Fréttablaðið - 03.10.2017, Blaðsíða 6
EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA?
6 stöðvar · 3 sundlaugar · reebokfitness.is
6.540 KR.
ENGIN BINDING
Á MÁNUÐI
Bandaríkin Árás Stephens Padd
ock, 64 ára heimamanns, á gesti
tónlistarhátíðar við Mandalay Bay
hótelið í Las Vegas í Bandaríkjunum
er sú mannskæðasta þar í landi í að
minnsta kosti 68 ár. Paddock hóf
skothríð af 32. hæð hótelsins niður
á götu þar sem tónlistarhátíðin fór
fram og drap að minnsta kosti 58
manns. Þá særði hann einnig 515
hið minnsta.
Mannskæðasta árás sama tíma
bils hafði til þessa verið árás Omars
Mateen á hinsegin skemmtistaðinn
Pulse í Orlando, Flórída, í fyrra.
Myrti Mateen 49 og særði 58.
Samanlögð tala særðra og myrtra
eftir árás Paddocks er því að minnsta
kosti 573 á meðan Mateen myrti og
særði 107. Vefsíðan Gun Violence
Archive, sem heldur utan um allar
fjöldaskotárásir í Bandaríkjunum,
hélt því fram í gær að árásin væri sú
273. í Bandaríkjunum í ár. Fjölda
skotárásir eru skotárásir þar sem
að minnsta kosti fjórir eru skotnir á
sama stað og tíma.
Paddock svipti sig lífi á hótelher
bergi sínu á Mandalay Bay og er
hann einn grunaður um verknaðinn.
Samkvæmt lögreglunni í Las Vegas
fannst fjöldi skotvopna á herbergi
hans og er talið að Paddock hafi gist
þar síðan 28. september.
Lögregla hefur ekki sagst rannsaka
árásina sem hryðjuverk, ástæður
Paddocks fyrir árásinni séu enn
óþekktar og hann ekki talinn tengj
ast neinum hryðjuverkasamtökum.
„Við höfum ekki hugmynd um gildi
hans og skoðanir,“ sagði Joe Lomb
ardo lögreglustjóri og bætti síðar við:
„Það eru ákveðnir þættir sem tengj
ast hryðjuverkum aðrir en örvingluð
manneskja sem hugsar bara um að
drepa fólk.“
Þrátt fyrir ummæli lögreglu
stjórans lýstu hryðjuverkasamtökin
sem kenna sig við Íslamskt ríki yfir
ábyrgð á árásinni. Á fréttasíðunni
Amaq kemur ISIS því á framfæri að
Paddock hafi verið hermaður sam
takanna og hafi snúist til íslamstrúar
fyrir nokkrum mánuðum.
Í viðtali við CNN sagði Eric Padd
ock, bróðir Stephens, að árásin hefði
komið eins og þruma úr heiðskíru
lofti. „Hann var ekki trúaður, ópólit
ískur. Hann var enginn byssuáhuga
maður og ég skil ekki hvar hann fékk
þessar byssur. Hann var bara gaur
sem bjó í Mesquite, keyrði til Las
Vegas til að spila fjárhættuspil. Hann
gerði bara eitthvað. Borðaði burrito.“
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Hömlulaust ofbeldi í borg syndanna
Hið minnsta 58 voru myrtir og 515 særðir þegar skotárás var gerð á hóteli í Las Vegas í gær. Árásin er sú mannskæðasta í áratugi í Banda-
ríkjunum. Lögregla hefur ekki viljað skilgreina árásina sem hryðjuverk. Fimm Íslendingar voru á hótelinu Mandalay Bay og segjast
skelkaðir en heilir. Stephen Paddock, 64 ára, skaut að tónleikagestum og tveimur klukkustundum síðar hafði hann svipt sig lífi.
1 | 2. október 2017
Stephen Paddock drap
að minnsta kosti 58 á
Mandalay Bay hótelinu í
Las Vegas, Nevada
2 | 12. júní 2016 Omar
Saddiqui Mateen drap
49 á hinsegin skemmti-
staðnum Pulse í
Orlando, Flórída
3 | 16. apríl 2007
Seung-Hui Cho drap 32
í Virginia Tech í Blacks-
burg, Virginíu
4 | 14. desember 2012
Adam Lanza drap 27 í
Sandy Hook grunn-
skólanum í New-
town, Connecticut
5 | 16. október
1991 George
Hennard drap 23
í Luby's Cafeteria í
Killeen, Texas
6 | 18. júlí 1984 James
Huberty drap 21 á
McDonald's í San Ysidro,
Kaliforníu
7 | 1. ágúst 1966 Charl-
es Joseph Whitman
drap 18 í Texas-Háskóla
í Austin, Texas
8 | 2. desember 2015
Syed Rizwan Farook og
Tashfeen Malik drápu
14 í San Bernardino,
Kaliforníu
9 | 20. ágúst
1986 Patrick
Henry Sherrill drap 14 í
Edmond, Oklahoma
10 | 5. nóvember 2009
Nidal Malik Hasan drap
13 í Fort Hood, Texas
11 | 3. apríl 2009 Jiverly
Wong drap 13 í Bing-
hamton, New York
12 | 20. apríl 1999
Eric Harris
og Dylan
Klebold
drápu 13 í
Columbine-skóla í
Littleton, Colorado
13 | 18. febrúar 1983
Fai Mak, Benjamin Ng og
Wai-Chiu Ng drápu 13
í Wah Mee-klúbbnum í
Seattle, Washington
14 | 25. septem-
ber 1982 George
Banks drap 13,
þar á meðal 5
börn sín, í Wilkes-
Barre, Pennsylv-
aníu
15 | 5. september
1949 Howard
Unruh drap
13 í Cam-
den, New
Jersey
16 | 16. september
2013 Aaron Alexis drap
12 í herskipahöfninni í
Washington
17 | 20. júlí 2012 James
E. Holmes drap 12 í kvik-
myndahúsi í Aurora,
Colorado
18 | 29. júlí
1999 Mark
Barton drap
12, meðal
annars konu
sína og tvö born í
Atlanta, Georgíu
19 | 10. mars 2009
Michael McLendon
drap 10, þar á meðal
móður, ömmu, frænku
og frænda, í Kinston
Alabama
vottaði fórnarlömbum samúð sína
í gær. „Ég samhryggist fjölskyldum
fórnarlamba árásarinnar í Las Vegas
innilega. Megi guð blessa ykkur.“
Slíkt gerði fjöldi bandarískra stjórn
málamanna einnig, til að mynda
fyrrverandi forsetarnir Barack
Obama og Bill Clinton.
Í ræðu sinni í Hvíta húsinu sagði
Trump að árásin hefði verið hel
ber illska. „Við getum ekki skilið
sársauka fjölskyldnanna eða missi
þeirra. Við biðjum fyrir fjölskyldum
hinna látnu, við erum til staðar fyrir
ykkur.“
Demókratar vestanhafs kröfðust
þess jafnframt að skotvopnalöggjöf
landsins yrði hert, líkt og þeir hafa
ætíð gert þegar stórar skotárásir
eru gerðar, þó án mikils árangurs.
„Harmleikir eins og þessi í Las Vegas
hafa gerst of oft. Við verðum að taka
umræðuna um hvernig er hægt að
koma í veg fyrir byssuofbeldi. Við
þurfum að gera það núna,“ sagði
Elizabeth Warren, öldungadeildar
þingmaður flokksins.
Að minnsta kosti fimm Íslend
ingar, sem allir eru starfsmenn fyrir
tækisins NetApp, voru á Mandalay
Bay hótelinu í fyrrinótt þegar árásin
var gerð.
Jón Þorgrímur Stefánsson fram
kvæmdastjóri segir þrjú þeirra hafa
verið á veitingastað á hótelinu þegar
árásin hófst.
„Við héldum fyrst að um flugelda
væri að ræða, fórum út á svalirnar og
sáum þá fyrst hvað var í gangi. Þetta
var hræðilegt að sjá og upplifa,“ segir
Jón.
Hann segir sérsveitina hafa komið
inn á hótelið með gríðarlegum
látum. „Hún lét alla leggjast á grúfu
og vera þannig í langan tíma,“ segir
Jón og bætir því við að allir í íslenska
hópnum séu heilir. „Skelkuð en heil.“
Soffía Theodóra Tryggvadóttir
segir lífsreynsluna óhugnanlega
og virkilega óþægilega en hún var
uppi á herbergi þegar árásin hófst.
„Sérsveitin ruddist inn til mín fyrir
um klukkutíma, beinandi að mér
byssum til að vita hvort ég væri að
fela einhvern,“ segir Soffía en Frétta
blaðið talaði við hana í gærmorgun.
thorgnyr@frettabladid.is
Mannskæðustu skotárásir í Bandaríkjunum frá 1949
1
2
4
5
6
8
7
9
10
11
12
17
13
3
18
19
14 15
16
Vitni að voðaverk-
unum í Vegas voru
skiljanlega í áfalli
Samanlögð tala
særðra og myrtra eftir árás
Paddocks er því að minnsta
kosti 573.
3 . o k t ó B e r 2 0 1 7 Þ r i Ð J U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð
0
3
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
4
-3
7
F
0
1
D
E
4
-3
6
B
4
1
D
E
4
-3
5
7
8
1
D
E
4
-3
4
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K