Fréttablaðið - 29.08.2017, Síða 18
Ég fer út að sigla
þegar tími gefst til
og það er alltaf jafn
gaman. Ég hef líka keppt í
skútusiglingum.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Katrín segir að stundum sé of gott veður til að sigla því betra sé að hafa
nægan vind í seglin. MYND/ERNIR
Yfir sumartímann má gjarnan sjá seglskútur á siglingu úti fyrir Reykjavík en þetta
skemmtilega sport nýtur sívaxandi
vinsælda. Hægt er að sigla yfir
veturinn þegar veður gefst en
siglingar eru fyrst og fremst sumar-
sport.
Katrín Guðmundsdóttir kynntist
skútusiglinum fyrir um tuttugu og
fimm árum og hefur stundað þær
nokkuð reglulega síðan þá. „Ég fer
út að sigla þegar tími gefst til og
það er alltaf jafn gaman. Ég hef líka
keppt í skútusiglingum í gegnum
árin og þá er líf og fjör um borð.
Upphaflega kynntist ég þessu sporti
í gegnum manninn minn, Halldór
Jörgensson. Hann var búinn að vera
í siglingum frá því hann var krakki
og hafði einnig leiðbeint á siglinga-
námskeiðum. Eitt sumarið réð
hann sig í áhöfn á skútu, ásamt vini
sínum, og upp frá því fór ég að sigla
reglulega með þeim. Hann kenndi
mér réttu handtökin en þetta snýst
fyrst og fremst um að kippa í réttu
spottana og haga seglum eftir
vindi,“ segir Katrín kankvís og bætir
við að sér hafi strax þótt gaman að
mæta niður á bryggju og fá að vera
með.
„Það er líka mikilvægt að vera
tilbúinn til að taka við skipunum
frá skipstjóranum og fara eftir
þeim. Ein grunnregla er að ef maður
kann ekki neitt þarf að passa að
sitja hvorki né standa á neinum
spotta því oft vill verða mikill hasar
um borð og þá þarf allt að ganga
alveg smurt fyrir sig,“ segir Katrín.
Í vinnunni kemur hún einnig að
siglingum en þó á annan hátt því
hún starfar hjá Atlantik sem sér um
að skipuleggja dagsferðir farþega
skemmtiferðaskipa sem koma
hingað til lands.
Keppnir á þriðjudögum
Katrín og Halldór keppa fyrir hönd
siglingaklúbbsins Brokeyjar þegar
þau taka þátt í mótum. Klúbburinn
var stofnaður fyrir 46 árum og
stendur fyrir vikulegum siglinga-
mótum yfir sumartímann. Um er að
ræða óformlega keppni sem hefst
kl. 18 á þriðjudögum og tekur um
tvo til þrjá tíma. Siglt er í kringum
eyjarnar á sundunum og eftir bauj-
unum í Víkinni. Yfir vetrartímann
fækkar mótunum verulega en þó
er hefð fyrir því að halda síðustu
siglingakeppni ársins á gamlársdag.
„Það kemur varla fyrir að keppni
falli niður vegna veðurs. Þeir sem
hafa áhuga á skútusiglingum geta
einfaldlega mætt niður á bryggju
hjá Brokey bak við Hörpu, og
fengið að taka þátt,“ segir Katrín en
hjá Brokey eru reglulega námskeið
í undirstöðuatriðum siglinga, svo
sem að seglbúa og sigla.
Stundum of gott veður
Katrín segist oft vera spurð hvort
það sé virkilega hægt að stunda sigl-
ingar hér við land og fólk trúi varla
að svo sé, miðað við veðurfarið. „En
það er hægt að sigla nær alla daga
yfir sumarið. Stundum er meira að
segja of gott veður fyrir siglingar
því það er betra að hafa smá vind í
seglin,“ upplýsir hún.
Um tíma var Katrín í kvenna-
áhöfn sem tók þátt í keppnum
með ágætum árangri. „Við vorum
nokkrar vinkonur sem ákváðum
að setja saman í eina áhöfn og sigla
og keppa saman. Ég held að þetta
Togað í spotta
Katrín Guðmundsdóttir lærði fljótt réttu handtökin þegar
hún hóf að stunda skútusiglingar. Hún segir mikilvægt að
kippa í réttu spottana og haga seglum eftir vindi.
Viltu kaupa fasteign á Spáni?
M a s a I n t e r n a t i o n a l - m a s a i c e l a n d @ g m a i l . c o m - w w w. m a s a i n t e r n a t i o n a l . c o m
Flogið er með WOW-air til Alicante þann 14. september, nk. og heim aftur 18. september.
Verð aðeins kr. 39.999
Innifalið er flug, hótel og uppihald, ásamt skoðunarferðum
með reynslumiklum fasteignaráðgjöfum MASA.
MASA International hefur starfað á fasteignamarkaði á Spáni frá árinu 1981
og hjálpað mörgum fjölskyldum að finna sína fasteign.
Hafðu samband við kynningarfulltrúa MASA á Íslandi og bókaðu ferðina,
Jón Bjarni 896 1067 - Jónas 842 1520
MASA International býður þér í skoðunarferð til Costa Blanca á Spáni,
þar sem draumaeignina þína gæti verið að finna.
hafi verið eina kvennaáhöfnin sem
hefur keppt hérlendis og við bíðum
eftir góðu tækifæti til að hittast á ný
að keppa,“ segir Katrín.
Innt eftir því hvað henni finnist
skemmtilegast við siglingar segir
Katrín það vera útiveruna og hreyf-
inguna. „ Svo er gaman að keppa því
þá myndast góð stemning um borð.
Við hjónin eigum hlut í tveimur
skútum. Önnur er keppnisskúta
en Halldór er gallharður keppnis-
maður og tók þátt í Íslandsmóti
kjölbáta á dögunum. Hin er meira
eins og fljótandi sumarbústaður og
við höfum stundum gist í henni. Sú
skúta er meira kósí. Við höfum leigt
skútu á Spáni en draumurinn er að
leigja skútu í Króatíu og sigla um á
þeim slóðum.“
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . áG ú S T 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
9
-1
2
3
4
1
D
9
9
-1
0
F
8
1
D
9
9
-0
F
B
C
1
D
9
9
-0
E
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K