Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 33
Helgarblað 6.–9. janúar 2017 Fólk Viðtal 25 léttir þegar hann opnaði sig loksins og hún hafi gert ráð fyrir því að hann fengi í framhaldinu viðeigandi læknisaðstoð til að koma lífi sínu í réttan farveg. En svo var ekki. Þá seg- ist Elva hafa hvatt Þórlaug til að hafa samband við bestu vini sína og segja þeim hvernig staðan væri því það væri mikilvægt að eiga góða að við svona erfiðar aðstæður. Hann gerði það ekki. „Eftir að Þórlaugur dó og við sögðum vinum hans frá veikindum þá komu þeir alveg af fjöllum þar sem hann virtist alltaf svo hress og kátur þegar þeir hittu hann. Það er algengt hjá fólki sem glímir við and- leg veikindi þar sem það sést ekki alltaf utan á manni hvernig manni raunverulega líður.“ Upplifði mikla höfnun Eftir að Þórlaugur játaði fyrir móður sinni og ömmu hvernig honum leið var hann sammála þeim um að hann þyrfti á utanaðkomandi aðstoð að halda. Það tók þær þó nokkra daga að sannfæra Þórlaug um að fara á bráðamóttökuna til að hitta lækni. Þar beið Þórlaugur í fimm og hálfa klukkustund eftir læknisaðstoð. „Það er algjörlega fáránlegt að svona veik- ur einstaklingur sé látinn bíða svona lengi. Ef hann hefði verið með verk fyrir hjarta þá hefði hann verið tek- inn strax inn. Ef hann hefði verið með krabbamein hefði allt verið gert til að hjálpa honum. En af því að hann var unglingur með sjálfsvígshugsanir þá var hann ekki metinn nægilega veikur til að fá viðeigandi aðstoð.“ Elva segir að Þórlaugur hafi upp- lifað mikla höfnun eftir viðtalið sem hann fékk við unglækni. Þórlaugur var leystur út úr viðtalinu með upp- áskrifuð þunglyndislyf frá geðlækni sem hann fékk þó aldrei að hitta augliti til auglits. Geðlæknir skrifaði upp á lyfin fyrir unglækninn og setti nafn sitt við bráðamóttökuskrána án þess þó að hitta Þórlaug. Fyrsta sjálfsvígstilraunin Nokkrum dögum eftir viðtalið reyndi Þórlaugur að svipta sig lífi. Í sjálfsvígs- bréfi sem hann skrifaði til kærustunn- ar sinnar þann 27. nóvember sagðist hann ætla að keyra upp á Öxnadals- heiði og bíða eftir því að stór vöru- flutningabíll kæmi keyrandi. Þá ætl- aði hann að svipta sig lífi með því að keyra beint framan á hann. Fyrir tilviljun fann kærasta Þór- laugs bréfið og hringdi á lögregluna áður en honum tókst ætlunarverk- ið. „Maðurinn minn er lögreglumað- ur og það var hringt í hann. Þeir létu staðsetja símann hans og fóru strax af stað að leita að honum. Maðurinn minn kom svo með Þórlaug heim,“ segir Elva. Við tóku erfiðar samræður við Þór- laug um alvarleika málsins og fjöl- skyldan grátbað hann um að fara aftur til læknis og biðja um aðstoð. „Daginn eftir samþykkti hann loks að koma með okkur upp á bráðamóttöku. Hann var mjög ragur að koma sér af stað þar sem hann nennti ekki að bíða í marga klukkutíma og svo yrði ekkert gert.“ Hann lét þó til leiðast og fór ásamt móður sinni og stjúpföður á bráðamóttökuna þar sem vakt- læknir var kallaður til fundar við þau. „Læknirinn bað hann um að finna öryggisorð. Eitthvert orð sem hann ætti að senda okkur eða hringja og segja ef honum myndi aftur líða svona illa. Þá bað læknirinn hann um að gera þetta ekki aftur. Síðan fórum við heim.“ Aðspurð af hverju Þórlaugur hafi ekki verið lagður inn eftir þetta segir Elva: „Ég veit það ekki. Þetta var ekki talið nógu alvarlegt. Hann var ekki með neina áverka og það var enginn skaði skeður. Það sést á fólki ef það tekur inn lyf. Kannski er það ekki talið nógu alvarlegt að ætla að keyra framan á bíl.“ Kom að lokuðum dyrum Í framhaldinu fann Elva sálfræðing fyrir Þórlaug. Eftir tvo tíma sagðist Þórlaugur ekki vilja fara lengur. „Hann sagðist ekkert hafa að gera þangað þar sem sálfræðiaðstoðin væri ekki að virka. Það stóð líka í hon- um hvað þetta var dýrt. Þess vegna vildi hann eiginlega ekki fara. Ég sagði honum ekki að hafa áhyggjur af því. Við myndum borga sálfræðinginn.“ Þá harðneitaði Þórlaugur að prófa annan sálfræðing. „Hann sagði bara nei, nei og að hann vildi það ekki. Mig grunar að þarna hafi hann hreinlega verið búinn að gefast upp.“ Desembermánuður reyndist Þór- laugi og hans nánustu gríðarlega erfiður. „Hann var búinn að leita sér hjálpar en fannst það ekkert gera fyrir sig. Þórlaugur sá einfaldlega enga leið út úr þessu. Hann vildi ekki lifa svona. Honum fannst hann líka vera svo mikil byrði á kærustunni og að það hlyti að vera hræðilegt fyrir hana að hafa hann svona veikan. Kvöldið áður en hann dó sagði hann við mig að eina leiðin fyrir hana til að losna við hann væri ef hann myndi deyja.“ Þá segir Elva að hún hafi reynt að telja hann ofan af því að fremja sjálfsvíg með því að keyra fram- an á annan bíl. Hann væri ekki ein- göngu að stofna sínu lífi í hættu heldur einnig lífi fólksins í hinni bif- reiðinni. Hann kvaðst skilja það en samt gerði hann það ekki. „Þórlaugur var auðvitað bara nýorðinn 18 ára og því ekki mjög lífsreynd- ur.“ Hann einfaldlega gat ekki tekist á við svona stórt verkefni einsamall. Þetta kvöld bað Elva son sinn ít- rekað um að koma með sér upp á sjúkrahús. Þórlaugur tók það ekki í mál þar sem hann fengi hvort eð er enga aðstoð. 22. desember 2015 Klukkan korter í fjög- ur síðdegis þann 22. des- ember 2015 hringdi Elva í Þórlaug. Hún var í klipp- ingu en þau ætluðu í fram- haldinu að hittast og kaupa jólagjafir. „Hann hljómaði ekkert öðruvísi í þessu sím- tali. Ég man samt að þegar hann kvaddi mig þá hljóm- aði orðið bless mjög lang- dregið. Eins og það hafi verið erfitt fyrir hann að segja það.“ Korteri síðar, eða um klukk- an fjögur, keyrði Þórlaugur framan á stóran flutningabíl á Þjóðvegi 1 norð- an við Akureyri. Þórlaugur, sem var ekki í belti, lést samstundis. Tveir far- þegar voru í flutningabílnum auk bíl- stjórans. Engan sakaði líkamlega. Þau voru hins vegar niðurbrotin andlega eftir áreksturinn. Elva var nýbúin í klippingu þegar maðurinn hennar kom rúmlega fjög- ur að sækja hana á hárgreiðslustofuna. „Hann sagði við mig að við þyrftum að fara strax upp á sjúkrahús. Þórlaugur hefði látið verða af þessu. Örvæntingin yfirtók alla skynsemi og við brunuðum af stað. Þegar við komum inn á slysa- deildina var okkur samstundis vísað inn í aðstandendaherbergi. Það fyrsta sem ég sá var prestur og þá vissi ég að Þórlaugur væri dáinn. Ég gat ekkert gert nema að öskra, aftur og aftur – af hverju var honum ekki hjálpað?“ Þarna var Elva ekki að vísa til af- leiðinga árekstursins heldur þess að Þórlaugur fékk ekki viðeigandi að- stoð þegar hann leitaði sér aðstoðar vegna andlegra veikinda sinna. Ónærgætinn fréttaflutningur Elva treysti sér fyrst til að fara á slys- staðinn fimm dögum síðar eða þann 27. desember 2015. Þá settu þau nið- ur kross, lögðu kerti og kort á stað- inn þar sem áreksturinn varð. Þá treysti Elva sér ekki til að sjá bílinn eftir áreksturinn en systir hennar sem og fleiri nánir vinir Þórlaugs og ættingjar sáu bílinn óvænt í frétt- „Kerfið brást ekki Þórlaugi“ Erfitt að spá fyrir um sjálfsvíg ungmenna „Ég get ekki tekið undir það að kerfið hafi brugðist Þórlaugi.“ Þetta segir Helgi Garðar Garðarsson, forstöðulæknir geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Helgi hafði sjálfur ekki beina aðkomu að málinu en segir að almennt geti verið erfitt að spá fyrir um sjálfsvíg ungmenna. Helgi bendir á að Þórlaugi hafi verið vísað áfram til heimilislæknis og ráðlagt að leita til sálfræðings. Þá var hann settur á þunglyndislyf. Hann telur því að lækn- ar sjúkrahússins hafi gert viðeigandi bráðamat þrátt fyrir að mál Þórlaugs hafi fengið svo hörmulegan endi. „Oftast þegar ungt fólk hugsar um að svipta sig lífi er það gert í hvatvísi sem er augnabliksástand sem enginn læknir getur séð fyrir.“ Inntur svara við því hvort það hafi ekki komið óþægilega við læknana eftir að Þórlaugur svipti sig lífi á nákvæmlega sama hátt og hann sagði í viðtali tæpum fjórum vikum áður, og var ekki metinn nógu veikur til að fá innlögn eða aðra meðferð á sjúkrahús- inu, svarar Helgi: „Það sem einkennir oft geðræn vandamál ungs fólks er tilfinningalegur óstöðugleiki. Það þyrmir yfir í ákveðinn tíma og svo gengur það til baka aftur. Það er mjög algengt hjá þessum hópi að vera með sjálfsvígs- og dauðahugs- anir. Það er allt annað mál að vera í sjálfsvígshættu.“ Helgi bætir við: „Sárafáir láta af þessu verða. Það er að segja reyna fyrir alvöru að svipta sig lífi. Þá getur verið erfitt að greina á milli þeirra sem raunverulega eru í sjálfsvígshættu og þeirra sem eru með sjálfsvígshugsanir. Það er vandmeðfar- ið og mikil kúnst að meta hverjir þurfa nauðsynlega á aðstoðinni að halda.“ Helgi bendir jafnframt á að læknar sem sinna bráðaþjónustu geti aldrei vitað alla sögu sjúklinga sinna. „Maður metur út frá heildinni og því hvernig normið er.“ Hann segir enn fremur að í geðlækningum gildi meðalhófsreglan. Það er að grípa ekki meira inn í en ástæður gefa tilefni til. „Stærsta inngripið í geðlækning- um er innlögn. Hundruð sjúklinga koma til okkar á hverju ári og tala um sjálfsvígshugsanir. Við gætum aldrei lagt alla sem tilheyra þessum hópi inn á sjúkrahús. Það segir sig sjálft.“ „Kannski er það ekki talið nógu alvarlegt að ætla að keyra framan á bíl Leiðandi á leiksvæðum • Sími 565-1048 jh@johannhelgi.is • www.johannhelgi.is Lappset tilboð 2016 Jóhann Helgi & Co ehf, „Stofnað 1990“ Sími 565 1048 - 820 8096 jh@johannhelgi.is – www.johannhelgi.is Útileiktæki: Rólur, vega ölt, gormatæki, rennibrautir, leikkastalar ofl. Frá viðurkenndum framleiðendum eins og Lappset, Wicksteed, Stilum, Dynamo, Huck ofl. Járnrimlagirðingar fyrir skóla- og leikskólalóðir, íþróttavelli, fjölbýlishús og einkaló ir. Þýsk gæði frá Legi. Hjólabrettapallar frá Rhino Ramps í Belgíu, komnir upp víða um land við frábærar undirtektir notenda. Fallvarnarefni: Gúmmíhellur frá Þýskalandi og gúmmímottur á gras, þar sem grasið vex upp í gegn um motturnar og motturnar hlífa grasinu og virka sem fallvörn. Leikföng, húsgögn og búnaður fyrir leikskóla frá stærsta dreifingaraðila Danmörku, Lekolar (áður Rabo - Brio). Mörk og körfur, útiþrektæki og ýmsar gerðir af sparkvöllum frá viðurkenndum framleiðendum eins og t.d. Sure Shot, Lappset, Wicksteed og Saysu. Bekkir, ruslafötur, stubbahús, skýli, reiðhjól grindur, trjágrindur, pollar, ljósastaurar, blómaker ofl. frá GH Form, Vekso, Nifo, Orsogril Vestre o.fl. Bændur og hestamenn: Nótuð plastborð, fjárhúsgólf, búgarðagirðingar (Dallas), gerði og girðingarstaurar. úr plasti, básamottur og fóðurgangamottur. BJóðuM HeiLdarLausnir á LeiksvæðuM. uppsetning, viðHaLd og þJónusta Leitið tiLBoða w w w .jo ha nn he lg i.i s Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009 33 M yn di r f rá F er ða þj ón us tu nn i V at ns ho lti w w w .s ta yi ni ce la nd .is Þórlaugur Ragnar Var ný orðinn 18 ára þegar hann lést. Mynd ÚR einKasaFni Fjölskylda Hér er Þórlaugur ásamt móður sinni, upp-eldisföður og litla bróður sínum. Mynd ÚR einKasaFni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.