Fréttablaðið - 29.08.2017, Page 30

Fréttablaðið - 29.08.2017, Page 30
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Laugardalshöll er ekki bara íþróttahöllin sem allir þekkja. Í Höllinni er að finna full- komna ráðstefnusali, stóra og smáa, sem gerir hana að frábærum valkosti þegar halda á viðburði eða ráðstefnur,“ segir Arna Kristín Hilmarsdóttir, verkefna- og við- burðastjóri Laugardalshallar. Arna nefnir aðeins brot af því sem farið hefur fram undir þaki Laugardalshallar frá því hún var tekin í notkun 4. desember 1965. „Í áranna rás hafa ótal viðburðir farið fram í Höllinni við góðan orðstír. Líklega má frægast telja skákeinvígi Fischers og Spass- kys árið 1972, en undanfarin ár hafa viðburðir á borð við tón- leika Eagles, Radiohead og Red Hot Chili Pepp ers fyllt Höllina, fjöldi stórfyrirtækja hefur haldið hér árshátíðir og ráðstefnur, að ógleymdum íþróttaviðburðum og sýningahaldi. Laugardalshöll er ein af stærstu sýningar- og ráðstefnuhöllum landsins en auk stóru salanna tveggja eru fjórir salir sem rúma allt að 300 manns í sæti. „Salur 1, í anddyri Hallarinnar, er hefðbundinn ráðstefnu- og bíó- salur. Hann er með útdraganlegum bekkjum og hentar sérstaklega vel til fyrirlestra. Með góðu móti tekur salurinn allt að 120 manns á fyrir- lestri,“ upplýsir Arna. Salir 2, 3 og 4 eru samliggjandi og rúma allt að 300 manns í sæti við borð, en þess má geta að salur 2 er 120 fermetrar að stærð og salir 3 og 4 eru 150 fermetrar, hvor um sig. „Allir þessir salir eru fullbúnir hljóð- og myndbúnaði og henta afar vel fyrir ráðstefnur, fundi, veislur og skemmtanir. Þá er að finna þráðlaust net í húsinu en einnig góða fastlínu fyrir net og símatengingar. Fyrirtæki ættu því flest að geta fundið sal sem hentar þeirra viðburði,“ útskýrir Arna. Í Laugardalshöll eru tveir stórir salir sem margir þekkja sem íþrótta-, tónleika- eða árshátíðar- sali. „Salur A er 1.600 fermetrar og tekur rúmlega 3.000 gesti í sæti en að sjálfsögðu er hægt að raða salnum upp á ótal mismunandi vegu,“ segir Arna. „Salur B, eða „Frjálsíþróttasalurinn“, er 5.000 fermetrar. Hann tekur á tónleikum rúmlega 10 þúsund standandi gesti og rúmar vel 2.500 gesti á árshátíð. Laugardalshöll býður því upp á mikla möguleika fyrir viðburða- hald.“ Í stóru sölunum, A og B, er auðvelt aðgengi fyrir tækni og að uppsetningu á ljósum og hljóði vinna viðburðafyrirtæki, sem mörg hver hafa áratuga reynslu af upp- setningu í Höllinni. „Það er mikilvægt að geta veitt gott aðgengi að rafmagni og lýsingu, og í sal B eru rafmagns- töflur á göngubrúm sem gera auðvelt um vik að koma rafmagni úr lofti til þeirra sem standa að sýningum, árshátíðum, ráðstefnum eða íþróttamótum í salnum. Að auki er mjög gott aðgengi fyrir flutninga- og vörubíla að salnum,“ segir Arna. Salernisaðstaða og aðstaða til veitingasölu er eins og best verður á kosið í Laugardalshöll, og boðið er upp á sveigjanleika í útfærslu á veitingamálum við smærri og stærri ráðstefnur eða viðburði. „Laugardalshöll er frábær kostur vegna staðsetningarinnar; það vita allir hvar Laugardalshöllin er,“ segir Arna. „Fjöldi innganga í húsið hentar vel fyrir stóra viðburði þar sem gott er að stýra umferð til og frá húsinu. Aðkoman er til fyrir- myndar og bílastæðin ókeypis. Þá er gott útisvæði við húsið sem eykur enn möguleika til viðburða- halds með flóknar útfærslur.“ Best er að senda fyrirspurnir um verð og bókanir á ish@ish.is. Fleiri upplýsingar á ish.is Ekki bara íþróttahöll Laugardalshöll hentar einstaklega vel til ráðstefnuhalds og sýninga, hvort sem um er að ræða sýningu yfir langan tíma með tugþúsundir gesta eða litla sýningu í stuttan tíma fyrir boðsgesti. Arna Kristín Hilmarsdóttir er verkefna- og viðburðastjóri í Laugardalshöll. Laugardalshöll býður upp á mikla möguleika fyrir hvers kyns viðburðahald. Allir salir eru búnir hljóð- og mynd- búnaði, þráðlausu neti og góðri fastlínu fyrir net og síma. Marín Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri í viðburðadeild CP Reykjavík. Hún segir mikilvægast í starfi sínu að búa yfir mannlegum samskiptahæfileikum og hafa gaman af fólki. MYND/ERNIR Íslendingar eru sér á parti þegar kemur að skemmtilegum ráðstefnum og viðburðum, og einkar góðir gestgjafar,“ segir Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðburðadeildar CP Reykjavík, sem býr yfir áralangri reynslu í að skipuleggja ráðstefnur, viðburði og hvataferðir. „Smæð Reykjavíkur sem höfuðborgar hefur marga kosti fyrir gesti okkar og gestgjafa. Það eru ekki margar borgir sem geta státað af mikilli nálægð við menningu og sögu, sem og stuttum vegalengdum innan borgarmarkanna. Ráðstefnur í útlöndum eru oftar en ekki í ráðstefnuhöllum úthverfa, fjarri miðbæ og menningu, en hér iðar borgarlífið við þröskuldinn, ásamt stórbrotinni náttúru,“ segir Marín. Með henni starfa reynsluboltar sem sumir hafa starfað í faginu frá því að ráðstefnuskrifstofur opnuðu fyrst á Íslandi. „Eftirspurn eftir fagaðilum í skipulagningu ráðstefna og funda fer vaxandi hér á landi. Æ fleiri fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök kalla eftir ferskri, fjölbreyttri og faglegri upplifun fyrir starfsfólk sitt og gesti,“ upplýsir Marín. Að mörgu sé að hyggja við skipulagningu ráðstefna og viðburða. „Gott er að leita liðsinnis fagaðila sem þekkja bransann vel. Velja þarf réttu staðina, réttu veitingaaðilana, ræðumenn og jafnvel listamenn til viðburðarins. Byrja þarf á byrjuninni með því að kynna viðburðinn rétt innan markhópsins og kynda undir eftirvæntingu fyrir því að mæta til leiks. Að viðburði loknum er svo eftirfylgni mikilvæg til að búa til tilhlökkun fyrir þá sem ætla sér ekki að missa af viðburðinum næst.“ Fagrar, ljúfar minningar Oftar en ekki eru ráðstefnur og hvataferðir ævintýraleg upplifun. „Það er okkar að búa til góðar minningar. Hvert einasta verkefni er einstakt og við sköpum ætíð lífsreynslu sem fólk upplifir ekki eitt á ferð um Ísland heldur eingöngu vegna þess að það er þátttakandi í heildarhugmynd sem við höfum skapað. Við horfum alltaf til þess að gestirnir muni eftir viðburðinum sem þeir sóttu og að upplifunin verði í heild sinni eftirminnileg,“ segir Marín. Lokahóf með kvöldverði, uppi- standi og hljóðfæraleik eða söng setja iðulega punkt aftan við ráð- stefnuhaldið. „Þá er stundum farið í ferðir með ráðstefnugesti; til dæmis hella- ferð með kokteila og lúðrasveit, upp á jökul með kampavín eða í þyrluferðir, sem allt hefur sinn sjarma. Þó þarf hvorki þyrlu né kampavín til að skapa minnisstæða upplifun. Íburðarminni hlutir eru líka eftirminnilegir, eins og litlar gjafir til ráðstefnugesta. Við skiljum stundum eftir sætan pakka á hótelherbergjum. Í honum er kannski íslenskt góðgæti og ullar- sokkar sem ráðstefnugesturinn færir ástvini sínum frá okkur þegar hann kemur heim, með þökk fyrir að mega njóta samvista við hann um tíma. Það sýnir fallega hugsun og skilur eftir sig ljúfa minningu,“ segir Marín. Praktíska hluti þarf líka að skipuleggja „Velja þarf sal, ákveða hverjir eiga að koma og tala, bóka hótel, flutning til og frá flugvelli og á ráð- stefnustað. Skoða þarf markmið með ráðstefnunni og hvað á að standa eftir. Viðburðastjórnendur sjá um allt sem lýtur að kostnaði fyrir ráðstefnur, bókhald, skrán- ingasíðu og skráningafjölda, og svo þarf að finna styrktaraðila þar sem það á við.“ Marín vinnur þessa dagana með fyrirtækjum að starfsdögum og hvataferðum starfsfólks. „Eftir sumarfrí er mikilvægt að fyrirtæki hói saman hópnum sínum og stilli saman strengi fyrir veturinn. Hlúa þarf að starfsanda og menningu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru lítil eða stór. Til þess þarf vel úthugsaðan starfsdag þar sem sérfræðingar búa til pepp í samvinnu með stjórnendur, upp- lifun og minningar sem sitja eftir hjá starfsfólkinu, ásamt eftirfylgni. Æ fleiri fyrirtæki gera þetta fyrir starfsfólk sitt og átta sig á því að þetta gerist ekki sjálfkrafa,“ segir Marín og nýtur hvers vinnudags þar sem engir tveir eru eins. „Þetta er óskaplega skemmtileg vinna. Flestir sem starfa við við- burðastjórnun eru ferðamálafræð- ingar, meistarar í verkefnastjórnun eða viðskiptafræðingar með verkefnastjórnun. Allt er það hægt að læra í skólum, en fyrst og fremst þarf maður að búa yfir mannlegum samskiptahæfileikum. Maður þarf að hafa gaman af fólki, gera vel við það og búa til ógleymanlegar minningar til að verða góður í þessu fagi.“ Búum til góðar minningar Í mörg horn er að líta þegar stofnað er til vel heppnaðs viðburðar. Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá CP Reykjavík, segir mikilvægast að skapa eftirminnilega upplifun. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . áG ú s t 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 9 9 -1 2 3 4 1 D 9 9 -1 0 F 8 1 D 9 9 -0 F B C 1 D 9 9 -0 E 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.