Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 8
Yfirlýsing frá CoverGlobal oy Finnlandi
CoverGlobal oy tilkynnir hér með öllum viðskiptavinum á Íslandi með ólokna
samninga um handrið eða svalalokun úr Cover efni að þann 14. ágúst 2017
sleit CoverGlobal oy einkaleyfissamningi sínum við Gler og Brautir Intl. ehf.,
Skútuvogi 10B, 104 Reykjavík, sem var þáverandi einkaleyfishafi á Íslandi fyrir
Cover vörur.
Ekki hefur verið unnt að komast í samband við alla viðskiptavini með undir-
ritaðan samning gerðan við einkaleyfishafa fyrir 14. ágúst 2017. Allir við-
skiptavinir eru hvattir til að láta CoverGlobal oy vita um stöðu samnings þeirra
til að tryggja afhendingu viðkomandi Coverkerfis ásamt ábyrgð. Vinsamlegast
sendið tölvubréf ásamt ljósriti af samningi og upplýsingum um greiðslur sem
inntar hafa verið af hendi og stöðu verksamnings og afhendingar til Juhana.
Berner@coverglobal.com og cc til thuridurhalldorsdottir@gmail.com
Öll vinna og uppsetningar með Cover efni eftir 14. ágúst 2017 er ólögleg ef hún
hefur ekki verið samþykkt fyrirfram af CoverGlobal oy eða gerð með þeirra
leyfi.
Varðandi allar nýjar pantanir eða staðfestingu á þegar gefnum tilboðum
eru viðskiptavinir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við
Þuríði Halldórsdóttur hdl., Hátúni 6a, 105 Reykjavík. Sími 7775729.
Netfang: thuridurhalldorsdottir@gmail.com
Birt samkvæmt umboði undirrituðu af Päivi Rajamäki, CEO CoverGlobal Ltd.
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is • www.sorg. is • nydogun@nydogun. is
Þann 30. ágúst kl. 20:00 í safnaðarsal Háteigskirkju
ræðir Halldór Reynisson um sorgina og þau
margvíslegu áhrif sem dauðsföll hafa á líf okkar.
Ókeypis og allir velkomnir.
Að lifa með sorg
Íþróttasjóður
Umsóknarfrestur til 2. október
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir
umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt
lögum nr. 64/1998 og reglugerð nr. 803/2008.
Veita má framlög til eftirfarandi verkefna:
l Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka
þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
l Útbreiðslu- og fræðsluverkefna
l Íþróttarannsókna
l Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna
á www.rannis.is Umsóknum skal skila á rafrænu
formi fyrir kl. 17:00, 2. október 2017.
Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson,
andres.petursson@rannis.is,
sími 515 5833.
CCG
As a christian church known by many from our internet page
ccg.org, we know there is conciderable interest for our litter-
ature in Iceland. Because of this we would like to conduct a
seminar for interested persons this autumn.
If anyone would like to meet with us, please contact us at
secretary@ccg.org
Bandaríkin Heilu hverfin eru nú á
floti í fjórðu stærstu borg Bandaríkj-
anna, Houston, eftir að Harvey gekk
á land sem meiriháttar fellibylur á
föstudagskvöld. Allt að 2.000 manns
hefur verið bjargað í Houston og
nágrenni. Varað er við að hið versta
sé ekki afstaðið.
BBC greinir frá því að sumum hafi
verið bjargað af þökum húsa sinna. Í
það minnsta átta manns eru látnir
samkvæmt fréttum The Guardian.
Alls hefur 75 sentimetra úrkoma
fallið í Houston, þar sem 6,6 millj-
ónir manna búa, á síðustu fjórum
dögum. Brock Long, forstjóri
Almannavarna Bandaríkjanna
(FEMA) segir að stormurinn sé
tímamótaviðburður og biðlaði til
almennra borgara um hjálp, að því
er segir í frétt CNN.
Almannavarnir í Bandaríkjunum
búast við því að 450.000 sæki um
hjálp vegna hitabeltisstormsins.
Talið er að allt að 30.000 manns
gætu þurft að hafast við í tíma-
bundnum neyðarskýlum.
The Guardian greinir frá því að
Hvíta húsið sé að skipuleggja heim-
sókn Donalds Trump Bandaríkja-
forseta til Corpus Christi í dag, en
sú borg er í 200 mílna fjarlægð frá
Houston. Trump muni forðast þau
svæði sem eru verst leikin eftir nátt-
úruhamfarirnar.
Úrhellið heldur áfram í Texas
og fikrar sig nú að ríkjamörkum
Texas og Louisiana. Áfram er varað
við hættulegum flóðum í Texas og
sömuleiðis í nágrannaríkinu.
Veðurstofa Bandaríkjanna spáir
því að flóðin í Texas nái hámarki á
morgun eða fimmtudag. Áður en
yfir lýkur er talið að svæðið fái meira
en ársúrkomu á innan við viku.
Þúsundir heimila voru enn án
rafmagns þegar Fréttablaðið fór í
prentun í gær. Mörgum skólum og
tveimur aðalflugvöllum Houston
hafði einnig verið lokað tíma-
bundið.
Kristinn Bergmann Eggertsson,
sem býr nálægt miðborgHouston,
sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær borg-
ina í lamasessi.
„Harvey er fastur yfir Houston
núna og virðist ætla að vera það
næstu daga. Hann hreyfist eigin-
lega ekkert, en síðan virðist sem
hann muni fara aftur út á Mexíkó-
flóa, styrkjast þar og koma aftur yfir
Houston,“ sagði Kristinn.
Aðspurður sagði Kristinn sig og
eiginkonu sína, Stephanie Karas
Bergmann, hafa búið sig undir-
óveðrið með því að afla vista. „Við
pössuðum að eiga nóg af mat og
drykkjarvatni fyrir viku til tíu daga,
ef við skyldum missa rafmagn og
rennandi vatn,“ sagði hann. „Svo
erum við búin að tæma neðri hæð-
ina okkar af húsgögnum, ef ske
kynni að hún fylltist af vatni.“
saeunn@frettabladid.is
Áfram varað við úrhelli
og flóðum í Texasfylki
Að minnsta kosti átta eru látnir eftir að fellibylur gekk yfir Houston í Texas á
föstudagskvöld. Alls hefur úrkoma náð 75 sentimetrum. Búist er við frekara
úrhelli í Texas og Louisiana. Spáð er að flóðin nái hámarki á morgun eða hinn.
Harvey er fastur yfir
Houston núna og
virðist ætla að vera það
næstu daga. Hann hreyfist
eiginlega ekkert, en síðan
virðist sem hann muni fara
aftur út á Mexíkóflóa,
styrkjast þar og koma aftur
yfir Houston
Kristinn Bergmann Eggertsson,
íbúi í Houston
Bretland Breska verslanakeðjan
Co-Op er sú síðasta í röð verslana
sem ákveðið hafa að rukka ekki
viðskiptavini um svokallaðan „túr-
skatt“. Skatturinn er lagður á dömu-
bindi og túrtappa þar sem vörurnar
flokkast sem lúxusvörur.
Verðið á vörunum mun lækka
um fimm prósent frá og með
mánaðarlokum og mun verslunin
þannig niðurgreiða þær. Á síðustu
vikum hafa Tesco, Waitrose og
Morrisons tekið sömu ákvörðun að
því er fram kemur í frétt City A.M.
um málið.
Stefnt er að því að skatturinn
verði lagður af á næsta ári sam-
Breskar búðir afnema túrskattinn
Fimm prósenta viðbótarskattur
er á túrtöppum og dömubindum í
Bretlandi. NordicPhotos/Getty
20%
skattur var á dömubindum
og túrtöppum í Bretlandi en
hann var lækkaður í 5%.
kvæmt löggjöf sem verið er að
vinna að í evrópska þinginu. Bresku
verslanirnar hafa hins vegar tekið
forskot á sæluna með því að bjóða
strax lægra verð. Áður hafði skattur-
inn verið lækkaður úr tuttugu pró-
sentum í fimm prósent. – sg
Allt að 2.000 manns hefur verið bajrgað í houston-borg og nágrenni. NordicPhotos/Getty
2 9 . á g ú s t 2 0 1 7 Þ r i Ð J U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
2
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
9
-0
3
6
4
1
D
9
9
-0
2
2
8
1
D
9
9
-0
0
E
C
1
D
9
8
-F
F
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K