Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 15
Helgarblað 6.–9. janúar 2017 Fréttir 15 Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook V inningshafinn úr lottóút- drættinum á gamlársdag hef- ur enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Af því tilefni hefur Íslensk getspá sent út tilkynn- ingu þar sem þetta kemur fram. Vinningsmiðinn var keyptur fyrir hádegi, miðvikudaginn 28. desember, í verslun Hagkaupa á Akureyri en um var að ræða 10 raða sjálfvalsmiða sem kostaði þrettán hundruð krónur. Vinningurinn hljóðar upp á 64.579.360 krónur og munar nú flesta um þá upphæð, eins og bent er á í tilkynningunni. Viðskiptavin- ir sem áttu leið í Hagkaup Akureyri þann 28. desember síðastliðinn eru vinsamlega beðnir um að skoða í veskin sín eða vasa því þar gæti leynst fjársjóður í formi lottómiða. n ritstjorn@dv.is Leita milljónamærings Vinningurinn hljóðar upp á 64,5 milljónir króna Þ etta er mjög svekkjandi. Heimsóknin í Bláa lónið átti að vera hápunktur ferðarinn- ar. Við fáum ekki að upplifa þessa perlu en við fáum að borga fyrir hana,“ segir Kate Gerken í samtali við DV. Hún greiddi 174 evrur, jafnvirði um 21 þúsund króna, í að- gangseyri fyrir tvo að Bláa lóninu sem og rútuferð frá Reykjavíkurflugvelli að lóninu. Gerken varð hins vegar veður- teppt á Akureyri og gat ekki nýtt mið- ann. Hún freistaði þess að fá hann endurgreiddan en þá kom í ljós að af- panta þyrfti ferðina með 24 klukku- stunda fyrirvara til þess. Bókaði með þriggja vikna fyrirvara Gerken er frá Wellington á Nýja-Sjá- landi en býr tímabundið á Bret- landseyjum ásamt kærastanum sínum, Thomas Nilsson. Ísland hef- ur lengi verið draumaáfangastað- ur þeirra og því nýttu þau tækifærið og fóru í ferðalag yfir hátíðarnar. Þau bókuðu flug til Íslands 27. desember og héldu af landi brott í gær, 5. janúar. Eins og áður segir átti Bláa lónið að vera einn af hápunktum ferðarinnar en auk þess ætlaði parið að spóka sig í höfuðborginni og skoða valda staði á Norðurlandi. „Ég reyndi að bóka miða með þriggja vikna fyrirvara en ekk- ert var laust á meðan við ætluðum að vera í Reykjavík. Við ákváðum því að bóka miða sama dag og brottförin var ráðgerð þar sem við áttum kvöldflug til London,“ segir Gerken. „Þessi þjónusta er einfaldlega mjög léleg“ Hún taldi að tíminn væri nægur en parið átti bókað morgunflug með Flugfélagi Íslands frá Akureyri til Reykjavíkur á fimmtudag. Áætlanir þeirra riðluðust þó heldur betur þegar fluginu var aflýst og þau neyddust til þess að stökkva upp í rútu til Reykja- víkur. „Ég hringdi strax í Bláa lónið og óskaði eftir endurgreiðslu því við værum veðurteppt fyrir norðan. Okk- ur var þá bent á að við hefðum þurft að afpanta miðann með sólarhrings fyrirvara en í staðinn var okkur boð- ið að fara í lónið kl. 20.00 daginn eftir, en þá erum við farin úr landi. Það er fáránlegt að íslenskt fyrirtæki eins og Bláa lónið taki ekki tillit til þess að gestir geti forfallast vegna veðurs. Þessi þjónusta er einfaldlega mjög léleg,“ segir Gerken. Endurselja afpantaða miða Mikil eftirspurn er meðal erlendra ferðamanna í að heimsækja Bláa lón- ið og er uppselt marga daga fram í tímann. Ásókn í lónið hefur aukist ár frá ári og í maí síðastliðnum var greint frá því að hagnaður Bláa lónsins árið 2015 hafi numið 2,2 milljörðum króna samanborið við 1,8 milljarða árið 2014. Árið 2015 kom metfjöldi gesta í lónið og miðað við straum ferða- manna til Íslands má ætla að fjöldinn hafi ekki verið minni árið 2016. DV hafði samband við forsvars- menn fyrirtækisins til þess að fá þeirra hlið á málinu en svör höfðu ekki borist áður en DV fór í prentun. Blaða- maður hringdi hins vegar í þjónustu- verið um miðjan dag á fimmtudag og falaðist eftir miðum í lónið en var þá tilkynnt að allt væri uppselt þann dag. „Þú getur hins vegar fylgst með heimasíðunni. Ef eitthvað losnar þá fara stundum miðar þar í sölu,“ segir ónafngreindur starfsmaður fyrirtæk- isins. n „Heimsóknin í Bláa Lónið átti að vera hápunktur ferðarinnar. Við fáum ekki að upplifa þessa perlu en við fáum að borga fyrir hana. Fá að borga fyrir Bláa lónið en ekki njóta þess Veðurtepptu nýsjálensku pari synjað um endurgreiðslu í Bláa lóninu Nýsjálendingar við Goðafoss Kate og Thomas eru alsæl með Íslandsferðina ef undan er skilin þjónusta Bláa lónsins. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.