Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 29

Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 29
Eftirtaldir Ambassadorar Meet in Reykjavík hafa á undanförnum mánuðum tryggt komu meðfylgjandi ráðstefna til landsins. Um leið og við óskum þeim til hamingju og þökkum fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf viljum við hvetja þá sem hafa áhuga á því að kanna grundvöll fyrir komu hverskyns alþjóðlega viðburða til landsins að hafa samband við okkur og stíga næsta skref. Hanna Birna Kristjánsdóttir með Women Political Leaders - WPL Annual Global Summit, Harpa, nóvember 2017 (300 gestir) Þórir Harðarson með Alpha Reproductive Scientists Conference, Hilton, maí 2018 (500 gestir) Inga Þórsdóttir með Orpheus Confernce on Creativity, Feedback and Diversity in Doctoral Studies, Háskóli Íslands, maí 2018 (200 gestir) Eyþór Ívar Jónsson með European Academy of Management – EURAM Conference, Háskóli Íslands, júní 2018 (1200 gestir) Svanhildur Óskarsdóttir með Saga Conference, Háskóli Íslands, ágúst 2018 (400 gestir) Tómas Guðbjartsson með International Surgical Group Meeting, Harpa, september 2018 (120 gestir) Margrét Lísa Steingrímsdóttir með International Short Break Conference – ISBA, Hilton, október 2018 (250 gestir) Haraldur Sigursteinsson með European Conference on Soil Mechanics and Geotechnical Engineering – ECSMGE Conference, Harpa, september 2019 (1000 gestir) TIL HAMINGJU ambassador@meetinreykjavik.is Sími: +354 527 6666 / Sóltún 26, 105 Reykjavík www.meetinreykjavik.is www.meetinreykjavik.is/ourservices/ambassadorprogram Svanhildur Kon- ráðsdóttir, fyrr- verandi stjórnar- formaður Meet in Reykjavík, og Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Meet in Reykjavík, með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrr- verandi forseta, á kynningarvið- burðinum í fyrra. Þar var Ólafur heiðraður fyrir aðkomu sína að Artic Circle ráð- stefnunni. MYND/SIGURÐUR ANTON Tilgangur Meet in Reykjavík Ambassador Club er að vera bakland Íslendinga, sem auka hróður landsins í þeim tilgangi að fá alþjóðlega ráðstefnur eða við- burði til Íslands. Félagsskapurinn var stofnaður árið 2014 og er liður í því að styrkja Reykjavík og nágrenni sem eftirsótta ráðstefnu- og viðburðaborg að sögn Sigurðar Vals Sigurðssonar, markaðsstjóra Meet in Reykjavík. „Félagsmenn eru titlaðir Meet in Reykjavík ambassadorar og eru jafnan með- limir í alþjóðlegum fagsamtökum og sérfræðingar á sínu sviði innan fræða-, viðskipta-, menningar- og íþróttasamfélagsins. Persónuleg tengsl og traustvekjandi kynn- ingarefni skiptir afar miklu máli þegar ákvörðun um að halda alþjóðlega ráðstefnu eða annan stærri viðburð er tekin. Með sam- eiginlegu framlagi markaðsefnis frá Meet in Reykjavík og faglegra tengsla ambassadora er auðveldara að sannfæra alþjóðlega skipuleggj- endur um að á Íslandi séu góðir innviðir og fagþekking til staðar til að hýsa viðburðinn þeirra.“ Meet in Reykjavík heldur árleg- an kynningarviðburð á starfsemi félagsins fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemina og gerast með- limir. Í ár er viðburðurinn haldinn fimmtudaginn 14. september kl. 15 í Silfurbergi Hörpu. Elísa Read forsetafrú, Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og verndari Ambassadorklúbbsins, og Þorsteinn Örn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, ávarpa fundinn auk þess sem Ari Eldjárn slær botninn í viðburðinn. Sterkt tengslanet Ambassadorar leika jafnan mikil- vægt hlutverk í að fá til landsins fundi og ráðstefnur enda getur persónulegt tengslanet, þekking, reynsla og staða einstaklinga innan alþjóðlegara samtaka vegið þungt í umsóknarferlinu. „Þetta eru allt einstaklingar sem eru með sterk erlend tengslanet og eru í þeirri aðstöðu að geta fengið alþjóðlegar ráðstefnur eða við- burði hingað til lands. Það geta allir sótt um að gerast Meet in Reykjavik ambassadorar en í dag eru þeir 210.“ Hann segir framlag Meet in Reykjavík ambassadora ekki vera launað. „Umbun ambassadoranna felst náttúrlega fyrst og fremst í því að fá að taka þátt í að skipuleggja alþjóðlega ráðstefnu hér heima og þá um leið að styrkja tengsl innan eigin fræðasviðs og vekja athygli á starfi sínu hér heima. Fyrir fræðimenn getur t.d. verið mjög verðmætt að vekja athygli á rann- sóknum sínum og að fá að kynna þær fyrir erlendum kollegum sínum. Einu sinni á ári eru valdir heiðursambassadorar sem hljóta þá nafnbót eftir að hafa landað stærri ráðstefnum eða viðburðum til landsins.“ Félagsskapur með svipuðu sniði og Meet in Reykjavík Ambassador Club er starfræktur víðsvegar í heiminum segir Sigurður enda þjóðhagslegur ávinningur af Félag sem styrkir tengslin Félagsskapurinn Meet in Reykja- vík Ambassador Club hefur það mark mið að styrkja Reykjavík og nágrenni sem eftirsótta ráðstefnu- og viðburðaborg. Árlegur kynningar- viðburður á starfsemi félagsins verð- ur haldinn 14. september í Hörpu. starfinu ótvíræður. „Sem dæmi er gert ráð fyrir því að 500 manna ráðstefna skili um 200 milljónum króna í gjaldeyristekjur. Það er því ljóst að samstarf eins og Meet in Reykjavík Ambassador Club býður upp á er uppskrift að árangri og ber framtíðin spennandi tíma í skauti sér.“ Fundurinn 14. september er opinn þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í starfsemi Meet in Reykjavík Ambassador Club og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við skrifstofu Meet in Reykjavík eða senda tölvupóst á ambassador@meetinreykjavik.is. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 . Ág ú s t 2 0 1 7 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 9 -0 D 4 4 1 D 9 9 -0 C 0 8 1 D 9 9 -0 A C C 1 D 9 9 -0 9 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.