Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 31

Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 31
Það er mikill styrkur fyrir hótel að hafa góða fundaraðstöðu og þjónustan er afar vinsæl meðal innlendra og erlendra fundahópa,“ segir Ingibjörg Ólafs- dóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótel Sögu. Hún segir sérstöðu Hótel Sögu liggja í persónulegri þjónustu en fundarsölum er stillt upp eftir óskum hvers og eins og lausnir fundnar í samvinnu við viðskiptavini. „Það er til dæmis orðið æ algengara að fólk vilji halda fundi, ráðstefnur og boð sem þarfnast dálítið annarrar nálgunar en hefðbundið er,“ lýsir Ingibjörg. Hún segir styrk hótelsins einn- ig liggja í frábærri staðsetningu. „Við erum nálægt miðbænum og háskólahverfinu og svo eru hér næg bílastæði sem er mikill plús nú á dögum.“ Hótelið býður upp á átta fundar- sali sem allir eru nýuppgerðir. „Við höfum uppfært allan tæknibúnað og erum með allt það nýjasta sem til þarf,“ segir Ingibjörg en salirnir henta fyrir ráðstefnur, fundi sem og hvers konar móttökur og veislur af öllum stærðum og gerðum. Súlnasalur fær andlitslyftingu Endurbætur standa nú yfir á Súlna- salnum en þar verður aðstaða til að taka á móti um 300 manns. „Við erum að endurnýja allt glugga- kerfið í hótelinu og í kjölfarið verður mun bjartara í salnum en áður. Salurinn allur verður upp- færður og tæknivæddur eins og best verður á kosið. Hann verður notaður sem morgunverðarsalur en er laus fyrir aðra notkun frá hádegi,“ segir Ingibjörg sem er mjög spennt yfir því endurnýj- unarferli sem hótelið hefur verið að ganga í gegnum. „Um leið og við færum hótelið til nútímans upp- hefjum við og nýtum skreytingar og húsgögn sem hönnuð voru inn í hótelið árið 1962. Við höfum til dæmis látið smíða aftur húsgögn sem notuð voru í fundar- og veislu- sölum á þeim tíma.“ „Við hlökkum mikið til að frum- sýna Súlnasalinn í nóvember þegar jólahlaðborðin okkar sögufrægu fara af stað.“ Nýr yfirkokkur Nýr yfirkokkur, Sigurður Laufdal, hefur tekið til starfa á Grillinu og mun einnig koma að þróun matar í húsinu. „Sigurður kemur til okkar frá Geranium sem er þriggja stjörnu Michelin-staður í Danmörku. Hann er okkur raunar ekki ókunnur því hann lærði að hluta til hjá okkur og var aðeins hjá okkur í sumar. Sigurður er einstakur fagmaður og við erum spennt að sjá nýjungarnar sem hann mun koma með, hann er flott viðbót við okkar góða teymi,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að Grillið sé einnig nýr og spennandi flötur á fundamarkaðnum. „Þar er hægt að vera með einkafundi yfir daginn með flottasta útsýnið í bænum.“ Matur úr ranni eigendanna Eins og flestir vita eru Bænda- samtök Íslands eigendur hótelsins. Ingibjörg segir tenginguna sterka enda sé mikið af því hráefni sem notað sé til matargerðar komið frá íslenskum bændum. „Við leggjum áherslu á íslenskan mat, ferskleika og ekki síst rekjanleika matar. Við viljum geta sagt fólki hvaðan kjötið og hráefnið kemur sem við bjóðum upp á.“ Góð tengsl við nær­ umhverfið Ingibjörg segir mikilvægt að halda tengslum við fólkið í nágrenninu. „Við viljum að fólki finnist nota- legt að koma hingað inn og hafi eitthvað hingað að sækja. Hér er banki sem er mikið sóttur af fólki í hverfinu, hárgreiðslustofa og rak- ari sem hafa starfað hér í áratugi og Hið íslenska bókmenntafélag er nýflutt í húsið,“ segir Ingibjörg en helsta nýjungin í þjónustu við nágrannana er bakaríið sem var opnað í vor. „Valdimar bakari bakar allt brauð í húsinu en við ákváðum að leyfa nágrönnum okkar að njóta krafta hans líka og erum með nýtt súrdeigsbrauð í sölu,“ segir Ingibjörg sem telur mikinn akk í því að fá nágrannana inn á hótelið. „Erlendu gestirnir okkar hafa afar gaman af því að hitta Íslendinga.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótel Sögu. MyNd/StefáN fundasalirnir eru af ýmsum stærðum og gerðum. MyNd/StefáN Hægt er að bjóða upp á girnilegar veitingar í fundarsölum Radisson Blu Hotel Sögu. MyNd/StefáN Allt brauð á hótelinu er bakað innanhúss. Styrkur í góðri fundaraðstöðu Radisson Blu Hótel Saga býður upp á hátæknifundarherbergi fyrir stóra sem smáa viðburði. Fundar salirnir eru allir nýuppgerðir en unnið er að endurbótum á hinum sögufræga Súlnasal. Veitingar fyrir smærri og stærri veislur & hádegismatur fyrir fyrirtæki s. 626-6400 www.matarkompani.is fÓLK KyNNINGARBLAÐ 9 Þ R I ÐJ U dAG U R 2 9 . ág ú S t 2 0 1 7 2 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 9 9 -1 2 3 4 1 D 9 9 -1 0 F 8 1 D 9 9 -0 F B C 1 D 9 9 -0 E 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.