Fréttablaðið - 03.10.2017, Side 11
Í annars ágætu Silfri Egils sl. sunnudag spillti Styrmir Gunn-arsson skynsamlegri umræðu
með því að afflytja staðreyndir
um stórmál, sem varðar þjóðarhag:
Auðlindagjaldsmálið. Þetta er ekki
sagnfræði. Í aðdraganda kosninga
skiptir miklu máli, að kjósendur
hafi það á hreinu, hvaða stjórn-
málaflokkar hafa staðfastlega
komið í veg fyrir, að þjóðarviljinn
um auðlindagjald fyrir einkaleyfi
á nýtingu þjóðarauðlinda nái fram
að ganga. Þessir flokkar heita Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokkur,
með þegjandi samþykki VG.
Staðreyndirnar eru eftirfarandi:
1. Þegar aflamarkskerfið var
lögleitt 1988, settum við jafnaðar-
menn (Alþýðuflokkurinn) ákvæði
um sameign þjóðarinnar í 1.gr.
laganna til að girða fyrir myndun
einkaeignarréttar á veiðiréttinum.
2. Þegar Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra Framsóknar,
lagði til framsalsréttinn 1990, sett-
um við jafnaðarmenn aftur skilyrði
fyrir samþykkt þess. Við bættum
við varúðarákvæði, sem enn stend-
ur og hljóðar svo: „Úthlutun veiði-
heimilda … myndar ekki eignarrétt
eða óafturkallanlegt forræði ein-
stakra aðila yfir veiðiheimildum“.
Tímabundinn nýtingarréttur
skyldi því hvorki mynda lögvarinn
eignarrétt né bótaskyldu á ríkið, ef
úthlutun veiðiheimilda yrði breytt
síðar.
3. Hvers vegna var framsalið
heimilað? Til þess að fullnægja
öðrum megintilgangi fiskveiði-
stjórnunar, að draga úr sókn og
auka arðsemi. Án þess hefði engin
auðlindarenta myndast, sem and-
lag auðlindagjalds.
4. Hvers vegna var ekki þá þegar
lagt á auðlindagjald? Vegna þess
að Alþýðuflokkurinn (10 þing-
menn) var eini flokkurinn, sem
var fylgjandi auðlindagjaldi. En
andstæðingarnir höfðu þá pott-
þétt rök, þótt þau féllu úr gildi
síðar. Það var efnahagskreppa
(1988-95), sú lengsta í lýðveldis-
sögunni. Neikvæður hagvöxtur,
aflasamdráttur, versnandi við-
skiptakjör. Sjávarútvegsfyrirtækin
voru sokkin í skuldir eftir fyrir-
hyggjulítið fjárfestingarfyllirí. Það
var engin auðlindarenta til að rísa
undir gjaldtöku.
5. Í Viðeyjarstjórninni (1991-95)
fengum við grundvallarregluna
um auðlindagjald lögfesta (kallað
þróunargjald). Það dekkaði ekki
samfélagskostnað sjávarútvegsins
(hafnir, hafrannsóknir, landhelgis-
gæsla, gæðaeftirlit o.s.frv.). En það
var skref í rétta átt.
6. Ef við jafnaðarmenn hefðum
ekki náð að lögfesta sameignar-
ákvæðið og forðað ríkinu frá bóta-
skyldu vegna síðari breytinga, væri
málið fyrir löngu tapað. Einkaeign-
arrétturinn væri þá áreiðanlega
Bull er bull
fyrir löngu dómhelgaður og lög-
varinn. Það kemur því úr hörðustu
átt, þegar okkur jafnaðarmönnum
er borið á brýn að hafa brugðist í
þessu máli. Staðreyndirnar tala
sínu máli. Við erum eini flokkur-
inn, sem stóðum vaktina í nafni
þjóðarhagsmuna í erfiðri varnar-
baráttu við sérhagsmunaaðila.
7. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjöl-
skipað stjórnvald. Sjávarútvegsráð-
herrar hafa seinasta orðið í sínum
málaflokki. Í meira en 20 ár hafa
sjávarútvegsráðherrar látið líðast,
að tímabundnar veiðiheimildir eru
leigðar, seldar, veðsettar og jafnvel
erfðar, eins og um einkaeign sé að
ræða – í trássi við anda og bókstaf
laganna. Þeir heita: Þorsteinn Páls-
son, Árni Mathiesen, Einar Guðfinns-
son, Steingrímur J. Sigfússon, Gunn-
ar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi
Jóhannsson. Gleymi ég einhverjum?
Það tekur því ekki að nefna núv.
starfsstjórn, sem er að pakka saman.
En eitt er víst: Þetta voru ekki jafnað-
armenn. Styrmir kannast e.t.v. betur
við þá sem „innvígða og innmúraða“.
„Follow the money“, segir Kan-
inn. Þótt LÍÚ hafi að vísu skipt um
kennitölu (SFS) er eitt óbreytt: Þeir
gera enn út Sjálfstæðisflokkinn og
Framsókn fyrir kosningar (og gauka
lítilræði að VG, að sögn). Og borga
hallareksturinn af daglegum sögu-
fölsunum Morgunblaðsritstjórans
með glöðu geði, því að þeir vita, að
það eru smáaurar í samanburði við
þá tugi milljarða, sem fjármagns-
eigendur hafa fengið í sinn hlut fyrir
einkaleyfið til að nýta sameiginlega
auðlind þjóðarinnar í skjóli pólitísks
valds.
Það eru kosningar fram undan.
Ætlar þjóðin að láta það um sig
spyrjast, að þjóðarviljinn verði
hundsaður, einu sinni enn? Til þess
eru vítin að varast þau. Því að það er
hverju orði sannara, sem haft er eftir
skúrunum í stjórnarráðinu: Gólfið
verður aldrei hreinna en vatnið í
fötunni.
Í meira en 20 ár hafa sjávar-
útvegsráðherrar látið líðast,
að tímabundnar veiði-
heimildir eru leigðar, seldar,
veðsettar og jafnvel erfðar,
eins og um einkaeign sé að
ræða – í trássi við anda og
bókstaf laganna.
569 6900 08:00–16:00www.ils.is
Almennar íbúðir
Opið fyrir umsóknir
um stofnframlög,
síðari úthlutun 2017
Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta hús-
næðisöryggi ölskyldna og einstaklinga, sem eru
undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu,
með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi
leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostn-
aður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.
Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á
almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði
verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem
þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt
fólk, aldraða og fatlaða.
Við mat á umsóknum er lögð sérstök áhersla
á eftirfarandi þætti:
Nýbyggingar og ölgun leiguíbúða.
Íbúðir á svæðum þar sem þörf er fyrir leiguíbúðir
fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum.
Auk þess verður lögð áhersla á:
Hagkvæmar íbúðir hvað stærð og herbergjaölda
varðar, sbr. viðmiðunarstærðir.
Hagkvæmar aðferðir við íbúðabyggingar í því
skyni að lækka byggingarkostnað.
Hugvitsamlegar lausnir og góða hönnun.
Íbúðir sem uppfylla þarfir íbúa á hverju svæði.
Íbúðir sem uppfylla mismunandi þarfir
ólíkra hópa.
Að stuðla að ölbreyttri samsetningu
íbúa og félagslegri blöndun.
Viðmiðunarstærðir
Við úthlutun verður horft til þess að íbúðir séu að
jafnaði ekki stærri en eftirfarandi tafla segir til um:
Hámarksstærðir
Fjöldi herbergja m.v. herbergjaölda
Einstaklingsíbúð 50 m²
2ja herbergja íbúð 60 m²
3ja herbergja íbúð 80 m²
4ra herbergja íbúð 95 m²
5 herbergja íbúð 110 m²
Fjárhæð til úthlutunar í síðari úthlutun ársins 2017
er að hámarki 1.000 milljónir.
Nauðsynlegt er að sækja jafnframt um stofnfram-
lag hjá því sveitarfélagi þar sem viðkomandi íbúð
er staðsett, og er samþykki sveitarfélagsins eitt af
skilyrðum fyrir veitingu stofnframlags ríksins.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi á heimasíðu
sjóðsins. Umsóknarfrestur er til og með 31. október
2017. Umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur
rennur út verður ekki tekin til umöllunar.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu
Íbúðalánasjóðs, www.ils.is.
Auglýst er eftir umsóknum um stofn-
framlög ríkisins til byggingar eða kaupa
á almennum íbúðum skv. lögum nr.
52/2016 og reglugerð nr. 555/2016.
Umsóknarfrestur:
31. október 2017
•
•
•
•
•
•
•
•
Jón Baldvin
Hannibalsson
fv. formaður
Alþýðuflokksins
2017
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 3 . o k T ó B e R 2 0 1 7
0
3
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
E
4
-1
5
6
0
1
D
E
4
-1
4
2
4
1
D
E
4
-1
2
E
8
1
D
E
4
-1
1
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K