með skolun á þvegnu, pökkuðu blaðsalati fyrir neyslu. n Notið sérstakt skurðarbretti fyrir grænmeti og tryggið að öll áhöld sem notuð eru séu hrein. Krossmeng- un getur haft alvar- legar afleiðingar. n Skorið grænmeti á að geyma í lokuðu íláti við 0-4°C. nAllan mat sem neyta á án þess að hita hann fyrst á að geyma í efstu hillum kæliskápa. Salat þarf að meðhöndla eftir hand- þvott. NordicPhotoS/Getty Þegar unnið er með íslenska hestinn þá tengir snjallsímaforritið notandann beint við gagnagrunn íslenska hestsins, WorldFeng. MyNd/ANitAr finna einfalda lausn á vandamálinu. Við höfum þróað tæki sem getur nýst dýralæknum og ræktunarmönnum í starfi. Nú er bara að fá þá til liðs við okkur,“ segir hann bjartsýnn. Fyrsta útgáfan kallast The Bullet. Það er lítill örmerkjalesari og fer vel í vasa. Lesarinn er notaður samhliða snjallsímaforritum sem fyrirtækið er einnig að þróa. Með þessari samsetningu verður hægt að skanna og vinna með upp­ lýsingar fjölda dýra, svo sem hesta, hunda og svín. – bb Stjórnmál Theodóra S. Þorsteins­ dóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, á rétt á biðlaunum jafn háum þingfararkaupi í þrjá mánuði þegar hún hættir sem þingmaður um áramótin. Hún segist ekki ætla að þiggja biðlaunin. Theodóra, sem greindi frá yfir­ vofandi brotthvarfi sínu af þingi í Kópavogsblaðinu um helgina, ætlar að einbeita sér að sveitarstjórnar­ málum í Kópavogi þar sem hún er einnig kjörinn bæjarfulltrúi. Þrátt fyrir að hún verði aðeins búin að vera þingmaður í rúmt ár þegar hún hættir mun hún engu að síður eiga rétt á biðlaunum til þriggja mánaða upp á 1.101.195 krónur á mánuði. Helgi Bernódusson, skrifstofu­ stjóri Alþingis, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að kjörnir þingmenn þurfi ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga rétt á biðlaunum. Því skiptir engu máli hversu lengi eða stutt þeir hafa setið en þeir sem hafa setið tvö kjörtíma­ bil eða lengur eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði. „Sérhver þingmaður, sem hættir þingmennsku, á rétt samkvæmt lög­ unum, af hvaða ástæðum sem hann hættir; sjálfviljugur, tilknúinn eða hefur ekki lengur kjörfylgi,“ segir í svari Helga. Í samtali við Fréttablaðið kveðst Theodóra ekki hafa vitað af þessum rétti sínum á rúmlega 3,3 milljónum Ætlar ekki að þiggja milljónir í biðlaun eftir stutta þingsetu Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, ætlar að hætta á þingi um áramótin eftir rúmt ár á þingi. Hún segir að þingmennskan hafi ekki átt við hana. Þingmenn eiga rétt á þriggja mán- aða biðlaunum sama hversu stutt þeir sitja. Hún hefur talað alls í tvær og hálfa klukkustund í ræðustól. Störf Theodóru á Alþingi n Meðflutningsmaður um stjórn fiskveiða, brottfall og fram- lengingu bráðabirgðaákvæða. n Lagði fram eina fyrirspurn. Innleiðing barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. n Flutti 35 ræður, veitti 24 andsvör og talaði alls í rúmar 2,5 klst. n Lagði ekki fram neina þingsályktunartillögu. n Var fjarverandi 18 sinnum við atkvæðagreiðslu. n Sagði já í 84 prósentum tilvika. n Sem formaður þingflokks BF fékk hún 15 prósenta álag og var því með 1,26 milljónir krónur í laun á mánuði. Þetta bara hentar mér ekki. Ég er góð í stefnumótun og framkvæmd verkefna og langar að vera þar. Ég er ekki góð í að vera í málstofu, hafa hátt og niðurlægja fólk. Theodóra S. Þorsteinsdóttir 1.101.195 krónur á mánuði á Theodóra rétt á í biðlaun í þrjá mánuði. króna  og kveðst hún ekki ætla að nýta sér biðlaunin. „Ég hætti um leið og þingi lýkur í desember og mun ekki þiggja nein biðlaun. Ef ég væri að þessu fyrir launin myndi ég hætta í sveitarstjórn og vera á þinginu. Ég er orðin þreytt á þessari launa­ umræðu, þetta snýst ekkert um það.“ Ákvörðun Theodóru hefur vakið mikla athygli en hún telur að fólk hafi misskilið ummæli hennar um áhrifaleysi þingmanna á óskilvirku Alþingi. Hún hafi verið að tala fyrir hönd þingmanna almennt.  Hún og þingmenn ríkisstjórnarinnar hafi  mótað sína stefnu  í sínum flokkum og komið þeim fyrir í ríkis­ stjórnarsáttmálanum.  „Þar hef ég  áhrif og er búin að koma mínu á framfæri þar, en hvernig eigum við að auka áhrif almennra þingmanna til að það verði raunverulegur árangur?“ Viðurkennir Theodóra að hún hafi haldið sig til hlés á síðasta þingi til að læra og fylgjast með hvernig öllum þeim ótalmörgu þingmálum sem þingmenn leggja fram vegnar. Henni hafi ekki litist á það sem hún sá.   „En ég hef ekki rætt þetta við ráð­ herrana því þetta átti ekki að vera aðalatriðið. Það er að ég brenn fyrir Kópavogi og langar til að vera þar í stefnumótun og framkvæmd verk­ efna. Í þinginu er eitthvað allt annað.“ Á mannamáli  hafi hún prófað að vera þingmaður í ár og það hafi hreinlega ekki átt við hana. „Þetta bara hentar mér ekki. Ég er góð í stefnumótun og framkvæmd verkefna og langar að vera þar. Ég er ekki góð í að vera í málstofu, hafa hátt og niðurlægja fólk.“ mikael@frettabladid.is ViðSkipti  Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Kviku banka á öllu hlutafé Virðingar. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Fram kemur í niðurstöðunni að að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins sé það mat Samkeppniseftirlitsins að sam­ runinn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðs­ ráðandi stöðu. Þá leiði hann ekki til þess að samkeppni á markaði rask­ ist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því séu ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grund­ velli samkeppnislaga. Greint var frá því í lok júní að Kvika banki hefði keypt allt hlutafé í verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Kaupverðið væri 2.560 milljónir króna og yrði greitt með reiðufé. Félögin verða sameinuð undir nafni Kviku. – sg Kvika má kaupa Virðingu nOrEgUr Hagfræðingur norska stór­ bankans DNB, Kjersti Haugland, spáir því að húsnæðis verð muni halda áfram að lækka í Ósló til sum­ arsins 2018. Til skamms tíma verði því kostnað­ urinn við að leigja minni en kostn­ aðurinn við að taka lán til að kaupa sitt eigið. Á það sérstaklega við þá sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Hún spáir því að húsnæðisverðið fari að hækka á ný árið 2019 og 2020. Það verði svo ekki fyrr en í lok árs 2020 sem verð á húsnæði verði svipað og nú í vor. Fyrir nokkrum árum spáði bank­ inn verðlækkun en þá hækkaði hins vegar húsnæðisverðið. – ibs Leiga ódýrari en lántaka 2 9 . á g ú S t 2 0 1 7 Þ r i ð j U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 8 -F 4 9 4 1 D 9 8 -F 3 5 8 1 D 9 8 -F 2 1 C 1 D 9 8 -F 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.