Fréttablaðið - 29.08.2017, Side 32
Guðlaug P. Sigurbjörnsdóttir, þjónustu- og upplýsinga-stjóri, segir að nýlega hafi
allir salirnir fengið nöfn sem sótt
voru í götur í Breiðholtinu. Á vor-
mánuðum tók Evelyn Rodriquez
við rekstri kaffihússins en hún á
rætur að rekja til Dóminíska lýð-
veldisins. Kaffihúsið heitir Kaffi
111 og hefur strax eignast fjöl-
marga aðdáendur enda maturinn
einstaklega góður, blanda frá
heimalandi Evelyn og Íslandi. Í
hádeginu er hægt að fá ljúffengan
mat og á laugardögum er boðið
upp á dögurð. „Evelyn eldar alveg
guðdómlegan mat og gestir okkar
eru himinlifandi,“ segir Guðlaug og
bendir á að þegar salur er leigður
út í húsinu sjái Evelyn um allar
veitingar.
„Það er mun meira að gerast hjá
okkur yfir vetrartímann en það er
þó mjög notalegt að vera í Gerðu-
bergi yfir sumartímann, hægt að fá
sér kaffibolla á svölunum og njóta
blíðunnar.
Okkar helstu viðskiptavinir eru
stofnanir borgarinnar og ríkisins
auk smærri einkafyrirtækja sem
standa fyrir námskeiðahaldi af
ýmsum toga. Við erum með tvo
góða sali á efri hæð fyrir fundi og
ráðstefnur. Sá stærri nefnist Berg en
hann hentar vel fyrir tónleika, ráð-
stefnur og stóra vinnufundi. Salur-
inn getur tekið allt að 120 manns.
Minni salurinn, Bakki, tekur um 50
manns og er vinsæll fyrir almenna
fundi og námskeið. Við getum
alltaf aðlagað uppröðun í sölum og
gerum okkar besta til að koma til
móts við óskir viðskiptavina. Í boði
er allur nútíma fundarbúnaður.
Á neðri hæðinni er að finna sal-
inn Fell, sem ekki allir vita af, en þar
er gjarnan boðið upp á líkamsrækt,
jóga og dans. Í þeim sal eru ekki
húsgögn en speglar frá lofti niður á
gólf á einum vegg. Síðan erum við
með lítinn sal sem nefnist Skógar
og tekur hann tíu manns í sæti við
hringborð. Loks eru það Hólar
sem taka 16-20 manns við stórt og
veglegt fundarborð en gaman er að
segja frá því að það kom á sínum
tíma úr borgarstjórnarherbergi ráð-
hússins. Þessi salur er ekki í útleigu
um þessar mundir en verður þó
tekinn í notkun aftur á næstu
mánuðum.
Gerðuberg er einstakt menn-
ingarhús þar sem vel er tekið
á móti gestum. Við erum með
frábært bókasafn, bjóðum upp
á fjölbreytt sýningarhald og
áhugaverða viðburðadagskrá þar
sem allir geta fundið eitthvað við
sitt hæfi. Stundum er boðið upp
á hádegistónleika en tónlistar-
menn láta mjög vel af flyglinum
okkar. Í vetur ætlum við að gefa
fólki kost á að leigja sal undir
fermingu, skírn eða aðrar veislur.
Salirnir eru þó eingöngu leigðir
til veisluhalda með veitingum frá
Kaffi 111.
Kaffi 111 í Gerðubergi er opið
alla virka daga frá 10-17 og á
laugardögum frá 13-16. Hægt er
að panta veitingar í sal í síma 771
1479.
Allar nánari upplýsingar er að finna
á heimasíðu Borgarbókasafnsins
www.borgarbokasafn.is.
Menningarhús sem iðar af lífi
Gerðuberg er eitt af sex menningarhúsum Borgarbókasafnsins. Sannkallað fjölmenningarhús þar
sem ávallt eru áhugaverðir viðburðir í gangi. Í húsinu eru nokkrir salir og fundarherbergi til útleigu.
Evelyn Rodriquez og Guðlaug P. Sigurbjörnsdóttir í kaffihúsinu í Gerðubergi
en þar er eldaður ljúffengur matur alla daga. MYNDiR/ViLHELM
Einn af nokkrum sölum sem Gerðuberg leigir út. Þeir eru misstórir og henta
mismunandi hópum.
Fyrirlesarar málþingsins, sem á ensku nefnist The Many Faces of Pain, koma úr bók-
menntafræði, heilbrigðisvísindum
og gervigreindarfræðum. Auk
þess taka þrír rithöfundar til máls.
Markmiðið er að fá þátttakendur
til að bera saman bækur sínar og
efla þannig skilning á sársauka
og þjáningu sem flestir þekkja af
eigin raun.
Hjúkrunarfræðingurinn
Sigríður Zoëga er einn þriggja
skipuleggjenda málþingsins. Hún
starfar við hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands og í verkjateymi
Landspítalans. Hún segir hug-
myndina hafa kviknað hjá Berg-
ljótu Soffíu Kristjánsdóttur, pró-
fessor í íslensku, sem hefur lengi
velt fyrir sér tengslum hug- og
heilbrigðisvísinda. „Einn doktors-
nemi hennar hefur verið að skoða
sársauka og út frá því fórum við
ásamt Hannesi Högna Vilhjálms-
syni, hjá Gervigreindarsetri HR, að
velta fyrir okkur hvort ekki væri
hægt að setja saman málþing þar
sem efnið væri skoðað frá sem
flestum hliðum.“
Sigríður segir líkamlegan
og tilfinningalegan sársauka
tengjast órjúfanlegum böndum.
„Við skynjum líkamlega verki en
um leið verður til tilfinningaleg
reynsla. Við fótbrot fer af stað
ákveðið ferli í líkamanum en um
leið verður til túlkun á verkjaboð-
unum í heilanum. Við hugsum;
hverju breytir þetta fyrir mig og
hvernig líður mér.“ Sigríður segir
margt spila inn í upplifun fólks af
sársauka og að ýmislegt sé hægt að
gera til að hafa áhrif á verkina. Þá
er ekki aðeins átt við hefðbundin
inngrip og verkjalyf heldur sé í
raun nauðsynlegt að vinna með
einstaklinginn í heild.
Fimm lykilfyrirlesarar taka þátt í
málþinginu, sem fer fram á ensku.
Þeir koma allir að utan en auk þess
taka fimmtán Íslendingar til máls.
„Við sem tengjumst heilbrigðisvís-
indunum nálgumst efnið að mestu
út frá þessum hefðbundnu líkam-
legu verkjum en síðan verða þarna
fyrirlesarar sem tala um sársauka
hjá samkynhneigðum og innflytj-
endum svo dæmi séu nefnd. Þá
mun sálfræðingurinn Christopher
Eccleston, sem leiðir verkjarann-
sóknir við háskólann í Bath, fjalla
um sálfræði líkamlegrar skynjunar
svo dæmi sé tekið.“
Sigríður segir markmiðið ekki
síður að fjalla um um þjáninguna
og mun Valgerður Sigurðardóttir,
yfirlæknir á líknardeild Land-
spítala, meðal annars koma inn
á þjáningu við lífslok. „Þá er ekki
aðeins um að ræða líkamlega þján-
ingu heldur líka þjáninguna sem
felst í yfirvofandi andláti og þeim
hugsunum sem bærast með fólki
í þeim sporum.“ Rithöfundarnir
Naila Zahin, Auður Ava Ólafsdóttir
og Hallgrímur Helgason leggja
svo sitt af mörkum en þau hafa öll
fengist við sársauka og þjáningu,
hvert með sínum hætti.
Sjálf heldur Sigríður erindi undir
yfirskriftinni Pain, is it a problem?
Í starfi sínu á Landspítalanum
hittir hún bæði inniliggjandi
sjúklinga og fólk sem kemur inn á
göngudeild og veitir ýmiss konar
verkjameðferð, fræðslu og ráð-
gjöf. „Við erum þó ekki síður að
fylgja fólki eftir og fræða það um
þá möguleika sem standa til boða
ásamt því að veita stuðning, enda
óhjákvæmilegt að sinna andlega
þættinum samhliða þeim líkam-
lega.“
Að sögn Sigríðar byrjar fólk oft
á því að reyna að sannfæra hana
um að það sé með verki. „Ef um er
að ræða fótbrot eða botnlangakast
sjást verkirnir yfirleitt utan á fólki.
Þegar um langvinna verki er að
ræða eru þeir hins vegar ekki eins
sýnilegir og margir lenda í því að
þeim er hreinlega ekki trúað.“
Sigríður segir bráða verki grunn-
viðbragð sem hjálpi fólki að halda
lífi. „Þeir gefa okkur merki um
að eitthvað sé að svo við drögum
okkur í hlé, hvílumst eða leitum
aðstoðar. Þegar um langvinna
verki er að ræða hætta þeir að vera
þetta viðvörunarmerki. Tauga-
kerfið fær engu að síður áfram
boð um að eitthvað sé að og við
finnum áfram til.“
Sigríður segir ýmsa sjúkdóma
liggja að baki miklum verkjum.
Má þar nefna HIV, gigt, sykursýki,
krabbamein og ýmsa taugasjúk-
dóma. Sömuleiðis áverka eftir slys
og verki í tengslum við aðgerðir.
„Stundum vitum við þó ekki hvað
orsakar verkina. Fólk getur til
dæmis verið með slæma verki í
baki þótt ekkert sjáist á mynd. Það
reynist mörgum erfitt því þá er
engin haldbær skýring. Verkirnir
eru eftir sem áður til staðar.“
Nýverið spurði Sigríður sjúkling
hver upplifun hans væri af því að
vera með króníska verki. Hann
svaraði því til að verkirnir hefðu
stolið frá honum lífinu. Hann gæti
ekki gert það sama og aðrir og
að verkirnir settu hann til hliðar
í samfélaginu. Hann sagði þó
erfiðast að verkirnir sæjust ekki
utan á honum.
Spurð hverjum málþingið
sé ætlað segir Sigríður það
opið öllum og ókeypis inn.
„Við þjáumst öll og sumir segja
þjáninguna jafnvel nauðsynlega til
að finna tilgang lífsins. Við getum
því öll speglað okkur í efninu.“
Allar nánari upplýsingar er að
finna á hi.is.
Sársaukinn hefur mörg andlit
Málþingið Svipbrigði sársaukans verður haldið í Háskóla Íslands dagana 1. til 3. september. Þar
kemur saman fólk úr ólíkum fræðigreinum og ræðir um sársauka og þjáningu frá ýmsum hliðum.
Við þjáumst öll og
sumir segja þján-
inguna jafnvel nauðsyn-
lega til að finna tilgang
lífsins. Við getum því öll
speglað okkur í efninu.
Sigríður Zoëga
Vera
Einarsdóttir
vera@365.is
Sigríður starfar í verkjateymi Landspítalans. Hún segir líkamlegan og tilfinn-
ingalegan sársauka tengjast órjúfanlegum böndum. fRéttabLaðið/ViLHELM
10 KYNNiNGaRbLað fÓLK 2 9 . áG ú S t 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
9
9
-0
D
4
4
1
D
9
9
-0
C
0
8
1
D
9
9
-0
A
C
C
1
D
9
9
-0
9
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K