Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2017, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.08.2017, Qupperneq 22
En okkur langar að gera betur en síðast, það er á hreinu. Okkur langar í þennan fyrsta sigur, það byrjar allt með honum. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 Arnar Guðjónsson er annar aðstoðarþjálfara landsliðsins. MYND/VILHELM Íslendingar mæta Grikkjum á fimmtudaginn í fyrsta leik á Eurobasket 2017 og ríkir mikil spenna og tilhlökkun í íslenska hópnum að sögn Arnars Guðjónssonar, annars aðstoðar- þjálfara íslenska landsliðsins. „Stemningin hefur verið mjög góð á undirbúningstímabilinu. Þetta er þéttur hópur og spennan eykst með hverjum deginum. Flestir leikmennirnir hafa verið í æfingahópnum áður og þekkja hugmyndir okkar mjög vel. Lítils- háttar meiðsli hafa verið að trufla okkur og því höfum við ekki náð að stilla upp okkar besta liði í síðustu leikjum. Við reiknum þó með öllum klárum í fyrsta leik á fimmtudag.“ Áttu möguleika Þótt íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum á Eurobasket í Berlín 2015 stóðu strákarnir sig mjög vel og voru nálægt sínum fyrsta sigri í lokakeppni stórmóts. „Í leikjunum gegn Tyrkjum og Þjóðverjum áttum við möguleika og vorum síðan með Ítalaleikinn í okkar höndum en náðum ekki að klára hann. Við sýndum því vel að við getum keppt á þessu sviði. Við spiluðum vel því við vorum hugaðir, en á sama tíma skynsamir í sókninni. Í vörn vorum við stríðsmenn, alltaf tilbúnir að hjálpa hver öðrum og berjast um alla bolta. En okkur langar að gera betur en síðast, það er á hreinu. Okkur langar í þennan fyrsta sigur, það byrjar allt með honum. Ef við náum í hann, þá er hægt að láta sig dreyma um eitthvað meira. Þjálfarateymið hefur sömu væntingar til allra leikmanna liðsins, hver og einn á að leysa sitt hlutverk eftir bestu getu og gefa allt sitt í þetta, innan vallar sem utan.“ Og hann er hóflega bjartsýnn á góðan árangur. „Ég hef trú á því að ef við höldum okkur við þessa upp- skrift og bætum við reynsluna sem við fengum af síðasta móti, þá geti allt gerst. Ef við ætlum hins vegar að skila sama vinnuframlagi og mótherjinn og treysta á körfubolta- hæfileika verður þetta erfitt mót. Okkar hæfileiki er að við getum verið duglegri en öll önnur lönd.“ Áhersla á vörn Leikstíll íslenska liðsins hefur verið nokkuð svipaður undan- farin fjögur ár að sögn Arnars þótt hann þróist eðlilega eitthvað milli ára. „Það sem breytist samt ekki er að við verðum að setja pressu á boltann í vörninni og vera tilbúnir að tvídekka stóru menn andstæð- inganna. Í sóknarleiknum þarf að gera hluti sem þessar stóru þjóðir sjá lítið af, eins og að setja stærri mennina í óvanalegar aðstæður. Einnig þurfum við að laga okkur að því að hafa Tryggva inni á, hann breytir aðeins leikstílnum okkar með stærð sinni, báðum megin á vellinum.“ Aðspurður hvort hann hlakki sérstaklega til að mæta ákveðnum liðum eða leikmönnum segist hann ekki hafa velt því mikið fyrir sér. „Ég hef ekki velt því mikið fyrir mér. Hugurinn er eins og stendur við Grikki og Pólverja sem við mætum í fyrstu tveimur leikjum okkar. En af einstökum leikmönn- um held ég að það verði gaman að sjá hinn franska Boris Diaw, hann er ótrúlega snjall leikmaður.“ Langar í fyrsta sigurinn Mikil spenna er í íslenska hópnum sem mætir Grikkjum í fyrsta leik á Eurobasket næsta fimmtudag. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjum í Berlín 2015 stóðu strákarnir sig mjög vel og langar nú að landa fyrsta sigr- inum í lokakeppni stórmóts. Luka Doncic frá Slóveníu er 18 ára og einn efnilegasti leikmaður álfunnar. Slóvenía Goran Dragic er 31 árs leikstjórn- andi sem leikur með Miami Heat í NBA-deildinni. Hann hefur átt fínan feril og skoraði m.a. 20,3 stig á leik á síðasta tímabili. Árið 2014 hlaut hann verðlaun fyrir mestu framfarir og var einnig valinn í þriðja úrvalslið deildarinnar. Luka Doncic er einungis 18 ára gamall og þykir einn efnilegasti leik- maður sinnar kynslóðar í Evrópu. Hann leikur bæði stöðu leik- stjórnanda og skotbakvarðar með spænska stórliðinu Real Madrid í spænsku ACB-deildinni. Flestir sérfræðingar spá því að hann verði valinn snemma í nýliðavalinu í NBA- deildinni árið 2018. Finnland Lauri Markkanen er bjartasta vonin í finnskum körfubolta. Hann var valinn í NBA-nýliðavalinu í sumar af Minnesota og því næst skipt til Chicago í pakkaskiptum sem inni- héldu stórstjörnuna Jimmy Butler. Lauri er einungis 20 ára gamall en er um 2,13 m á hæð og þykir afbragðs skotmaður, þ. á m. góð þriggja stiga skytta. Svo góð skytta þykir hann að íþróttavefurinn SB Nation kallaði hann bestu sjö feta skyttuna sem sést hefur í bandarískum háskólabolta. Frakkland Evan Fournier er geysilega sterkur leikmaður sem leikur bæði stöðu lítils framherja og skotbakvarðar. Hann er rétt rúmlega 2 metrar á hæð og leikur með Orlando Magic í NBA-deildinni. Fornier var stiga- hæstur leikmanna ungs og efnilegs liðs Orlando á síðasta tímabili með 17,2 stig. Stórhættulegur leikmaður og skemmtileg áskorun fyrir íslensku leikmennina. Kevin Séraphin átti fínan NBA- feril þar sem hann spilaði í sjö ár, lengstum með Washington Wizards. Kevin er um 2,08 m á hæð, sterkur strákur sem spilar bæði stöðu mið- herja og kraftframherja. Besta ár hans í NBA-deildinni var tímabilið 2012-2013 en þá kom hann af bekknum og skoraði 9,1 stig og tók 4,4 fráköst. Hann hefur kvatt NBA-deildina, a.m.k. í bili, og skrifaði undir hjá spænska stórliðinu FC Barcelona Bàsquet seint í sumar þar sem hann mun að öllu óbreyttu dvelja næstu tvö árin. Bakvörðurinn Nando De Colo hefur átt frábæran feril í evrópska boltanum. Hann lék um tíma í NBA- deildinni með San Antonio Spurs og Toronto Raptors en samdi við hinn fornfræga rússneska björn, CSKA Moskvu, sumarið 2014. Óhætt er að segja að hann hafi sett mark sitt á evrópska boltann því hann vann EuroLeague-titilinn með liðinu árið 2016, hefur síðustu þrjú tímabil komist í All-European úrvalsliðin og vann Alphonso Ford bikarinn sem stigahæstu leikmenn Euroleague fá fyrir stigaskorun sína. Boris Diaw er í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum NBA-boltans enda fjölhæfur og skemmtilegur leikmaður. Hann hefur átt góðan feril í NBA-deildinni með nokkrum liðum og vann m.a. til verðlauna fyrir mestu framfarir árið 2006 auk þess að vinna titilinn eftirsótta með San Antonio Spurs árið 2014. Boris er orðinn 35 ára gamall og því á lokametrum ferilsins en það verður gaman að sjá íslensku strákana kljást við kappann. Grikkland Nick Calathes er leikstjórnandi gríska landsliðsins. Hann átti frá- bæran háskólaferil með Florida- háskólanum og lék í tvö ár með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni. Þegar einn lykilmanna liðsins, Mike Conley, meiddist komst hann í byrj- unarliðið um tíma. Þar stóð hann sig það vel að hann var valinn nýliði mánaðarins. Nick hefur leikið með gríska liðinu Panathinaikos síðan 2015 og er talinn vera með bestu varnarmönnum Evrópu. Thanasis Antetokounmpo er eldri bróðir gríska undursins Giannis Antetokounmpo. Thanasis átti stuttan feril í NBA með New York Knicks en hefur vegnað mun betur á Spáni. Í sumar skrifaði hann undir hjá gríska liðinu Panathinaikos. Hann er minni en bróðir hans, rétt rúmlega 2 metrar á hæð. Georgios Papagiannis er 2,16 m hár miðherji sem var valinn af Sacra- mento Kings í nýliðavalinu 2016. Enginn grískur leikmaður hefur verið valinn svo ofarlega en Georgios var valinn nr. 13. Hann er einungis tvítugur, stór og sterkur strákur, sem á vafalaust eftir að verða íslensku strákunum erfiður. Pólland A.J. Slaughter er bandarískur skot- bakvörður með pólskt ríkisfang. Eftir tvö ár í Western Kentucky-háskól- anum reyndi hann við NBA-nýliða- valið en án árangurs. Síðustu árin hefur hann leikið víða í Evrópu, m.a. á Grikklandi, Spáni og í Frakklandi. Przemyslaw Karnowski er 2,16 m á hæð og tæplega 140 kíló. Örv- hentur leikmaður og svakalegur skrokkur sem verður erfitt að eiga við. Hann spilaði fjögur ár í Gon- zaga-háskólanum en leikur nú í Evrópu. Alvöru mótherjar í Finnlandi Margir mótherjar íslensku strákanna eru núverandi og fyrrverandi NBA-leikmenn auk þess sem margir þeirra spila lykilhlutverk í sterkustu deildum í Evrópu. Hér verður rennt yfir helstu nöfnin. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . ÁG Ú S t 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U REVRóPuKEPPNIN í KöRFuBoLtA 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 8 -F 9 8 4 1 D 9 8 -F 8 4 8 1 D 9 8 -F 7 0 C 1 D 9 8 -F 5 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.