Fréttablaðið - 03.10.2017, Síða 20
Volvo XC60 jepplingurinn hefur verið mest seldi bíll Volvo í nokkurn tíma svo
það er mikilvægt fyrir Volvo að
misstíga sig ekki við gerð nýrrar
kynslóðar hans, sem nýlega var
kynnt heimsbyggðinni. Nær þriðji
hver bíll sem Volvo selur er af
gerðinni XC60.
Volvo hefur reyndar lukkast afar
vel að útfæra nýja bíla sína undan-
farið og hafa Volvo XC90 jeppinn
og Volvo S/90 og V90 fólksbílar
Volvo fengið fádæma góðar við-
tökur síðan þeir voru kynntir
af nýrri kynslóð. Það var því við
góðu að búast í Barcelona þangað
sem bílablaðamönnum var hóað
saman til að reyna gripinn nýja
í sumar. Þegar ný kynslóð Volvo
XC90 jeppans var kynnt fyrir um
tveimur árum þótti hann hrika-
lega vel heppnaður og fallegur bíll
og því var ef til vill ekki nema von
að Volvo leitaði í sömu smiðju
hvað útlit XC60 varðar og því
er ekki að neita að nýr XC60 er
dálítið sem smækkuð mynd hans.
Svo sem ekki leiðum að líkjast.
XC60 er ekki með nema 12 cm
styttra milli hjóla en XC90 og
hefur hjólhafið lengst um 9 cm
á milli kynslóða á XC60. Bíllinn
virðist allur stærri en forverinn
og það sannast þegar inn í hann
er komið. Mun lengra húdd ýtir
undir þau áhrif að bíllinn sé all-
miklu stærri.
Fágun og fegurð við völd
Líkt og með XC90 jeppann er
fegurðin við völd í innanrými
XC60, ekkert til sparað í efnisvali
og sami skandínavíski mínímal-
isminn svífur yfir vötnunum.
Allt er svo fágað, vel frágengið
og á svo réttum stað. Leður-
innréttingin í bílnum ber með
sér ríkmannlegan blæ og bæði
framsætin og aftursætin eru
frábær og veita framsætin fyrir-
myndar stuðning. Höfuðpúðarnir
í aftursætunum eru háir og eiga
greinilega að vernda farþegana
vel, en þegar kemur að öryggi
gerir enginn betur en Volvo. Það
er jú meiningin að árið 2020 látist
enginn í Volvo-bíl og allt hvað
varðar öryggisbúnaðinn í þessum
bíl, sem og hverjum nýjum Volvo,
Kostir og gallar
VolVo XC60
l FjórhjóladriF
l 2,0 lítra bensínVél
og raFmótorar
l 407 hestöFl
eyðsla frá: 2,1 l/100 km
í blönduðum akstri
mengun: 49 g/km CO2
hröðun: 5,3 sek.
hámarkshraði: 230 km/klst.
Verð frá: 7.490.000 kr.
Umboð: Brimborg
l Útlit
l innanrými
l aksturseiginleikar
l Hljóðlátur
l Útsýni gegnum framrúðu
l Plastnotkun í stokki
milli framsæta
AXARHÖFÐA 16
foliatec.is
5673322
LED Perur
Bjóðum nú felgur
á ameríska-pallbíla
jeppa- Land Cruser
og alla fólksbíla
Gæðavottaðar álfelgur
reynsluakstur
Finnur
Thorlacius
finnurth@365.is
Vélarúrvalið
samanstendur
af t5 og t6
bensínvélunum,
254 og 320
hestafla, t8
bensínvél með
rafmótorum að
auki, 407 hest-
afla og D4 og D5
dísilvélunum,
190 og 230
hestafla. sam-
tals 5 vélarkostir
og allir tengdir
við 8 gíra sjálf-
skiptinguna.
er í þá áttina. Volvo XC60 er á
botnplötu sömu gerðar og í XC90
og fjöðrunarbúnaðurinn er svo
til sá sami. Hægt er reyndar að fá
loftpúðafjöðrun, en panta þarf
slíkt sérstaklega. En það er fleira
sem XC60 á sameiginlegt með
XC90, en það eru vélarnar og í
báðum gerðum er Aisin 8 gíra
sjálfskipting með öllum vélar-
gerðum og beinskipting ekki í
boði.
Fimm vélarkostir –
mikil aksturshæfni
Vélarúrvalið samanstendur af
T5 og T6 bensínvélunum, 254 og
320 hestafla, T8 bensínvél með
rafmótorum að auki, 407 hestafla
og D4 og D5 dísilvélunum, 190 og
230 hestafla. Samtals 5 vélarkostir
og allir tengdir við 8 gíra sjálf-
skiptinguna. Með T8 Twin Engine
drifrásinni er bíllinn aðeins 5,3
Með Volvo XC60 er kominn skæður keppinautur bíla eins og audi Q5, BMW X3, Mercedes Benz glC, Porsche Macan og lexus NX
3 . o k t ó b e r 2 0 1 7 Þ r i Ð j U d a g U r6 b í l a r ∙ F r é t t a b l a Ð i Ð
Bílar
0
3
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
4
-2
9
2
0
1
D
E
4
-2
7
E
4
1
D
E
4
-2
6
A
8
1
D
E
4
-2
5
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K