Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 16
Helgarblað 6.–9. janúar 201716 Fréttir Nýjar vörur Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 AfhjúpAr ofurlAun AtvinnumAnnAnnA n Óskar hrafn birtir upplýsingar um árslaun íslenskra knattspyrnumanna á twitter B laðamaðurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur á undan- förnum dögum dælt út á Twitter upplýsingum um 57 launahæstu ís- lensku knattspyrnumenn þjóðarinnar sem leika erlendis. Óskar Hrafn hefur að eigin sögn sankað upplýsingum að sér víða og unnið að upplýsingasöfn- uninni lengi í hjáverk- um. Einhverjir hafa þó haft á orði í athugasemdum við færslur blaðamannsinns á Twitter að upplýsingarnar séu í ein- hverjum tilfellum ekki réttar, en Óskar Hrafn stendur þó við upplýs- ingarnar og segir í samtali við DV að hann myndi ekki fara fram með þær ef þær væru ekki áreiðanlegar. Ekki mikið kvartað Listi Óskars sýnir grunnárslaun hvers og eins leikmanns og einstaka þjálfara, umreiknuð í krónur fyrir skatta í hverju landi fyrir sig. Ekki eru teknar með í reikninginn ýmsar bónusgreiðslur og eða auglýsinga- samningar sem drýgja ágætar tekj- ur afreksmanna oft og tíðum nokk- uð. Þótt ekki séu allir sáttir við framtakið þá kveðst Óskar ekki hafa fengið margar athugasemdir. „Það er eins með þetta og tekjublaðið, það er persónulegt fyr- ir fólk hversu mikilla tekna það aflar sér. En ég hef ekki fengið mörg skilaboð um að menn séu ósáttir. En ég geri ráð fyrir að sumum þyki þetta óþægilegt, en öðrum sé skítsama.“ Óskar Hrafn bendir á að Við- skiptablaðið hafi gert þetta í mörg ár en einhverra hluta vegna virðist menn ekki hafa tekið eftir því og haldi að þetta sé í fyrsta skipti sem svona nokkuð er gert. Hann samþykkir þó að úttekt hans sé meira tæmandi og þar sé að finna upplýsingar um fleiri en aðeins okkar skærustu stjörnur á erlendri grundu. Stóru nöfnin eftir Þegar þetta er skrifað á hann eftir átta launahæstu atvinnumenn Íslands í niðurtalningu sinni. Enn á eftir að upplýsa um árslaun nokkurra þekktustu íslensku landsliðs- mannanna sem örugglega skipa sér í einhver af efstu átta sætunum í út- tekt Óskars. Leikmenn á borð við Alfreð Finn- bogason, leikmann FC Augsburg, Ragnar Sigurðsson, leikmann Fulham, Emil Hallfreðs- son, leikmann Udinese, Birki Bjarnason, leikmann FC Basel, Kolbein Sigþórsson, leikmann Nantes, og Gylfa Þór Sig- urðsson, leikmann Swansea, sem án nokkurs vafa kemur til með að toppa umræddan lista. Hundruð milljóna í árslaun Miðað við það sem komið hefur fram þá var Eiður Smári Guðjohnsen, sem er nú án félags, með 85 milljón- ir í árslaun, en hann var áður á mála hjá Molde í Noregi og Pune City á Indlandi. Það dugar Eiði Smári þó aðeins í 11. sæti á lista yfir launa- hæstu atvinnumennina. Í því 10. er Jóhann Berg Guðmundsson, sem leikur með enska úrvalsdeildar- liðinu Burnley, sem sagður er fá 121 milljón króna í laun þar, eða ríflega 10 millj- ónir á mánuði. Lands- liðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff í næstefstu deild á Englandi, er sagður fá 128 milljón- ir á ári, eða sem nemur 10,6 milljónum króna á mánuði. Ljóst er því að þeir sem skipa sætin þar fyrir ofan fá enn veglegra launaumslag hjá sínum liðum, en áður hefur verið fjallað um að Gylfi Þór Sigurðsson fái hátt í hálf- an milljarð króna á ári hjá Swansea. Til samanburðar þá er launahæsta knattspyrnukonan sem komið hefur fram á listanum Sara Björk Gunnars- dóttir, leikmaður Wolfsburg, sem sögð er fá 10 milljónir króna í árslaun. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.isByrjunarliðsmenn í gögnunum Sjö af landsliðsmönnunum ellefu sem byrjuðu leik Íslands gegn Englandi á EM í Frakklandi síðasta sumar hafa birst í gögnunum. Leikmaður Félag/félög 2016 Staða Árslaun f. skatt Hannes Þór Halldórsson NEC/Bodö/Randers Markvörður 22.000.000 Birkir Már Sævarsson Hammarby Varnarmaður 19.000.000 Kári Árnason Malmö Varnarmaður 29.000.000 Ari Freyr Skúlason OB/Lokeren Varnarmaður 28.000.000 Aron Einar Gunnarsson Cardiff City Miðjumaður 128.000.000 Jóhann Berg Guðmundsson Charlton/Burnley Miðjumaður 121.000.000 Jón Daði Böðvarsson Kaisterslautern/Wolves Sóknarmaður 73.000.000 Leikmenn sem ekki er búið að birta upplýsingar um en voru líka í byrjunarliðinu: Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson. Hvergi banginn Óskar ákvað að nota Twitter til að birta upplýsingar sem hann hafði aflað sér um laun íslenskra atvinnumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.