Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Page 28
Vikublað 17.–19. janúar 201728 Fólk Heimsþekktur ljósmyndari og mágur Englandsdrottningar E inn af þekktustu ljósmyndur- um Breta, Snowdon lávarð- ur, er látinn, 86 ára gamall. Hann var kvæntur Margréti prinsessu, systur Elísabet- ar Englandsdrottningar, á árunum 1960–1978. Snowdon, sem skírður var Antony Armstrong-Jones, var afar virtur ljósmyndari og um tíma list- rænn ráðgjafi Sunday Times. Þekkt- astur er hann fyrir myndir sínar af frægu fólki, þar á meðal konungsfjöl- skyldunni, sem birtust meðal annars í Vogue, Vanity Fair og Daily Telegraph. Árið 1968 gerði hann heimildamynd fyrir fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur þar sem fjallað var um ellina. Myndin hlaut Emmy-verðlaun. Honum var margt til lista lagt og hannaði til dæm- is fuglabúr fyrir dýragarðinn í London sem þykir mikið listaverk. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar á löng- um ferli. Snowdon þótti afar sjarmerandi maður með góða kímnigáfu. Einkalíf hans var vægast sagt skrautlegt. Sögu- sagnir voru á kreiki um að Snowdon hefði átt í ástarsamböndum við karl- menn og einhverjir þeirra hafa verið nafngreindir. Um þann orðróm sagði Snowdon: „Ég varð ekki ástfanginn af strákum en nokkrir karlmenn hafa orðið ástfangnir af mér.“ Hann átti tvö börn með Margréti prinsessu og mörgum árum síðar kom í ljós að hann hafði eignast dóttur stuttu áður en þau gengu í hjónaband. Stormasamt hjónaband Í Bretlandi var hann fyrsti almúga- maðurinn í 450 ár til að giftast kon- ungsdóttur. Þau Margrét voru gefin saman í Westminster Abbey og var það fyrsta konunglega brúðkaupið sem sjónvarpað var frá og 300 millj- ónir fylgdust með því. Ingrid Dana- drottning var eini meðlimur erlendra konungsfjölskyldna sem mætti í brúð- kaupið en í konunglegum kreðsum þótti afar ófínt að prinsessa skyldi gift- ast ljósmyndara. Sambandið við prinsessuna var stormasamt og líferni þeirra beggja villt með tilheyrandi áfengisneyslu. Rifrildi þeirra voru heiftarleg, kunn- ingi þeirra lýsti þeim þannig að það hefði verið eins og að verða vitni að tveim einstaklingum skiptast á byssu- skotum. Þegar sambandið var sem verst hafði Snowdon fyrir vana að lauma miðum milli blaðsíðna í bók- um sem kona hans var að lesa. Á ein- um þeirra stóð: Þú lítur út eins og handsnyrtifræðingur af gyðingaætt- um og ég hata þig.“ „Ég vildi óska að hún næði sér í elskhuga og léti mig í friði,“ sagði Snowdon við vin sinn. Hann átti í ástarsamböndum utan hjónabands en varð hins vegar æfur þegar eigin- kona hans fékk sér elskhuga. Mánuði eftir að myndir birtust af prinsess- unni í sundfötum á sólarströnd með elskhuga sínum, sem var 17 árum yngri en hún, var tilkynnt um skilnað hjónanna. Í uppáhaldi hjá drottningu Eftir skilnað þeirra Margrétar kvænt- ist Snowdon að nýju og eignaðist dóttur en átti á sama tíma í ástarsam- bandi við blaðakonu sem fyrirfór sér árið 1996. Seinna hjónabandi hans lauk árið 2000 eftir uppljóstrun um að hann hefði eignast barn utan hjóna- bands. Þrátt fyrir skilnaðinn við Mar- gréti var Snowdon einn af eftirlætis- ljósmyndurum Elísabetar drottningar og hélt áfram að mynda hana og aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar. Sem barn þjáðist Snowdon af löm- unarveiki sem gerði að verkum að hann var haltur. Hann var alla tíð öt- ull talsmaður fatlaðra og barðist fyr- ir réttindum þeirra. Vinur hans lýsti honum eitt sinn með orðunum: „Það er ómögulegt að ímynda sér blíðari eða fágaðri mann en hann.“ n Með Bandaríkjaforseta Snowdon og Margrét með Johnson forseta og eiginkonu hans. „ Í konunglegum kreðsum þótti afar ófínt að prinsessa skyldi giftast ljósmyndara. Snowdon lávarður kveður Snowdon lávarður Einn virtasti ljósmyndari Breta er látinn. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Margrét prinsessa Hjónaband þeirra Snowdon einkenndist af heiftarlegum rifrildum. PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler www.plusminus.is ÚTSALA Útsalan er hafin 20-80 % afsláttur af umgjörðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.