Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 26
Vikublað 17.–19. janúar 201726 Menning L ímband er helsti efnivið- ur pólsku listakonunn- ar Moniku Grzymala sem opnaði sýningu á verk- um sínum í galleríinu Berg Contemporary á föstudag. Verk Moniku er oftar en ekki stað- og tímabundnar innsetningar þar sem hún notar límbandið til að draga línur í rýmið. Línurnar stökkva af veggjunum og út í tóma rým- ið og mynda eins konar þrívíddar- teikningar, það sem hún kallar „Raumzeichnung“ upp á þýska tungu – en þar í landi hefur hún búið og starfað um árabil. Í Berg sýnir hún meðal annars tvær slíkar rýmisteikningar. Stærsta verk sýningarinnar er eins konar fjall úr silfurlitu límbandi sem þekur stóran hluta gallerís- ins, en þar er einnig smærra verk úr möttu, svörtu límbandi sem lætur teikninguna virka flata og tvívíða úr fjarlægð en stekkur fram í rýmið þegar áhorfandinn gengur nær. Þannig myndar hún ringlandi sjónhverfingu (Þetta er illa hægt að fanga á ljósmynd svo þú verður bara að fara að kíkja). Höggmyndir úr límbandi „Áður fyrr vann ég fyrst og fremst fígúratíf verk en einn kennari minn í listaháskóla, Bogom- ir Ecker, benti mér á að ég notaði mest- an hluta tímans í að lýsa ósýnilegum línum sem táknuðu tengsl hluta og fólks. Þegar ég gerði mér grein fyrir þessu breytt- ist allt – og ég kastaði frá mér öllu því sem ég hafði gert áður og byrjaði að teikna línur,“ seg- ir Monika. „Ég byrjaði að teikna línur á blöð, en á einhverjum tíma fyllti ég skissubókina mína og fór að teikna út fyrir hana og út á veggina. Þegar ég var byrjuð að gera það virkaði nokkuð skynsam- legt að prófa límbandið því að með því gat ég teiknað í loftið og myndað eins kon- ar höggmyndir. Strúktúrarnir sem verða til með þess- um hætti eru nokk- uð fastir og traustir.“ Monika segist vera hrifin af því að gera strúktúra sem eru bæði einstakir, tímabundn- ir og skammlífir og segir það ekki verra þótt þeir breytist eða losni Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Mynd SiGtryGGur Ari Mynd MoniKA GrzyMAlA Teiknað í loftið Pólska listakonan Monika Grzymala vinnur rýmisteikningar með límbandi„Ég byrjaði að teikna línur á blöð, en á einhverjum tíma fyllti ég skissubókina mína og fór að teikna út fyrir hana og út á veggina. Maria Bals-haw er nýr yfirmaður Tate-listasafn- anna og er þar með orðin ein allra áhrifamesta manneskjan í listaheimin- um. Balshaw er fyrsta konan til að stýra Tate, sem heldur úti fjórum listasöfnum í Bret- landi, meðal annars einu mik- ilvægasta nútímalistasafni heims. Balshaw tekur við af Sir Nicholas Serota, sem hefur sinnt starfinu í tæp 30 ár. Ungar eftir Nönnu Krist-ínu Magn- úsdóttur hef- ur verið valin besta alþjóðlega stuttmyndin á kvik- myndahátíðinni Flickerfest í Sydney í Ástralíu. Það er Ólafur Darri Ólafsson sem fer með að- alhlutverkið. Myndin hefur áður verið verðlaunuð á Northern Wave og RIFF-kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík. Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapevine fóru fram um síð-ustu helgi en þar er það fyrst og fremst grasrótin í íslenskri tónlist sem er verðlaunuð. GKR var valinn listamaður ársins, Fu- fanu áttu lag ársins „Sports“, Black Lights með Samaris var valin plata ársins, falinn demantur ársins var platan Andi með lista- manninum Andi, mest spennandi hljómsveitin er Ayia, besta tón- leikabandið er Hatari, sérstakt hrós fékk útgáfutvíeykið Hið Myrka Man og minningarverð- laun Grapevine voru tileinkuð raftónlistarmanninum Biogen. Úr listheiminum GKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.