Fréttablaðið - 29.08.2017, Qupperneq 20
Nám í Svæðameðferðaskóla Þórgunnu
Haustönn hefst þriðjudaginn 5. september
Tilvalið nám fyrir þig sem hefur áhuga
á að vinna sjálfstætt eða í hlutastarfi.
Viðurkennt af BIG og niðurgreitt af
stéttarfélögum.
Kennsla eitt kvöld í viku
frá kl. 18.00 - 21.00.
Nánari upplýsingar á heilsusetur.is
og í síma 8969653
gæði – þekking – þjónusta
Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
HAKKAVÉLAR
Mikið úrval af hakkavélum
sem henta stórum
og smáum fyrirtækjum
BIÐRAÐAKERFI - FÆRIBÖND - DEIG- & RASPVÉL - BRÝNI
MÁLMLEITARTÆKI - ÁLEGGSHNÍFAR - FLUGNABANAR
HAMBORGARAVÉLAR - KJÖTSAGIR - ROÐFLETTIVÉLAR
FÁÐU TILBOÐ
Birgitta lætur ekkert stoppa sig. Hún er alin upp í líkamsræktinni hjá foreldrum sínum, Dísu og Bjössa í World Class.
Birgitta Líf Björnsdóttir hefur í nógu að snúast og nýtur þess. Auk þess sem hún er
framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland,
starfar Birgitta sem samfélags-
stjóri hjá World Class og Laugar
Spa og er þar að auki flugfreyja
hjá Icelandair á sumrin. Þá er hún
meistaranemi í alþjóðaviðskipt-
um. Til að komast yfir allt þetta
þarf hún að halda sér í góðu formi
og kann ýmis góð ráð til þess. „Ég
æfi nánast daglega og er dugleg að
hafa hreyfinguna fjölbreytta og
skemmtilega,“ segir Birgitta þegar
hún er spurð um galdurinn á bak
við heilbrigðið. „Ég er í þjálfun
þrisvar í viku með vinkonum
mínum hjá Mark Johnson þar
sem við erum í ýmsum æfingum
með lóð og við lærum tæknilegri
æfingar. Þess utan er ég dugleg að
fara sjálf í ræktina, að hlaupa, í
opna tíma, hot yoga og á dans-
æfingar. Ég æfi oftast daglega enda
líður mér langbest þegar ég næ
æfingu yfir daginn en að meðal-
tali æfi ég 4-6 sinnum í viku,“ segir
hún.
Þegar Birgitta er spurð hver sé
uppáhaldsæfingin, svarar hún:
„Í augnablikinu eru það þungar
hnébeygjur þar sem ég er að æfa
mig og bæta mig í þeim til að ná
ákveðnu markmiði fyrir lok árs.“
Hún segist auk þess velja almennt
hollt fæði. „Ég vil hafa jafnvægi í
mataræðinu og mér finnst allt gott
í hófi. Ég neita mér ekki um neitt,“
bætir hún við.
Birgitta segist reyna að fá góða
orku fyrir æfingar. „Best finnst
mér að fá mér hafragraut en ef ég
er á hraðferð er alltaf gott að grípa
í banana. Eftir æfingu passa ég að
fá strax prótein til að koma í veg
fyrir vöðvaniðurbrot og finnst
best að skella í mig próteinsjeik.
Á milli mála eru það bananar,
Froosh, próteinsjeik, Mamma
Chia, próteinstykki eða rískökur
sem er vinsælast hjá mér.“
En lumar Birgitta góðum ráðum
fyrir þá sem vilja taka sig á í rækt-
inni? „Það er mikilvægt að hafa
gaman af því sem maður er að gera
til að ná árangri. Góður félagsskap-
ur eða góð tónlist í ræktinni getur
gert gæfumuninn og verður að
passa að hafa allt í góðu hófi, bæði
hvað varðar æfingar og mataræði,“
segir hún en helstu áhugamál
hennar eru almenn hreyfing, dans,
tíska, tónlist og ferðalög. Það má
því segja að Birgitta geti sameinað
öll áhugamálin í störfum sínum.
Allt þarf að vera
í góðu hófi
Keppnin um Ungfrú Ísland fór fram um helgina. Birgitta Líf
Björnsdóttir er framkvæmdastjóri keppninnar og hefur haft nóg
að gera undanfarna daga. Og hún er dugleg að halda sér í formi.
Stund milli stríða.
Birgitta Líf æfir daglega og er í hörku-
formi.
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . áG ú S t 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
9
-0
D
4
4
1
D
9
9
-0
C
0
8
1
D
9
9
-0
A
C
C
1
D
9
9
-0
9
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K