Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 17

Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 17
Ein af grunnstoðum góðrar heilsu er svefninn. „Rann-sóknir sýna að röskun á svefni eykur álag á líkamann á svipaðan máta og kvíði eða streita og má því segja að hann sé undirstaðan fyrir heilbrigði og vellíðan. Það er því jafn mikilvægt að sofa vel eins og að hreyfa sig og borða hollan og næringarríkan mat,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Artasan. 30% Íslendinga sofa of lítið Fullorðið fólk þarf að meðaltali að sofa í um átta klukkustundir, sumir lengur og aðrir skemur eða á bilinu 6-10 klukkustundir. „Algengt er að svefntruflanir komi með aldrinum og er talið að um 30 prósent Íslendinga sofi of lítið og fái óendurnærandi svefn,“ segir Hrönn. Hún segir ástæðurnar geta verið margvíslegar og er algengt að streita, áhyggjur, kvíði, óvissa og þunglyndi valdi því að við sofum illa. „Ýmsir sjúkdómar, bæði líkamlegir og andlegir, geta líka haft sín áhrif. Sömu- leiðis ferðalög á milli tímabelta og vaktavinna sem hvort tveggja ruglar svefninn hjá mörgum. Síðast en ekki síst skiptir máli hvað við borðum, hvernig og hvenær þegar kemur að því að fá góðan nætursvefn.“ Svefnhormónið melatónín Líkaminn framleiðir svefnhorm- ónið melatónín þegar fer að nálgast háttatíma. „Þetta á að gerast á nátt- úrulegan hátt en hjá mörgum er eitt- hvað sem truflar þetta ferli, eins og til dæmis það sem talið er upp hér að framan. Þá eyðir fólk oft löngum tíma í að bylta sér í rúminu og jafnvel pirrast yfir að festa ekki svefn. Amínó- sýran L-tryptófan sem fyrirfinnst í mörgum matvæl- um er byggingar- efni melatóníns. Það er einnig eitt af innihaldsefnum Lunamino svefnbætiefnisins,“ upplýsir Hrönn. Róandi jurtir og bætiefni Auk L-trypt- ófans inniheldur Lunamino vel þekktar jurtir sem eru þekktar fyrir róandi og slakandi áhrif. „Þessar jurtir eru melissa sem hjálpar okkur að sofna ásamt lindarblómi og höfrum sem eru sérstak- lega róandi. Lunamino inniheldur einnig blöndu af B-vítamínum og magn- esíum.“ Hugum vel að svefnaðstæðum Um það bil þriðjungi manns- ævinnar er varið í svefn. „Gott er að koma sér upp rútínu fyrir svefninn sem miðar að því að við slökum á og gleymum aðeins amstri dagsins. Mikilvægt er að það sé ávallt ferskt og gott loft í svefnherberginu okkar. Þá er gott að draga eins og hægt er úr rafmagnstækjanotkun ásamt því að sleppa alveg notkun á tölvum, iPad og símum rétt áður en farið er að sofa. Fáum okkur frekar góða bók að lesa, hlustum á róandi tónlist eða stundum ein- hvers konar slökun eða íhugun. Gætum þess einnig að hafa hljótt í kringum okkur og dimmum her- bergið vel þegar við ætlum að fara að sofa.“ Svefn og yfirþyngd Svefn og mataræði tengjast sterkum böndum. Hrönn segir best að borða létta máltíð á kvöldin. Það er líka góð regla að borða ekki eftir kl. 19 á kvöldin. Þá ætti að sleppa örvandi drykkjum sem innihalda koffín og/ eða sykur og sömuleiðis sætindum og ruslfæði, því þó svo að við sofnum eru miklar líkur á því að við vöknum aftur þegar blóðsykurinn nær lág- marki. Einnig hefur svefnleysi áhrif á seddu og svengdarhormónin leptín og ghrelin sem ásamt brenglun á streituhormóninu kortisóli auka löngun okkar í orkuríkan mat.“ Hrönn segir svefnvandamál og svefnleysi geta átt sér dýpri rætur en svo að framangreind ráð hjálpi og þá sé um að gera að leita til sérhæfðra fagaðila. Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur verslana. Góður svefn er gulli betri Amínósýran L-tryptófan er byggingarefni svefnhormónsins melatóníns. Það ásamt völdum jurtum og bætiefnum, sem öll eru þekkt fyrir róandi og slakandi áhrif, hjálpar okkur að sofna auk þess sem nætursvefninn verður betri og samfelldari. Algengt er að svefntruflanir komi með aldrinum og er talið að um 30 prósent Íslendinga sofi of lítið og fái óendurnærandi svefn Lunamino inni- heldur L-tryptófan sem er m.a. byggingarefni svefnhormónsins mela- tóníns. Það innheldur einnig róandi jurtir og bætiefni sem getur reynst afar hjálplegt við að komast út úr þeim víta- hring sem svefnleysi getur valdið og hjálpað til við að bæta svefninn og svefnmynstrið. Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsu- og næringarmarkþjálfi Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Krill Oil - öflugustu Omega 3 fitusýrurnar Kristófer Fannar Stefánsson „Eftir að ég fór að taka Krill olíuna finn ég mjög mikinn mun á mér og þá sérstaklega húðinni“ Krill olía er omega 3 í sinni hreinustu og öflugustu mynd, sótt í Suðurskautshafið sem er hreinasta hafsvæði veraldar. Líkaminn á mjög auðvelt með að nýta sér fitukeðjurnar í krillinu og ekkert eftirbragð er eftir inntöku. Krill_Oil_5x10_20170825 copy.pdf 1 28/08/2017 09:58 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 . ág ú S t 2 0 1 7 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 9 9 -0 D 4 4 1 D 9 9 -0 C 0 8 1 D 9 9 -0 A C C 1 D 9 9 -0 9 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.