Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2017, Blaðsíða 39
Helgarblað 6.–9. janúar 2017 Níu ára að aldri gat Gallego yngri (héðan í frá Gerald) gumað af eigin afrekum af refilstigum afbrota og ódáða. Illvirki bernsku hans náðu eins konar hámarki þegar hann, þrettán ára, var fangelsaður fyrir að nauðga sex ára nágrannastúlku. Þegar Gerald var 32 ára hafði hann gengið sjö sinnum í hjóna­ band, tvisvar með sömu konunni, auk þess sem tvíkvæni kom við sögu nokkrum sinnum. Handtökuskipanir á hendur hon­ um voru allnokkrar og vörðuðu með­ al annars sifjaspell, nauðgun og ým­ islegt fleira af kynferðislegum toga. Fantasíur verða að veruleika Kaldhæðni örlaganna hagaði því þannig til að Charlene kolféll fyrir Gerald og varð hans síðasta eigin­ kona. Svo blinduð var hún af ást að hún meðtók „skringilegheit“ hans og gott betur því hún gerði hans fantasí­ ur að sínum eigin. Fantasíur skötu­ hjúanna leiddu til smíði leynistað­ ar þar sem þau síðar héldu föngnum kynlífsþrælum sem sátu og stóðu eins og Gerald hugnaðist. Blóðugur ferill turtildúfnanna hófst 11. september 1978. Þá hurfu vinkonurnar Rhonda Scheffler, 17 ára, og Kippi Vaught, 16 ára, í Sacra­ mento er þær voru á leið í verslunar­ miðstöð skammt frá heimilum þeirra. Tveimur dögum síðar fundust illa far­ in lík þeirra í Baxter, í um 30 kílómetra fjarlægð frá Sacramento, og höfðu vinkonurnar sætt kynferðislegri mis­ þyrmingu, verið bundnar og barðar og að lokum skotnar í höfuðið. Morð á morð ofan Næst létu Gerald og Charlene til skarar skríða 24. júní, 1979, í Reno í Nevada. Þá hurfu Brenda Judd, 14 ára, og Sandra Colley, 13 ára. Talið var að þær hefðu einfaldlega strok­ ið að heiman, en 1982 varð ljóst að þær höfðu lent í klónum á Gerald og Charlene; Gerald hafði misþyrmt þeim kynferðis lega og á meðan hann hvíldist neyddi Charlene þær til að viðhafa kynferðis lega tilburði hvor með annarri. Gerald banaði þeim báðum með skóflu og dysjaði í grunnri gröf. Líkamsleifar þeirra fundust ekki fyrr en 1999. Tíu mánuðum síðar, 24. apríl 1980, hlutu Karen Chipman og Stacey Red­ ican sömu örlög og Brenda og Sand­ ra. Karen og Stacey hurfu í verslunar­ miðstöð í Reno og fundust lík þeirra þremur mánuðum síðar. Þeim hafði verið misþyrmt kynferðislega og þær síðan barðar til dauðs. Rætt við Gerald og Charlene Linda Aguilar, 21 árs, varð á vegi skötuhjúanna 8. júní 1980. Linda, sem var gengin fjóra mánuði, var á heimleið, fótgangandi, í Port Orford í Oregon, þegar Gerald bauð henni far sem hún þáði með þökkum. Lík hennar fannst 22. júní; höfuðkúpan var brotin, úlnliðir og ökklar bundn­ ir með nælonbandi og ljóst að hún hafði verið grafin lifandi. Tæpum tveimur mánuðum síðar, 17. júlí, var Virginia Mochel, 34 ára, tveggja barna móðir og barþjónn, numin á brott á bílastæði fyrir utan krá í Sacramento. Lögregla leit hvarf hennar strax alvarlegum augum og ræddi meðal annars við kollega hennar á kránni. Sá bar að umrætt kvöld hefði ókunnugt par, Stephen og Charlene Styles, átt þar viðkomu. Lögreglan fann Stephen og Charlene sem viðurkenndu að hafa komið á krána en sögðust ekkert vita um afdrif Virginiu; þau sjálf hefðu verið að veiða umræddan dag. Lík Virginiu fannst síðar og höfðu hend­ ur hennar verið bundnar saman með fiskilínu. Síðar kom í ljós að Gerald hafði komist yfir skilríki lögreglu­ manns, Stephen Styles að nafni, og notað sem dulnefni þegar hentaði. Kæruleysi eða kjarkur Þrátt fyrir að sjónir lögreglunn­ ar hefðu nú, að litlu leyti reynd­ ar, beinst að Gerald og Charlene voru þau ekki á því að láta af iðju sinni. Þau höfðu þó hægt um sig um nokkurra mánaða skeið en aðfara­ nótt 2. nóvember hófust þau handa. Annaðhvort voru þau kærulaus eða of kjörkuð því þau réðust til atlögu, klukkan 1.30, fyrir utan háskóladansleik í Sacramento. Þar neyddu þau Craig Miller, 22 ára, og kærustu hans, Beth Sowers, 21 árs, inn í bíl sinn. Vinur Craigs og Beth sá þau þar sem þau sátu í bílnum og heldur skuggalegan náunga í farþegasætinu frammi í. Umræddur vinur hugð­ ist eiga við þau orð en uppskar löðr­ ung frá Charlene og bílnum var síð­ an ekið á brott. Vinur Craigs og Beth hafði þó rænu á að leggja bílnúmerið á minnið og kom það að góðum not­ um þegar lík Craigs fannst daginn eftir. Lík Beth fannst ekki fyrr en um þremur vikum síðar. Málalyktir Bifreiðin kom lögreglunni á slóð Geralds og Charlene sem tókst þó fyrir einhverja slembilukku að stinga af. Þann 3. nóvember fékk Gerald Charlene til að hringja í for­ eldra sína og sníkja peninga. Hálfum mánuði síðar hringdi Charlene aftur í foreldra sína, þá komin til Omaha ásamt Gerald, í sömu erindagjörð­ um. Þann 17. nóvember hugðist parið sækja peningasendingu á skrif­ stofu Western Union og lenti þá í fyr­ irsát fulltrúa alríkislögreglunnar. Í eitt og hálft ár þögðu Gerald og Charlene þunnu hljóði en að lokum bugaðist Charlene og eftir að hafa samið við yfirvöld sagði hún alla sólar söguna. Fyrir vikið hljóðaði dómur yfir henni upp á sextán og hálft ár. Gerald Armond Gallego var hins vegar dæmdur til dauða í apríl 1983. Hann upplifði þó aldrei að verða tekinn af lífi því krabbamein í endaþarmi dró hann til dauða í júlí árið 2002. n „Sjálf stundaði Lorraine vændi í skuggahverfum Sacra- mento og Gerald litli var ósjaldan notaður í sendi- ferðir af hórmöngurunum sem þar héldu til. SkaðræðiSSkötuhjú Gallego yngri Var dæmdur til dauða. Skrýtið Sakamál 31 Faðir Geralds Gallego eldri endaði ævi sína í gasklefa í ríkisfangelsi Mississippi.Blind ást Charlene gerði fantasíur Geralds að sínum eigin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.